Lið hinnar fangelsuðu Brittney Griner komst í úrslitakeppnina án hennar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2022 14:30 Skylar Diggins-Smith í leik með Phoenix Mercury á móti Connecticut Sun sama dag og Brittney Griner var dæmd í níu ára fangelsi í Rússlandi. Getty/M. Anthony Nesmith Phoenix Mercury tryggði sér sæti í úrslitakeppni WNBA-deildarinnar í körfubolta um helgina en þetta er tíunda árið í röð sem liðið spilar um titilinn. Tímabilið í ár er sérstakt vegna þess að einn allra besti leikmaður liðsins situr í fangelsi í Moskvu og hefur gert það síðan í febrúar. View this post on Instagram A post shared by Phoenix Mercury (@phoenixmercury) Brittney Griner var dæmd í níu ára fangelsi á dögunum fyrir eiturlyfjasmygl en hún var handtekinn á flugvelli í Rússlandi með hassolíu í fórum sínum. Griner notaði hana í rafrettu sína og var með minna ein eitt gramm á sér. Mercury þurfti því að spila án miðherja síns á þessu tímabili, liðið fékk til sín miðherjann Tinu Charles en hún fór á miðju tímabili og í síðustu vikunni þurfti Phoenix liðið síðan að spila án bæði þeirra Diönu Taurasi og Skylar Diggins-Smith. Phoenix Mercury var stofnað árið 1997 og er eitt af stofnfélögum WNBA-deildarinnar. Liðið hefur unnið þrjá meistaratitla og þetta verður sautjánda úrslitakeppnin hjá félaginu. Sandy Brondello var rekin fyrir tímabilið eftir átta ára starf og þrátt fyrir að koma liðinu í lokaúrslitin í fyrra. Í stað hennar tók við Vanessa Nygaard sem hafði aldrei þjálfað áður úi WNBA-deildinni. View this post on Instagram A post shared by Phoenix Mercury (@phoenixmercury) Leikmenn Mercury hafa talað um það allt tímabilið hvað raunir Griner í Rússlandi hafi reynt mikið á liðið. Þær þurftu að spila leik 4. ágúst eftir að hafa horft upp á liðsfélaga sinn vera dæmda í níu ára fangelsi fyrr um daginn. Skylar Diggins-Smith, einn besti leikmaður liðsins, var mikið niðri fyrir þegar hún ræddi við fjölmiðla eftir þann leik og hefur ekki spilað með liðinu síðan vegna persónulegra ástæðna. Taurasi, stigahæsti leikmaður allra tíma, hefur ekki spilað frá 2. ágúst vegna meiðsla. Þrátt fyrir allt þetta þá tókst Mercury liðinu að komast í úrslitakeppnina þar sem liðið hefur verið á hverju ári frá 2012. Liðið endaði í fjórða sæti í Vesturdeildinni og mætir Las Vegas Aces í fyrstu umferðinni. Magnað afrek hjá liðinu en um leið er bara hægt að ímynda sér hvað þær hefðu gert með hina frábæru Brittney Griner undir körfunni. View this post on Instagram A post shared by Phoenix Mercury (@phoenixmercury) NBA Mál Brittney Griner Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Tímabilið í ár er sérstakt vegna þess að einn allra besti leikmaður liðsins situr í fangelsi í Moskvu og hefur gert það síðan í febrúar. View this post on Instagram A post shared by Phoenix Mercury (@phoenixmercury) Brittney Griner var dæmd í níu ára fangelsi á dögunum fyrir eiturlyfjasmygl en hún var handtekinn á flugvelli í Rússlandi með hassolíu í fórum sínum. Griner notaði hana í rafrettu sína og var með minna ein eitt gramm á sér. Mercury þurfti því að spila án miðherja síns á þessu tímabili, liðið fékk til sín miðherjann Tinu Charles en hún fór á miðju tímabili og í síðustu vikunni þurfti Phoenix liðið síðan að spila án bæði þeirra Diönu Taurasi og Skylar Diggins-Smith. Phoenix Mercury var stofnað árið 1997 og er eitt af stofnfélögum WNBA-deildarinnar. Liðið hefur unnið þrjá meistaratitla og þetta verður sautjánda úrslitakeppnin hjá félaginu. Sandy Brondello var rekin fyrir tímabilið eftir átta ára starf og þrátt fyrir að koma liðinu í lokaúrslitin í fyrra. Í stað hennar tók við Vanessa Nygaard sem hafði aldrei þjálfað áður úi WNBA-deildinni. View this post on Instagram A post shared by Phoenix Mercury (@phoenixmercury) Leikmenn Mercury hafa talað um það allt tímabilið hvað raunir Griner í Rússlandi hafi reynt mikið á liðið. Þær þurftu að spila leik 4. ágúst eftir að hafa horft upp á liðsfélaga sinn vera dæmda í níu ára fangelsi fyrr um daginn. Skylar Diggins-Smith, einn besti leikmaður liðsins, var mikið niðri fyrir þegar hún ræddi við fjölmiðla eftir þann leik og hefur ekki spilað með liðinu síðan vegna persónulegra ástæðna. Taurasi, stigahæsti leikmaður allra tíma, hefur ekki spilað frá 2. ágúst vegna meiðsla. Þrátt fyrir allt þetta þá tókst Mercury liðinu að komast í úrslitakeppnina þar sem liðið hefur verið á hverju ári frá 2012. Liðið endaði í fjórða sæti í Vesturdeildinni og mætir Las Vegas Aces í fyrstu umferðinni. Magnað afrek hjá liðinu en um leið er bara hægt að ímynda sér hvað þær hefðu gert með hina frábæru Brittney Griner undir körfunni. View this post on Instagram A post shared by Phoenix Mercury (@phoenixmercury)
NBA Mál Brittney Griner Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira