Handbolti

Sagosen þarf að fara í aðra að­gerð eftir hræði­legt ökkla­brot

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sander Sagosen í leik gegn Íslandi.
Sander Sagosen í leik gegn Íslandi. EPA-EFE/Zsolt Szigetvary

Norðmaðurinn Sandor Sagosen var borinn af velli vegna ökklabrots í leik Kiel og Hamburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í síðasta mánuði. Hann þarf að fara í aðra aðgerð vegna meiðslanna og gæti misst af HM í janúar næstkomandi.

Sagosen missteig sig hrapallega í leik Kiel og Hamburg. Var farið með hann beinustu leið á sjúkrahús þar sem brotið var staðfest en talið var að hann yrði frá í sex til átta mánuði vegna brotsins. 

Þar með var strax ljóst að HM væri í hættu en nú, tæpum mánuði síðar þarf hann að fara aðra aðgerð þar sem beinið er ekki að gróa rétt.

Frá þessu er greint á norska fjölmiðlinum TV2. Þar segir að þessi 26 ára gamli leikmaður þurfi að fara undir hnífinn á nýjan leik til að fá bóta sinna mein.

Hann er af mörgum talinn einn besti leikmaður heims í dag og hefur leikið með stórliðum Álaborgar, París Saint-German og Kiel á ferli sínum. Sagosen hefur svo samið við Kolstad um að spila með liðinu á næsta ári og verður þar með samherji Janusar Daða Smárasonar og Sigvalda Bjarna Guðjónssonar. 

Hvenær Sagosen mun leika sinn fyrsta leik fyrir félagið er hins vegar óvíst eftir tíðindi dagsins.


Tengdar fréttir

Sagosen fær sand af seðlum hjá Kolstad

Norska handboltastjarnan Sander Sagosen þarf ekki að hafa áhyggjur af afkomunni eftir að hann gengur í raðir Kolstad sumarið 2023.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.