Sexan hengd upp í rjáfur til heiðurs Bill Russell | Hvað gerir LeBron James? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. ágúst 2022 07:00 LeBron James og Bill Russell fyrir hartnær áratug er LeBron leiddi Miami Heat til sigurs í NBA deildinni. LeBron lék í treyju númer 6 hjá Miami líkt og hann gerði á síðustu leiktíð hjá Los Angeles Lakers en Russell lék allan sinn feril í treyju númer 6. Kevin C. Cox/Getty Images NBA deildin í körfubolta hefur ákveðið að hengja treyju númer 6 upp í rjáfur til heiðurs goðsögninni Bill Russell. Það þýðir að aldrei aftur mun neinn spila í treyju númer 6 í NBA deildinni. LeBron James, ein skærasta stjarna deildarinnar lék í treyju númer 6 á síðustu leiktíð og því spurning hvaða númer hann mun bera á bakinu er deildin hefst á nýjan leik í haust. Bill Russell, sigursælasti leikmaður NBA deildarinnar frá upphafi, lést þann 31. júlí síðastliðinn. Hann var 88 ára gamall. Hann hafði glímt við veikindi en í tilkynningu frá fjölskyldu Russell segir að hann hafi kvatt þennan heim friðsællega með eiginkonu sína sér við hlið. Russell varð ellefu sinnum NBA meistari á ferli sínum með Boston Celtics á árunum 1956-1969 og var fimm sinnum valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar en enginn leikmaður hefur unnið deildina jafn oft. Russell er goðsögn í körfuboltaheiminum um allan heim og í miklum metum í íþróttasamfélaginu í Bandaríkjunum en hann og íshokkíleikmaðurinn Henri Richard eru sigursælustu íþróttamennirnir í bandarískum hópíþróttum frá upphafi. The NBA will retire the No. 6 league-wide honoring the late, legendary player and activist Bill Russell.— Shams Charania (@ShamsCharania) August 11, 2022 Hann lék jafnan í treyju númer 6 hjá Boston Celtics og var það treyjunúmer sett upp í rjáfur TD Garden þegar Russell hætti að spila. Nú hefur NBA deildin ákveðið að gera slíkt hið sama. Aðeins hafði tveimur íþróttamönnum í sögu bandarískra íþrótta hlotnast sá heiður áður. Hafnaboltamaðurinn Jackie Robinson (númer 42) og íshokkíleikmaðurinn Wayne Gretzky (númer 99). Players to have their jersey number retired league-wide:Jackie RobinsonWayne GretzkyBill RussellLegends. pic.twitter.com/DcRlPoDPuA— StatMuse (@statmuse) August 11, 2022 Á síðustu leiktíð voru alls 14 leikmenn númer 6 í NBA deildinni. Stærsta nafnið er án efa LeBron James en reikna má með að hann fari aftur í sitt gamla númer, 23. Hann hefur leikið í treyjum númer 6 og 23 til skiptis á ferli sínum. Önnur stór nöfn sem þurfa að finna sér ný treyjunúmer eru Alex Caruso, Lou Williams, Montrezl Harrell og Kristaps Prozingis. LeBron James fær ekki að leika aftur í treyju númer 6.Robert Gauthier/Getty Images Körfubolti NBA Tímamót Mest lesið Eygló Fanndal er Íþróttamaður ársins 2025 Sport Luke Littler rústaði úrslitaleiknum og er aftur heimsmeistari Sport „Þetta ár var klárlega stærsta árið á ferlinum“ Sport McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Golf Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Körfubolti Íþróttaeldhugi ársins endurvakti ungmennafélag Sport Tíu Malímenn lentu undir en unnu samt Fótbolti Jón Arnar nýjasti meðlimurinn í Heiðurshöll ÍSÍ Sport Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Enski boltinn 24 fengu atkvæði í kjöri Íþróttamanns ársins í ár Sport Fleiri fréttir „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Sjá meira
Bill Russell, sigursælasti leikmaður NBA deildarinnar frá upphafi, lést þann 31. júlí síðastliðinn. Hann var 88 ára gamall. Hann hafði glímt við veikindi en í tilkynningu frá fjölskyldu Russell segir að hann hafi kvatt þennan heim friðsællega með eiginkonu sína sér við hlið. Russell varð ellefu sinnum NBA meistari á ferli sínum með Boston Celtics á árunum 1956-1969 og var fimm sinnum valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar en enginn leikmaður hefur unnið deildina jafn oft. Russell er goðsögn í körfuboltaheiminum um allan heim og í miklum metum í íþróttasamfélaginu í Bandaríkjunum en hann og íshokkíleikmaðurinn Henri Richard eru sigursælustu íþróttamennirnir í bandarískum hópíþróttum frá upphafi. The NBA will retire the No. 6 league-wide honoring the late, legendary player and activist Bill Russell.— Shams Charania (@ShamsCharania) August 11, 2022 Hann lék jafnan í treyju númer 6 hjá Boston Celtics og var það treyjunúmer sett upp í rjáfur TD Garden þegar Russell hætti að spila. Nú hefur NBA deildin ákveðið að gera slíkt hið sama. Aðeins hafði tveimur íþróttamönnum í sögu bandarískra íþrótta hlotnast sá heiður áður. Hafnaboltamaðurinn Jackie Robinson (númer 42) og íshokkíleikmaðurinn Wayne Gretzky (númer 99). Players to have their jersey number retired league-wide:Jackie RobinsonWayne GretzkyBill RussellLegends. pic.twitter.com/DcRlPoDPuA— StatMuse (@statmuse) August 11, 2022 Á síðustu leiktíð voru alls 14 leikmenn númer 6 í NBA deildinni. Stærsta nafnið er án efa LeBron James en reikna má með að hann fari aftur í sitt gamla númer, 23. Hann hefur leikið í treyjum númer 6 og 23 til skiptis á ferli sínum. Önnur stór nöfn sem þurfa að finna sér ný treyjunúmer eru Alex Caruso, Lou Williams, Montrezl Harrell og Kristaps Prozingis. LeBron James fær ekki að leika aftur í treyju númer 6.Robert Gauthier/Getty Images
Körfubolti NBA Tímamót Mest lesið Eygló Fanndal er Íþróttamaður ársins 2025 Sport Luke Littler rústaði úrslitaleiknum og er aftur heimsmeistari Sport „Þetta ár var klárlega stærsta árið á ferlinum“ Sport McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Golf Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Körfubolti Íþróttaeldhugi ársins endurvakti ungmennafélag Sport Tíu Malímenn lentu undir en unnu samt Fótbolti Jón Arnar nýjasti meðlimurinn í Heiðurshöll ÍSÍ Sport Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Enski boltinn 24 fengu atkvæði í kjöri Íþróttamanns ársins í ár Sport Fleiri fréttir „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Sjá meira