Innlent

Tilraun til ráns með leikfangabyssu á Laugavegi

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Laugavegur.
Laugavegur. Vísir/Vilhelm

Maður var handtekinn rétt eftir klukkan tvö í dag vegna tilraunar til ráns í lyfjaverslun á Laugavegi. Maðurinn var í annarlegu ástandi og notaði leikfangabyssu til að ógna starfsfólki.

Erna Dís Gunnarsdóttir, hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu. Hún segir þann grunaða hafa verið handtekinn áður en tjón varð. 

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að ungur maður í annarlegu ástandi hafi reynt að ræna lyfjaverslun og hafi ógnað starfsfólki með byssu sem síðar kom í ljós að var leikfangabyssa. 

RÚV greindi fyrst frá og segir lögreglu enn við störf á vettvangi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.