Körfubolti

Pavel yfirgefur Íslandsmeistarana

Atli Arason skrifar
Pavel Ermolinski var Íslandsmeistari með Val á síðasta leiktímabili.
Pavel Ermolinski var Íslandsmeistari með Val á síðasta leiktímabili. vísir/bára

Pavel Ermolinskij, leikmaður Vals, hefur staðfest að hann muni ekki leika með liðinu á næsta tímabili í Subway-deild karla.

Pavel spilaði stórt hlutverk í Íslandsmeistaratitlinum sem Valur vann á síðustu leiktíð, bæði sem leikmaður og aðstoðarþjálfari.

„Ég er ótrúlega þakklátur fyrir að hafa tekið þátt í árangrinum sem náðist og þessari einlægu gleði sem ríkti í kringum körfuboltaliðið í fyrra,“ skrifaði Pavel í Fjósið, stuðningsmannahóp Vals á Facebook. Innlegg Pavels má sjá neðst í fréttinni.

Á síðasta tímabili spilaði Pavel 32 leiki og skoraði 4,7 stig, tók 6,4 fráköst og gaf 4,9 stoðsendingar að meðaltali á hvern leik.

Pavel gekk til liðs við Val fyrir tímabilið 2019/20 frá KR, þar sem Pavel lék í fjölda ára en viðskilnaður hans við KR var afar umdeildur á sínum tíma. Pavel tekur fram að óvíst er hvað tekur við hjá honum en hann muni a.m.k. ekki leika með Val á næsta leiktímabili.

Pavel hefur að undanförnu verið orðaður bæði við Stjörnuna sem og þjálfarastöðuna hjá Tindastól.

Færsla Pavels á Facebook.Skjáskot - Facebook


Tengdar fréttir

Kristó: Pavel var bara í Angry Birds

Eins og flestum er kunnugt er Valur Íslandsmeistari karla í körfubolta eftir æsispennandi úrslitaeinvígi við Tindastól. Kristófer Acox, leikmaður Vals, rifjaði upp eftirminnileg atvik úr úrslitaeinvíginu í hlaðvarpsþætti.

Pavel: Var orðinn of rólegur og sáttur í KR

Pavel Ermolinskij gekk í dag til liðs við Val frá Íslandsmeisturum KR. Hann segist hafa verið orðinn of sáttur í KR og vonast til þess að koma með hugarfarsbreytingu inn á Hlíðarenda.

Pavel lenti í orðaskaki við fyrrverandi stuðningsmenn

„Persónulegt“ uppgjör KR og Vals, eins og Kristófer Acox orðaði það, hefur ekki farið framhjá neinum. Spennan í einvíginu er áþreifanleg eftir fyrstu tvo leikina og lætin utan vallar of frjálsleg að mati sóttvarnalæknis og yfirlögregluþjóns.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.