Körfubolti

Almar Orri í úr­vals­liði Evrópu­móts lands­liða 18 ára og yngri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Almar Orri fyrir miðju.
Almar Orri fyrir miðju. FIBA

Ísland stóð sig frábærlega í B-deild Evrópumóts undir 18 ára en mótið hefur farið fram í Rúmeníu undanfarna daga. 

Ísland endaði í 4. sæti mótsins eftir tap gegn Finnlandi um bronsið en einn leikmaður íslenska liðsins lék það vel að hann var valinn í úrvalslið mótsins. Sá heitir Almar Orri Atlason er nýbúinn að skrifa undir nýjan samning við uppeldisfélag sitt KR.

Almar Orri fór – eins og verðlaunin gefa til kynna – mikinn á mótinu og var sérstaklega tekinn fyrir af sérfræðingi sem starfar meðal annars fyrir ESPN.

„Almar Atlason átti eina bestu frammistöðu sem ég hef séð í sumar, er hann leiddi Ísland í undanúrslitin á EM U18,“ sagði Jonathan Givony á Twitter-síðu sinni um frammistöðu Almars Orra gegn Bosníu í átta liða úrslitum mótsins.

Fór það svo að Svíþjóð vann mótið eftir að leggja Danmörku í úrslitum, 79-66. Í kjölfarið var fimm manna úrvalslið mótsins tilkynnt og var Almar Orri meðal þeirra fimm sem skipa liðið. Alls skoraði Almar Orri 18 stig að meðaltali í leik á mótinu ásamt því að taka 11 fráköst og gefa 2 stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×