„Vil bara að þau séu sett til hliðar“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. ágúst 2022 19:28 Arndís komst ekki leiðar sinnar í gær vegna Hopp-hjóls sem búið var að leggja yfir þvera gangstéttina. Skjáskot Arndís Hrund Guðmarsdóttir notar hjólastól og hefur upp á síðkastið lent í því í að komast ekki ferðar sinnar vegna rafhlaupahjóla sem búið er að leggja þvert yfir gangstéttina. Hún hefur ekkert á móti hjólunum sjálfum en telur menningarbreytingar þörf svo fólk leggi hjólunum betur. Eiginmaður Arndísar, Árni Ragnheiðar Salómonsson, birti mynd á Facebook í gær af Arndísi og hundi þeirra, Ísari, fyrir framan Hopp-hjól sem búið var að leggja rammskökku á miðri gangstéttinni þannig að þau komust ekki leiðar sinn. Í færslunni skrifaði hann „Við Arndís, Ísar og Árni erum ekki á móti leiguhlaupahjólum en þegar menningin er að leggja þeim svona þá...“ og skrifaði svo til viðbótar „bætum menninguna og leggjum þeim til hliðar!“ Fólk sem notar hjólastóla, er á hækjum eða með barnavagna verði fyrir áhrifum Blaðamaður heyrði í Arndísi til að spyrja út í atvikið og lagningu rafhlaupahjóla. Arndís segist ekki lenda oft í því að komast ekki leiðar sinnar vegna hjóla á miðjum gangstéttum en það komi fyrir og hún hafi jafnframt heyrt frá mörgum vinum sínum sem hafi lent í sambærilegum atvikum. Hún bætir við að þetta hafi aukist eftir að Hopp-hjólin og önnur leigurafhjól komu til sögunnar. Það sleppi þegar hún hafi einhvern með sér til að færa hjólið en ef hún er ein á ferð getur hún ekkert gert nema að gera sér langa lykkju. Arndís telur að breyti þurfi menningunni svo notendur leigurafhjóla leggi hjólum sínum betur og fólk komist leiðar sinnar.Skjáskot. Það séu hins vegar ekki bara rafhlaupahjólin sem geta valdið þessu heldur gerist þetta einnig þegar fólk leggur bílum sínum upp á stétt. „Þetta er óþægilegt af því stundum hef ég lent í því að þurfa að fara lengst til baka niður götuna og eftir krókaleiðum til að komast fram hjá og aftur upp á gangstéttina,“ segir Arndís. Þá segir Arndís að það sé ekki bara fólk sem notar hjólastóla sem lendi í vandræðum með að komast leiðar sinnar vegna þessa heldur líka fólk með barnavagna og fólk á hækjum. Arndís segist samt alls ekki vera á móti hjólunum, hún vill „bara að þau séu sett til hliðar“ og telur að það þurfi að skapa menningu fyrir því að fólk leggi hjólunum sínum betur svo fólk komist leiðar sinnar. Jafnréttismál Samgöngur Rafhlaupahjól Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Eiginmaður Arndísar, Árni Ragnheiðar Salómonsson, birti mynd á Facebook í gær af Arndísi og hundi þeirra, Ísari, fyrir framan Hopp-hjól sem búið var að leggja rammskökku á miðri gangstéttinni þannig að þau komust ekki leiðar sinn. Í færslunni skrifaði hann „Við Arndís, Ísar og Árni erum ekki á móti leiguhlaupahjólum en þegar menningin er að leggja þeim svona þá...“ og skrifaði svo til viðbótar „bætum menninguna og leggjum þeim til hliðar!“ Fólk sem notar hjólastóla, er á hækjum eða með barnavagna verði fyrir áhrifum Blaðamaður heyrði í Arndísi til að spyrja út í atvikið og lagningu rafhlaupahjóla. Arndís segist ekki lenda oft í því að komast ekki leiðar sinnar vegna hjóla á miðjum gangstéttum en það komi fyrir og hún hafi jafnframt heyrt frá mörgum vinum sínum sem hafi lent í sambærilegum atvikum. Hún bætir við að þetta hafi aukist eftir að Hopp-hjólin og önnur leigurafhjól komu til sögunnar. Það sleppi þegar hún hafi einhvern með sér til að færa hjólið en ef hún er ein á ferð getur hún ekkert gert nema að gera sér langa lykkju. Arndís telur að breyti þurfi menningunni svo notendur leigurafhjóla leggi hjólum sínum betur og fólk komist leiðar sinnar.Skjáskot. Það séu hins vegar ekki bara rafhlaupahjólin sem geta valdið þessu heldur gerist þetta einnig þegar fólk leggur bílum sínum upp á stétt. „Þetta er óþægilegt af því stundum hef ég lent í því að þurfa að fara lengst til baka niður götuna og eftir krókaleiðum til að komast fram hjá og aftur upp á gangstéttina,“ segir Arndís. Þá segir Arndís að það sé ekki bara fólk sem notar hjólastóla sem lendi í vandræðum með að komast leiðar sinnar vegna þessa heldur líka fólk með barnavagna og fólk á hækjum. Arndís segist samt alls ekki vera á móti hjólunum, hún vill „bara að þau séu sett til hliðar“ og telur að það þurfi að skapa menningu fyrir því að fólk leggi hjólunum sínum betur svo fólk komist leiðar sinnar.
Jafnréttismál Samgöngur Rafhlaupahjól Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira