Er einhver skortur á bjánum hjá ríkissaksóknara? Eva Hauksdóttir skrifar 22. júlí 2022 13:26 Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að hælisleitandi hafi sagt satt. Viðbrögð vararíkissaksóknara eru þau að birta opinberlega yfirlýsinguum að hælisleitendur ljúgi. Að auki spyr hann hvort sé einhver skortur á hommum á Íslandi, rétt eins og það væri grundvöllur alþjóðlegrar verndar. Ég segi það enn og aftur - þú skáldar ekki þennan skít. Aðsent Hér er annaðhvort um að ræða skammarlegt þekkingarleysi eða einbeittan vilja embættismanns til að afvegaleiða almenning. Hvort heldur er réttara þá er færslan til þess fallin að valda misskilningi og kynda undir fordómum. Það er því rétt að benda á mikilvægan mun á tveimur af mörgum forsendum þess að veita útlendingum dvalarleyfi. Einnig er vert að skoða ummæli vararíkissaksóknara í ljósi þeirra mannréttinda að fá að lifa með reisn. Grundvöllur dvalarleyfis Skortur á starfsfólki getur verið grundvöllur dvalarleyfis. Þá er hugmyndin sú að það sé eftirsóknarvert, fyrir einstaka atvinnugreinar, hagkerfið og oft menninguna, að fá útlendinga til hjálpar. Því eigi að greiða fyrir því að útlendingar geti búið og unnið á Íslandi um lengri eða skemmri tíma. Þegar fólki er veitt alþjóðleg vernd (hæli, eins og það er kallað í daglegu tali) er markmiðið ekki það að dvalarleyfi útlendings eigi sérstaklega að gagnast ríkinu. Vitaskuld á að stefna að því að flóttafólk fái vinnu og leggi sitt af mörkum til samfélagsins. En forsendan fyrir dvöl þess er sú að það eigi ekki raunhæfan kost á að njóta mannréttinda í heimalandi sínu og þessvegna hafi alþjóðasamfélagið sérstakar skyldur gagnvart því. Mannréttindavernd sem grundvöllur dvalarleyfis Mannréttindi eru víðtæk en í megindráttum fela þau í sér fjórþættan rétt; þ.e. rétt til lífs, frelsis, öryggis og mannhelgi. Öll mannréttindaákvæði þjóna þessum meginreglum. Öllum ríkjum ber skylda til að setja lög um það hvernig þessum réttindum skuli háttað, hvernig megi takmarka þau og hvaða afleiðingar það eigi að hafa ef brotið er gegn þeim. Ríkjunum ber einnig skylda til þess að framfylgja lögum sem sett eru mannréttindum til verndar. Samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmálum eru ríkin skuldbundin til að vernda ríkisfangslausa, og ríkisborgara annarra landa, þegar þeirra eigin ríki bregðast skyldu sinni til að tryggja mannréttindi og framfylgja þeim. Einn þáttur í því að framfylgja þeirri kvöð gagnvart hælisleitendum er skylda stjórnvalda til að rannsaka mál þeirra til hlítar áður en tekin er íþyngjandi ákvörðun sem getur stefnt mannréttindum þeirra í voða. Hér á landi eru það Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála sem fara með þá rannsóknarskyldu. Mannhelgi og rétturinn til að lifa með reisn Mannhelgi felur í sér rétt til sæmdar. Ekki aðeins vernd gegn ómannúðlegri meðferð, heldur rétt til að njóta jafnréttis, virðingar, einkalífs, æruverndar og samviskufrelsis. Menn eiga rétt á því að lifa með reisn, sem þýðir m.a. að þeir eiga ekki að þurfa að sitja undir niðurlægingum vegna þess hverjir þeir eru og hvernig þeir lifa sínu einkalífi. Allra síst af hálfu stjórnvalda og embættismanna. Í sumum ríkjum býr hinsegin fólk við svo slaka mannréttindavernd að það getur beinlínis kostað það lífið ef kynhneigð þess er sýnileg. Í fleiri ríkjum ógnar það frelsi þess ef upp kemst. Ennþá fleiri ríki vanrækja það að tryggja öryggi hinsegin fólks þar sem lögum er ekki framfylgt og glæpir gegn hinsegin fólki hafa því engar afleiðingar. Rétti hinsegin fólks til að lifa með reisn er svo illa framfylgt að fáum dettur einu sinni í hug að sækja um alþjóðlega vernd á þeirri forsendu einni að stjórnvöld í heimaríkjum þess hafi vanrækt að sporna gegn því að kynhegðun þess sé notuð sem réttlæting fyrir mismunun og niðurlægingu. Í sumum ríkjum hefur það engar afleiðingar að synja hinsegin fólki um vinnu, húsnæði, menntun, heilsugæslu