Jöfn tækifæri til strandveiða Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 8. júlí 2022 14:01 Síðan strandveiðum var komið á af ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna árið 2009 hafa markmiðin verið sú að opna á takmarkaðar veiðar fyrir þá aðila sem ekki hafa aðgöngumiða, yfirráð yfir aflamarki eða krókaflamarki. Auk þess að styrkja sjávarbyggðir, sérstaklega hinar minni. Sá réttur tel ég eiga að vera jafn fyrir sjávarbyggðir hringinn í kringum landið, en ekki háður því hvenær „verðmætasti“ fiskurinn birtist. Þessar veiðar hafa hleypt lífi í margar smábátahafnir í mínu kjördæmi, í Fjallbyggð, Norðurþingi, Langanesbyggð, Vopnafirði, Múlaþingi og Fjarðabyggð. Þar sem áður voru tómar smábátahafnir er nú iðandi atvinnulíf. Síðan veiðarnar hófust hefur verið bætt við í strandveiðipottinn, þannig var potturinn 4800 tonn fyrsta heila sumarið, árið 2010. Nú er potturinn rúm 11 þúsund tonn. Vegna þess hve veiðarnar hafa gengið vel víða um landið virðist stefna í það að Norðausturkjördæmi verði af verðmætasta tímanum. Það helgast af því að fiskgengd er seinni á NA horninu og því kemur verðmætasti fiskurinn ekki inn á grunnslóð fyrr en síðsumars. Þannig tel ég að það væri smábátasjómönnum í mínu kjördæmi til heilla að það væri farið yfir það á Alþingi hvernig skipta mætti þessum takmörkuðu verðmætum á réttlátari hátt milli svæða. Jafnræði þarf við skiptingu verðmæta Við sem störfum við stjórnmál og erum á vinstri kanti stjórnmálanna erum alla daga að fást við skiptingu og forgangsröðun. Hvernig skiptum við hlutum, skiptum við þeim jafnt eða skiptum við þeim eftir þörf. Mismunandi atriði skipta máli hverju sinni. Við forgangsröðum barnabótum til þeirra sem hafa lágar tekjur, frekar en að lægri upphæð dreifist jafnt á alla. Við skiptum rétti til töku fæðingarorlofs jafnt milli foreldra og svona mætti fara yfir flest allt sem viðkemur stjórnmálum með gleraugum jafnræðis. Þegar kemur að strandveiðum tel ég að við eigum að horfa til upprunalegu markmiða kerfisins, við þurfum að gefa íbúum jöfn tækifæri til að stunda strandveiðar. Eins og kerfið hefur alla tíð virkað hefur það ekki verið nægjanlega jafnt. Þannig hallaði á Vesturland og Vestfirði fyrir afnám svæðaskiptingar sem leiddi til þess að mun fleiri dagar voru í boði á öðrum svæðum. Það var óréttlátt og þurfti að leiðrétta. En núverandi fyrirkomulag býr til annarskonar ójafnræði, sem er það að smábátasjómenn á Norðausturhorninu verða af þeim tíma þar sem þeir geta haft mest upp úr veiðunum. Sumir þeirra gerast nú farandverkamenn og eru á vertíð fjarri heimilum sínum á NA horninu til þess að afla fjölskyldum sínum tekna. Því tel ég að það eigi að leita að leið sem skiptir þessu jafnar. Þar mætti t.a.m. horfa til hversu margir hafa skráð sig á svæði áður en að skiptingin er ákveðin. Þannig væri hægt að skipta með jafnari hætti. Vettvangurinn til að útkljá skiptingu á verðmætum sem ríkið útdeilir er Alþingi – enda erum við til þess kosin að taka afstöðu. Mín afstaða er sú að við eigum að taka umræðuna um hvernig við skiptum strandveiðipottinum jafnar. Því þangað til að sigurinn vinnst og hægt verður að tryggja 48 daga, með ásættanlegum potti, fyrir alla umhverfis landið þá verður að hugsa um jöfnuð. Skrefin til breytinga skipta máli og þess vegna fagna ég því að matvælaráðherra hyggist leggja fram frumvarp um jafnari skiptingu strandveiðipottsins. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Vinstri græn Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Sjá meira
