Innlent

Sak­felldir fyrir að fé­flétta mann á ní­ræðis­aldri

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Dómarinn féllst ekki á skýringar bræðranna. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Dómarinn féllst ekki á skýringar bræðranna. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Trumpf

Þrír sænskir bræður hafa verið dæmdir í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa fengið rúmlega áttatíu ára gamlan mann til gefa sér íbúð. Bræðurnir aðstoðuðu manninn við búslóðarflutning í fyrra en þekktu hann ekki að öðru leyti.

Bræðurnir höfðu myndband undir höndum þar sem maðurinn kvaðst ætla að gefa þeim íbúðina af fúsum og frjálsum vilja. Dómari mat sönnunargagnið ótrúverðugt og sagði það þvert á móti staðfesta að maðurinn hafi ekki áttað sig á gjörðum sínum. 

Fyrir dómi héldu bræðurnir fast við fyrri skýringar, sem dómari taldi ekki halda vatni, en Sænska ríkisútvarpið greinir frá því að maðurinn hafi látist í febrúar á þessu ári.

Rétt þótti að dæma bræðurna þrjá í þriggja ára fangelsi fyrir brotið. Lögmaður bræðranna furðar sig á dómnum og kveðst mögulega ætla að áfrýja.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.