og aðra þjónustu. Gegn réttinum til sæmdar Ég held að vararíkissaksóknari, Helgi Magnús Gunnarsson, viti þetta allt. Engu að síður leyfir hann sér að tala af virðingarleysi um fólk sem í örvæntingu flýr samfélög sín og allt sem það þekkir í von um tækifæri til að lifa við öryggi og frelsi. Hann ræðst gegn rétti manna til sæmdar og það á bæði við um einstaklinga og hópa. Hann hagar orðum sínum þannig að ætla mætti að maðurinn sem um er fjallað í fréttinni sem hann deilir hafi vísvitandi gefið rangar upplýsingar og það þótt dómstóll hafi komist að annarri niðurstöðu. Þannig ræðst embættismaðurinn gegn mannorði einstaklings. Hann fullyrðir að auðvitað ljúgi "þeir" og gefur þannig sterklega í skyn að almennt megi ætla að flóttafólk ljúgi til um aðstæður sínar. Þetta tiltæki vararíkissaksóknara er ærumeiðandi í garð þessa manns sem neyddist til að leita til dómstóla þar sem stjórnsýslan brást því hlutverki að vernda mannréttindi hans. Og það er ekki langt seilst að kalla ummælin rógburð gegn minnihlutahópi. Þau eru reyndar mun skæðari en sumt af því fordómarausi áhrifalausra borgara sem dómstólar hafa flokkað sem hatursorðræðu. Færsla vararíkissaksóknara vekur áleitnar spurningar um það hvort maðurinn skilji stöðu sína nógu vel. Og þetta er reyndar ekkert í fyrsta eða annað sinn sem framganga hans, hvort heldur er á vinnustað eða á opinberum vettvangi vekur almenning til umhugsunar um það hversvegna í ósköpunum hann hafi valist í áhrifa- og valdastöður. Spurningin um það hvort skortur sé á hommum á Íslandi er jafn hálfvitaleg og spurningin um það hvort nokkur skortur sé á bjánum hjá embætti ríkissaksóknara. Tilgangurinn með því að veita hinsegin fólki alþjóðlega vernd er ekki sá að bæta úr hommaskorti á íslenskri grund. Ekki frekar en tilgangurinn með því að hafa Helga Magnús Gunnarsson á launum hjá ríkinu sé sá að bæta úr skorti á bjánakeppum í áhrifa- og valdastöðum. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Hælisleitendur Eva Hauksdóttir Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að hælisleitandi hafi sagt satt. Viðbrögð vararíkissaksóknara eru þau að birta opinberlega yfirlýsinguum að hælisleitendur ljúgi. Að auki spyr hann hvort sé einhver skortur á hommum á Íslandi, rétt eins og það væri grundvöllur alþjóðlegrar verndar. Ég segi það enn og aftur - þú skáldar ekki þennan skít. Aðsent Hér er annaðhvort um að ræða skammarlegt þekkingarleysi eða einbeittan vilja embættismanns til að afvegaleiða almenning. Hvort heldur er réttara þá er færslan til þess fallin að valda misskilningi og kynda undir fordómum. Það er því rétt að benda á mikilvægan mun á tveimur af mörgum forsendum þess að veita útlendingum dvalarleyfi. Einnig er vert að skoða ummæli vararíkissaksóknara í ljósi þeirra mannréttinda að fá að lifa með reisn. Grundvöllur dvalarleyfis Skortur á starfsfólki getur verið grundvöllur dvalarleyfis. Þá er hugmyndin sú að það sé eftirsóknarvert, fyrir einstaka atvinnugreinar, hagkerfið og oft menninguna, að fá útlendinga til hjálpar. Því eigi að greiða fyrir því að útlendingar geti búið og unnið á Íslandi um lengri eða skemmri tíma. Þegar fólki er veitt alþjóðleg vernd (hæli, eins og það er kallað í daglegu tali) er markmiðið ekki það að dvalarleyfi útlendings eigi sérstaklega að gagnast ríkinu. Vitaskuld á að stefna að því að flóttafólk fái vinnu og leggi sitt af mörkum til samfélagsins. En forsendan fyrir dvöl þess er sú að það eigi ekki raunhæfan kost á að njóta mannréttinda í heimalandi sínu og þessvegna hafi alþjóðasamfélagið sérstakar skyldur gagnvart því. Mannréttindavernd sem grundvöllur dvalarleyfis Mannréttindi eru víðtæk en í megindráttum fela þau í sér fjórþættan rétt; þ.e. rétt til lífs, frelsis, öryggis og mannhelgi. Öll mannréttindaákvæði þjóna þessum meginreglum. Öllum ríkjum ber skylda til að setja lög um það hvernig þessum réttindum skuli háttað, hvernig megi takmarka