Skýjaborgir í boði Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar 17. ágúst 2022 07:00 Samfylkingin, með borgarstjóra í fararbroddi, lofuðu fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2014 að börn sem náð hefðu 18 mánaða aldri fengju leikskólavistun. Það loforð var ekki efnt. Sama var upp á teningnum fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2018 nema þá laut svikna kosningaloforðið að dagvistunarplássum barna sem hefðu náð 12 til 18 mánaða aldri. Efnið var svo endurtekið fyrir borgarstjórnarkosningarnar síðastliðið vor, svo sem kröftugur hópur foreldra hefur gert kunngjört með mótmælaaðgerðum undanfarna daga. Þegar valdhafar í Ráðhúsi Reykjavíkur geta ekki staðið við gefin loforð í leikskólamálum eru gefnar upp margvíslegar ástæður fyrir því. Með þessum útskýringum, sem flokka má undir blekkingarstjórnmál, er ætlunin að drepa málinu á dreif. Jafnframt er embættismönnum núverandi meirihluta borgarstjórnar att út á foraðið og þeir látnir standa í stafni í fjölmiðlum til að varpa ljósi á stöðu mála. Mesta spennan við samningu fjölmiðlafyrirsagna er þá að í mótun sé „minnisblað um leikskólamál“. Öll þessi vinnubrögð geta vart talist til eftirbreytni. Hvað er til ráða? Að mínu viti er engin ein töfralausn til sem brúar bilið milli lok fæðingarorlofs foreldra og þar til barn á rétt á dagvistun í leikskóla eða hjá dagforeldri. Lykilatriði er að margvíslegar lausnir séu í boði þannig að foreldrar hafi raunverulegt val um úrræði. Í því sambandi má nefna fjölbreyttara rekstrarform leikskóla, fjölgun sjálfstætt starfandi leikskólum og að dagforeldrakerfið sé eflt. Huga mætti einnig að því að styrkja forsendur fyrir foreldrarekna leikskóla. Jafnframt ætti heldur ekki að útiloka þann valkost að veita foreldrum styrk sem kjósa að vera heima með börn sín til tveggja ára aldurs. Ágæt byrjun í þessum málum væri að hlúa að þeim fjölbreyttu lausnum sem tiltækar eru og slaufa skýjaborgum sem reglulega eru settar fram í boði Samfylkingarinnar. Höfundur situr fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Sjálfstæðisflokkurinn Helgi Áss Grétarsson Skóla - og menntamál Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin, með borgarstjóra í fararbroddi, lofuðu fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2014 að börn sem náð hefðu 18 mánaða aldri fengju leikskólavistun. Það loforð var ekki efnt. Sama var upp á teningnum fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2018 nema þá laut svikna kosningaloforðið að dagvistunarplássum barna sem hefðu náð 12 til 18 mánaða aldri. Efnið var svo endurtekið fyrir borgarstjórnarkosningarnar síðastliðið vor, svo sem kröftugur hópur foreldra hefur gert kunngjört með mótmælaaðgerðum undanfarna daga. Þegar valdhafar í Ráðhúsi Reykjavíkur geta ekki staðið við gefin loforð í leikskólamálum eru gefnar upp margvíslegar ástæður fyrir því. Með þessum útskýringum, sem flokka má undir blekkingarstjórnmál, er ætlunin að drepa málinu á dreif. Jafnframt er embættismönnum núverandi meirihluta borgarstjórnar att út á foraðið og þeir látnir standa í stafni í fjölmiðlum til að varpa ljósi á stöðu mála. Mesta spennan við samningu fjölmiðlafyrirsagna er þá að í mótun sé „minnisblað um leikskólamál“. Öll þessi vinnubrögð geta vart talist til eftirbreytni. Hvað er til ráða? Að mínu viti er engin ein töfralausn til sem brúar bilið milli lok fæðingarorlofs foreldra og þar til barn á rétt á dagvistun í leikskóla eða hjá dagforeldri. Lykilatriði er að margvíslegar lausnir séu í boði þannig að foreldrar hafi raunverulegt val um úrræði. Í því sambandi má nefna fjölbreyttara rekstrarform leikskóla, fjölgun sjálfstætt starfandi leikskólum og að dagforeldrakerfið sé eflt. Huga mætti einnig að því að styrkja forsendur fyrir foreldrarekna leikskóla. Jafnframt ætti heldur ekki að útiloka þann valkost að veita foreldrum styrk sem kjósa að vera heima með börn sín til tveggja ára aldurs. Ágæt byrjun í þessum málum væri að hlúa að þeim fjölbreyttu lausnum sem tiltækar eru og slaufa skýjaborgum sem reglulega eru settar fram í boði Samfylkingarinnar. Höfundur situr fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun