Lukaku skoraði í endurkomu sinni

Romelu Lukaku stangar hér boltann í netið. 
Romelu Lukaku stangar hér boltann í netið.  Vísir/Getty

Romelu Lukaku sem snéri aftur til Inter Milan eftir eitt keppnistímabil hjá Chelsea í sumar var ekki lengi að láta til sín taka. Lukaku kom Inter Milan yfir eftir tveggja mínútna leik. 

Matteo Darmian átti stoðsendinguna í marki belgíska landsliðsframherjans. 

Assan Ceesay jafnaði svo metin fyrir Lecce í upphafi seinni hálfleiks. Denzel Dumfries, sem kom inná sem varamaður um miðbik seinni hálfleiks skoraði síðan dramatískt sigurmark í uppbótartíma leiksins. 

Það var Lautaro Martinez sem lagði upp markið sem Dumfries skoraði. 

Þórir Jóhann Helgason kom inná sem varamaður þegar rúmur stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Þórir Jóhann spilaði inni á miðsvæðinu. 

Getty

Hjörtur Hermannsson varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net þegar lið hans, Pisa, beið 4-3 ósigur, í leik sínum við Cittadella í fyrstu umferðinni í ítölsku B-deildinni.  

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.