þau og hvaða afleiðingar það eigi að hafa ef brotið er gegn þeim. Ríkjunum ber einnig skylda til þess að framfylgja lögum sem sett eru mannréttindum til verndar. Samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmálum eru ríkin skuldbundin til að vernda ríkisfangslausa, og ríkisborgara annarra landa, þegar þeirra eigin ríki bregðast skyldu sinni til að tryggja mannréttindi og framfylgja þeim. Einn þáttur í því að framfylgja þeirri kvöð gagnvart hælisleitendum er skylda stjórnvalda til að rannsaka mál þeirra til hlítar áður en tekin er íþyngjandi ákvörðun sem getur stefnt mannréttindum þeirra í voða. Hér á landi eru það Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála sem fara með þá rannsóknarskyldu. Mannhelgi og rétturinn til að lifa með reisn Mannhelgi felur í sér rétt til sæmdar. Ekki aðeins vernd gegn ómannúðlegri meðferð, heldur rétt til að njóta jafnréttis, virðingar, einkalífs, æruverndar og samviskufrelsis. Menn eiga rétt á því að lifa með reisn, sem þýðir m.a. að þeir eiga ekki að þurfa að sitja undir niðurlægingum vegna þess hverjir þeir eru og hvernig þeir lifa sínu einkalífi. Allra síst af hálfu stjórnvalda og embættismanna. Í sumum ríkjum býr hinsegin fólk við svo slaka mannréttindavernd að það getur beinlínis kostað það lífið ef kynhneigð þess er sýnileg. Í fleiri ríkjum ógnar það frelsi þess ef upp kemst. Ennþá fleiri ríki vanrækja það að tryggja öryggi hinsegin fólks þar sem lögum er ekki framfylgt og glæpir gegn hinsegin fólki hafa því engar afleiðingar. Rétti hinsegin fólks til að lifa með reisn er svo illa framfylgt að fáum dettur einu sinni í hug að sækja um alþjóðlega vernd á þeirri forsendu einni að stjórnvöld í heimaríkjum þess hafi vanrækt að sporna gegn því að kynhegðun þess sé notuð sem réttlæting fyrir mismunun og niðurlægingu. Í sumum ríkjum hefur það engar afleiðingar að synja hinsegin fólki um vinnu, húsnæði, menntun, heilsugæslu og aðra þjónustu. Gegn réttinum til sæmdar Ég held að vararíkissaksóknari, Helgi Magnús Gunnarsson, viti þetta allt. Engu að síður leyfir hann sér að tala af virðingarleysi um fólk sem í örvæntingu flýr samfélög sín og allt sem það þekkir í von um tækifæri til að lifa við öryggi og frelsi. Hann ræðst gegn rétti manna til sæmdar og það á bæði við um einstaklinga og hópa. Hann hagar orðum sínum þannig að ætla mætti að maðurinn sem um er fjallað í fréttinni sem hann deilir hafi vísvitandi gefið rangar upplýsingar og það þótt dómstóll hafi komist að annarri niðurstöðu. Þannig ræðst embættismaðurinn gegn mannorði einstaklings. Hann fullyrðir að auðvitað ljúgi "þeir" og gefur þannig sterklega í skyn að almennt megi ætla að flóttafólk ljúgi til um aðstæður sínar. Þetta tiltæki vararíkissaksóknara er ærumeiðandi í garð þessa manns sem neyddist til að leita til dómstóla þar sem stjórnsýslan brást því hlutverki að vernda mannréttindi hans. Og það er ekki langt seilst að kalla ummælin rógburð gegn minnihlutahópi. Þau eru reyndar mun skæðari en sumt af því fordómarausi áhrifalausra borgara sem dómstólar hafa flokkað sem hatursorðræðu. Færsla vararíkissaksóknara vekur áleitnar spurningar um það hvort maðurinn skilji stöðu sína nógu vel. Og þetta er reyndar ekkert í fyrsta eða annað sinn sem framganga hans, hvort heldur er á vinnustað eða á opinberum vettvangi vekur almenning til umhugsunar um það hversvegna í ósköpunum hann hafi valist í áhrifa- og valdastöður. Spurningin um það hvort skortur sé á hommum á Íslandi er jafn hálfvitaleg og spurningin um það hvort nokkur skortur sé á bjánum hjá embætti ríkissaksóknara. Tilgangurinn með því að veita hinsegin fólki alþjóðlega vernd er ekki sá að bæta úr hommaskorti á íslenskri grund. Ekki frekar en tilgangurinn með því að hafa Helga Magnús Gunnarsson á launum hjá ríkinu sé sá að bæta úr skorti á bjánakeppum í áhrifa- og valdastöðum. Höfundur er lögmaður.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun