Félög í ensku úrvalsdeildinni eytt meiru í einum glugga en nokkru sinni fyrr Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2022 11:30 Darwin Nunez er dýrasti leikmaður félagsskiptagluggans til þessa. Nick Taylor/Liverpool FC/Liverpool FC via Getty Images Með kaupum föstudagsins bættu félög í ensku úrvalsdeildinni met yfir eyðslu í einum félagsskiptaglugga. Þá voru tólf dagar eftir af glugganum og líklegt að meira bætist við. Rannsóknarblaðamaðurinn Nick Harris, sem sérhæfir sig í fjármálum fótboltaheimsins tók saman lista yfir eyðslu félaganna á föstudag. Hann bendir á að alls hafi félög í deildinni eytt 1,465 milljörðum punda í leikmannakaup í sumar. Það jafngildir meira en 243 milljörðum íslenskra króna. Þetta er þrátt fyrir að Leicester City hafi ekki eitt einni krónu í félagsskipti í sumar og því aðeins 19 lið í deildinni sem koma að tölunni. Þá eru ekki tiltalin tilvonandi kaup Manchester United á Brasilíumönnunum Casemiro og Antony sem eru taldir kosta samtals um 140 milljónir punda. Chelsea er efst á lista yfir eyðslu í sumar en félagið hefur keypt leikmenn fyrir 179 milljónir punda. Chelsea hefur einnig eytt mestu umfram sölur, 161 milljón. Nýliðar Nottingham Forest hafa farið mikinn og eftir kaupin á Morgan Gibbs-White frá Wolves fyrir yfir 40 milljónir í vikunni er eyðsla liðsins orðin 142 milljónir, og 137 umfram sölur. Premier League clubs have today (Friday) broken the record for one summer's transfer spending, with 12 days of this window remaining. The £1.465bn so far beats the £1.43bn from 2017. Seven of the 20 clubs have spent £100m+ each, led by Chelsea & Forest. pic.twitter.com/AJyq1Y4KmM— Nick Harris (@sportingintel) August 19, 2022 Alls hafa sjö lið; West Ham, Arsenal, Tottenham, Wolves og Manchester City, auk ofan nefndu félaganna tveggja, borgað umfram 100 milljónir í sumar. Manchester United mun þá bætast við þann lista þegar það gengur frá kaupum á fyrrnefndum Brasilíumönnum síðar í sumar. Manchester City sker sig þó úr frá öðrum stórum liðum þar sem félagið hefur selt fyrir töluvert meira en það hefur keypt. Það er eina liðið sem hefur selt fyrir meira en 100 milljónir, alls 168 milljónir punda, og hefur það því skilað rúmlega 63 milljóna punda hagnaði þegar litið er til kaupa og sala. Allan listann má sjá í tístinu að ofan. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Rannsóknarblaðamaðurinn Nick Harris, sem sérhæfir sig í fjármálum fótboltaheimsins tók saman lista yfir eyðslu félaganna á föstudag. Hann bendir á að alls hafi félög í deildinni eytt 1,465 milljörðum punda í leikmannakaup í sumar. Það jafngildir meira en 243 milljörðum íslenskra króna. Þetta er þrátt fyrir að Leicester City hafi ekki eitt einni krónu í félagsskipti í sumar og því aðeins 19 lið í deildinni sem koma að tölunni. Þá eru ekki tiltalin tilvonandi kaup Manchester United á Brasilíumönnunum Casemiro og Antony sem eru taldir kosta samtals um 140 milljónir punda. Chelsea er efst á lista yfir eyðslu í sumar en félagið hefur keypt leikmenn fyrir 179 milljónir punda. Chelsea hefur einnig eytt mestu umfram sölur, 161 milljón. Nýliðar Nottingham Forest hafa farið mikinn og eftir kaupin á Morgan Gibbs-White frá Wolves fyrir yfir 40 milljónir í vikunni er eyðsla liðsins orðin 142 milljónir, og 137 umfram sölur. Premier League clubs have today (Friday) broken the record for one summer's transfer spending, with 12 days of this window remaining. The £1.465bn so far beats the £1.43bn from 2017. Seven of the 20 clubs have spent £100m+ each, led by Chelsea & Forest. pic.twitter.com/AJyq1Y4KmM— Nick Harris (@sportingintel) August 19, 2022 Alls hafa sjö lið; West Ham, Arsenal, Tottenham, Wolves og Manchester City, auk ofan nefndu félaganna tveggja, borgað umfram 100 milljónir í sumar. Manchester United mun þá bætast við þann lista þegar það gengur frá kaupum á fyrrnefndum Brasilíumönnum síðar í sumar. Manchester City sker sig þó úr frá öðrum stórum liðum þar sem félagið hefur selt fyrir töluvert meira en það hefur keypt. Það er eina liðið sem hefur selt fyrir meira en 100 milljónir, alls 168 milljónir punda, og hefur það því skilað rúmlega 63 milljóna punda hagnaði þegar litið er til kaupa og sala. Allan listann má sjá í tístinu að ofan.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira