Lífið

Dönsk prinsessa að skilja

Atli Ísleifsson skrifar
Natalía prinsessa og Alexander prins við útför Ríkharðs, höður Natalíu, árið 2017.
Natalía prinsessa og Alexander prins við útför Ríkharðs, höður Natalíu, árið 2017. Getty

Danska prinsessan Natalía og eiginmaður hennar, Alexander Johannsmann, hafa ákveðið að skilja eftir ellefu ára hjónaband. Þau gengu í hjónaband í Bad Berleburg árið 2011 og eiga saman tvö börn.

Danska konungshöllin staðfestir skilnaðinn í samtali við Billed-Bladet.

Hin 47 ára Natalía prinsessa er yngsta dóttir Benediktu prinsessu og Ríkharðs prins. Benedikta er yngri systir Margrétar Þórhildar Danadrottningar.

Natalía og Alexander kynntust á hestasýningu árið 2006, en prinsessan hefur alla tíð haft mikinn áhuga á hestum og hestaíþróttum.

„Ég hélt að hún hefði umsjón með hestum. Mig grunaði ekki að hún væri prinsessa,“ sagði Alexander í samtali við Billed Bladet árið 2010.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.