Þar sem kvíðinn fylgir skólanum Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar 25. ágúst 2022 07:01 Nú eru grunnskólar landsins að hefja sitt starf eftir sumarfrí og mikil tilhlökkun er meðal flestra barna að hitta bekkjarfélaga sína og kennara eftir fríið. Sum þeirra eru þó því miður kvíðin, kvíðin fyrir hinu óþekkta og kvíðin því einelti og annars konar ofbeldi sem þau þurfa að kljást við í íslenskum skólum. Awa sem er 12 ára og gengur í skóla í Pujehun héraði í Síerra Leóne er líka spennt fyrir skólanum en þó meira kvíðin. Hún er komin á kynþroskaaldurinn og hefur oftar en einu sinni orðið vitni að því að bekkjarsystur hennar séu reknar heim þegar það lekur í gegn hjá þeim þegar þær eru á blæðingum. Henni þykir mjög vandræðalegt og kvíðavaldandi að geta átt von á því og vill alls ekki að strákarnir sjái túrbletti í buxunum hennar. Hún kvíðir því líka að sjá hverja kennarinn mun velja til að bera bækurnar hans heim í ár. Hún vill ekki vera sú útvalda því hún hefur tekið eftir því að þær stelpur sem bera bækur kennarans heim eftir skóla breytast mikið, þær verða oft leiðar og missa mikið úr skóla. Svo þegar líða fer á veturinn hætta þær alveg í skóla. Awa fékk að vita að ástæðan fyrir því að þær hafi hætt sé sú að þær hafi eignast barn og að ein stelpa hafi meira að segja dáið þegar hún fæddi barnið. Awa vill alls ekki að kennarinn velji hana. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna með yfirvöldum í Pujehun héraði að því að draga úr og koma í veg fyrir ofbeldi í og á leið í skóla í héraðinu. Mikið hefur áunnist á því ári sem samtökin hafa unnið á svæðinu og hefur Líflína Barnaheilla breytt lífi barna til hins betra. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri og leiðtogi erlendra verkefna og kynningarmála hjá Barnaheillum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Geðheilbrigði Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Nú eru grunnskólar landsins að hefja sitt starf eftir sumarfrí og mikil tilhlökkun er meðal flestra barna að hitta bekkjarfélaga sína og kennara eftir fríið. Sum þeirra eru þó því miður kvíðin, kvíðin fyrir hinu óþekkta og kvíðin því einelti og annars konar ofbeldi sem þau þurfa að kljást við í íslenskum skólum. Awa sem er 12 ára og gengur í skóla í Pujehun héraði í Síerra Leóne er líka spennt fyrir skólanum en þó meira kvíðin. Hún er komin á kynþroskaaldurinn og hefur oftar en einu sinni orðið vitni að því að bekkjarsystur hennar séu reknar heim þegar það lekur í gegn hjá þeim þegar þær eru á blæðingum. Henni þykir mjög vandræðalegt og kvíðavaldandi að geta átt von á því og vill alls ekki að strákarnir sjái túrbletti í buxunum hennar. Hún kvíðir því líka að sjá hverja kennarinn mun velja til að bera bækurnar hans heim í ár. Hún vill ekki vera sú útvalda því hún hefur tekið eftir því að þær stelpur sem bera bækur kennarans heim eftir skóla breytast mikið, þær verða oft leiðar og missa mikið úr skóla. Svo þegar líða fer á veturinn hætta þær alveg í skóla. Awa fékk að vita að ástæðan fyrir því að þær hafi hætt sé sú að þær hafi eignast barn og að ein stelpa hafi meira að segja dáið þegar hún fæddi barnið. Awa vill alls ekki að kennarinn velji hana. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna með yfirvöldum í Pujehun héraði að því að draga úr og koma í veg fyrir ofbeldi í og á leið í skóla í héraðinu. Mikið hefur áunnist á því ári sem samtökin hafa unnið á svæðinu og hefur Líflína Barnaheilla breytt lífi barna til hins betra. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri og leiðtogi erlendra verkefna og kynningarmála hjá Barnaheillum
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar