Sport

Járnnunnan kláraði enn eina þríþrautina nú 92 ára gömul

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þríþrautarkonan Madonna Buder á ferðinni fyrir nokkrum árum en hún er enn að þrátt fyrir að vera nýorðin 92 ára gömul.
Þríþrautarkonan Madonna Buder á ferðinni fyrir nokkrum árum en hún er enn að þrátt fyrir að vera nýorðin 92 ára gömul. Getty/Daniel Karmann

Madonna Buder er elsta konan í sögunni til að klára Járnkarlinn í þríþrautinni og í gær kláraði hún þríþrautakeppnina á bandaríska aldursflokkamótinu í þríþraut.

Madonna er fædd 24. júlí 1930 og hélt því upp á 92 ára afmælið sitt í síðasta mánuði.

Hún synti, hjólaði og hljóp á meistaramótinu í Milwaukee í gær og kom í mark við mikinn fögnuð eins og sjá má hér fyrir neðan.

Madonna var einu sinni nunna og hefur verið kölluð Járnnunnan.

Hún byrjaði að æfa þríþraut þegar hún var 48 ára gömul en það var presturinn hennar sem hvatti hana til þess til að örva huga, líkama og sál.

Hún keppti fyrst í þríþraut 52 ára gömul og kláraði sinn fyrsta Járnkarl þegar hún var 55 ára.

Hún hefur haldið uppteknum hætti síðan og hefur nú klárað hátt í 400 þríþrautir og 45 Járnkarla á ferlinum.

Þegar hún kláraði Járnkarl á Hawaii árið 2005, þá 75 ára, setti hún heimsmet yfir elstu konu til að klára hann. Hún bætti það met á sama móti árið eftir.

Madonna Buder hefur verið dugleg við það á sínum íþróttaferli að safna pening fyrir góðgerðasamtök.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.