Innlent

Maður sagður hafa staðið á öskrinu í Grafar­vogi

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Maðurinn tjáði lögreglu að hann ætlaði heim til sín að sofa úr sér.
Maðurinn tjáði lögreglu að hann ætlaði heim til sín að sofa úr sér. Vísir/Vilhelm

Lögreglu á höfuðborgarsvæðinu barst í nótt tilkynning um tilraun til ráns á veitingahúsi í miðbæ Reykjavíkur þar sem maður var sagður hafa ógnað starfsfólki með hníf. Hann var handtekinn stuttu síðar og vistaður í fangageymslu.

Í dagbók lögreglu segir að einnig hafi lögreglu verið tilkynnt um aðila sem væri að brjótast inn í bifreiðar í miðbæn Reykjavíkur og fannst hann stuttu síðar.

Óður maður er í dagbók lögreglu sagður standa á öskri í Grafarvogi í nótt á ógnandi hátt. Þegar lögregla hitti á manninn hafði hann róast og tjáði lögreglu að hann ætlaði heim til sín að sofa úr sér.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.