Körfubolti

KR semur við fyrrum leikmann Hattar

Atli Arason skrifar
Michael Mallory í leik með Hetti tímabilið 2020/21
Michael Mallory í leik með Hetti tímabilið 2020/21 Vilhelm

KR-ingar staðfestu í dag komu bandaríska bakvarðarins Michael Mallory til félagsins.

Mallory kemur í vesturbæinn frá kýpverska félaginu Anorthosis Ammohostou. Mallory er kunnugur staðháttum á Íslandi en leikmaðurinn lék hér tímabilið 2020/21 með Hetti frá Egilsstöðum. Mallory mun því mæta sínum fyrrum félögum á næsta tímabili.

Mallory, sem er 28 ára gamall, var með 18,6 stig, 5,2 fráköst og 5,8 stoðsendingar að meðaltali í leik í kýpversku deildinni á síðasta tímabili. 

„Michael er flottur leikmaður sem hefur marga af þeim eiginleikum sem við vorum að leitast eftir í þessa stöðu. Hann er mikill íþróttamaður og er erfiður við að eiga. Við Kobbi þekkjum það af eigin reynslu frá því hann var í Hetti,“ sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, í tilkynningunni sem félagið birti í dag en Helgi, ásamt aðstoðarþjáfaranum Jakobi Erni Sigurðarsyni, spiluðu gegn Mallory þegar sá síðarnefndi lék með Hetti.

Þegar Mallory spilaði með Hetti skoraði hann 23,2 stig, tók 4 fráköst og gaf 5,9 stoðsendingar að meðaltali í leik. Koma Mallory er kærkominn fyrir KR-inga sem misstu fyrirliðann sinn Brynjar Þór Björnsson fyrr í dag eftir að hann lagði skóna sína á hilluna.

Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


×