Síðan strandveiðum var komið á af ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna árið 2009 hafa markmiðin verið sú að opna á takmarkaðar veiðar fyrir þá aðila sem ekki hafa aðgöngumiða, yfirráð yfir aflamarki eða krókaflamarki. Auk þess að styrkja sjávarbyggðir, sérstaklega hinar minni. Sá réttur tel ég eiga að vera jafn fyrir sjávarbyggðir hringinn í kringum landið, en ekki háður því hvenær „verðmætasti“ fiskurinn birtist. Þessar veiðar hafa hleypt lífi í margar smábátahafnir í mínu kjördæmi, í Fjallbyggð, Norðurþingi, Langanesbyggð, Vopnafirði, Múlaþingi og Fjarðabyggð. Þar sem áður voru tómar smábátahafnir er nú iðandi atvinnulíf. Síðan veiðarnar hófust hefur verið bætt við í strandveiðipottinn, þannig var potturinn 4800 tonn fyrsta heila sumarið, árið 2010. Nú er potturinn rúm 11 þúsund tonn. Vegna þess hve veiðarnar hafa gengið vel víða um landið virðist stefna í það að Norðausturkjördæmi verði af verðmætasta tímanum. Það helgast af því að fiskgengd er seinni á NA horninu og því kemur verðmætasti fiskurinn ekki inn á grunnslóð fyrr en síðsumars. Þannig tel ég að það væri smábátasjómönnum í mínu kjördæmi til heilla að það væri farið yfir það á Alþingi hvernig skipta mætti þessum takmörkuðu verðmætum á réttlátari hátt milli svæða. Jafnræði þarf við skiptingu verðmæta Við sem störfum við stjórnmál og erum á vinstri kanti stjórnmálanna erum alla daga að fást við skiptingu og forgangsröðun. Hvernig skiptum við hlutum, skiptum við þeim jafnt eða skiptum við þeim eftir þörf. Mismunandi atriði skipta máli hverju sinni. Við forgangsröðum barnabótum til þeirra sem hafa lágar tekjur, frekar en að lægri upphæð dreifist jafnt á alla. Við skiptum rétti til töku fæðingarorlofs jafnt milli foreldra og svona mætti fara yfir flest allt sem viðkemur stjórnmálum með gleraugum jafnræðis. Þegar kemur að strandveiðum tel ég að við eigum að horfa til upprunalegu markmiða kerfisins, við þurfum að gefa íbúum jöfn tækifæri til að stunda strandveiðar. Eins og kerfið hefur alla tíð virkað hefur það ekki verið nægjanlega jafnt. Þannig hallaði á Vesturland og Vestfirði fyrir afnám svæðaskiptingar sem leiddi til þess að mun fleiri dagar voru í boði á öðrum svæðum. Það var óréttlátt og þurfti að leiðrétta. En núverandi fyrirkomulag býr til annarskonar ójafnræði, sem er það að smábátasjómenn á Norðausturhorninu verða af þeim tíma þar sem þeir geta haft mest upp úr veiðunum. Sumir þeirra gerast nú farandverkamenn og eru á vertíð fjarri heimilum sínum á NA horninu til þess að afla fjölskyldum sínum tekna. Því tel ég að það eigi að leita að leið sem skiptir þessu jafnar. Þar mætti t.a.m. horfa til hversu margir hafa skráð sig á svæði áður en að skiptingin er ákveðin. Þannig væri hægt að skipta með jafnari hætti. Vettvangurinn til að útkljá skiptingu á verðmætum sem ríkið útdeilir er Alþingi – enda erum við til þess kosin að taka afstöðu. Mín afstaða er sú að við eigum að taka umræðuna um hvernig við skiptum strandveiðipottinum jafnar. Því þangað til að sigurinn vinnst og hægt verður að tryggja 48 daga, með ásættanlegum potti, fyrir alla umhverfis landið þá verður að hugsa um jöfnuð. Skrefin til breytinga skipta máli og þess vegna fagna ég því að matvælaráðherra hyggist leggja fram frumvarp um jafnari skiptingu strandveiðipottsins. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun