Sport

Guðni hafnaði í ellefta sæti á EM

Sindri Sverrisson og Hjörtur Leó Guðjónsson skrifa
Guðni Valur Guðnason keppir á EM í München.
Guðni Valur Guðnason keppir á EM í München. Getty/Simon Hofmann

Guðni Valur Guðnason hafnaði í ellefta sæti í úrslitum kringlukasts á EM í frjálsum íþróttum sem nú fer fram í München. 

Þetta var í fyrsta sinn sem að Guðni keppir í úrslitum á stórmóti en Ísland á tvo fulltrúa í úrslitum á EM í ár því í gær keppti Hilmar Örn Jónsson í sleggjukasti.

Guðni atti meðal annars kappi við lærisveina frjálsíþróttaþjálfarans Vésteins Hafsteinssonar, þá Daniel Ståhl og Simon Pettersson.

Guðni átti erfitt uppdráttar í kvöld og fyrstu tvö köstin hans voru ógild. Það fyrra fór í netið og þá rann Guðni til í öðru kasti sínu. Þriðja kast hans var þó gilt þar sem hann kastaði sléttann 61 meter, en það dugði honum aðeins í ellefta sæti.

Það var Litháinn Mykolas Alekna sem bar sigur úr býtun, en hann bætti meistaramótsmetið þegar hann kastaði 69,78m. Annar varð Slóveninn Kristjan Ceh með kast upp á 68,28 og Bretinn Lawrence Okoye átti þriðja lengsta kast kvöldsins þegar hann kastaði 67,14m.

Svíarnir Simon Petterssen og Daniel Ståhl, lærisveinar Vésteins Hafsteinssonar, höfnuðu í fjórða og fimmta sæti. Pettersson kastaði 67,12m og Ståhl 66,39m.


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.