Reykjavíkurborg og börnin í Vogabyggð – Þegar yfirvald tapar tilverurétti sínum Hallur Þór Sigurðarson skrifar 27. júní 2022 08:01 Hvers vegna erum við með opinbert yfirvald? Stutta svarið er að yfirvaldinu er ætlað að tryggja öryggi einstaklinga, sem undir það heyra. Ein grunnstoða lýðræðisins er sú tilhögun að einstaklingar framselji takmarkaðan hluta af frelsi sínu í skiptum fyrir meira öryggi, til að auka velferð sína. Yfirvald sem missir sjónar á þessu grefur undan tilverurétti sínum og tapar honum. Þetta eru valdhafar Reykjavíkurborgar að gera núna, að því er virðist, með fullri meðvitund. Borgaryfirvöld skipulögðu 1100-1300 íbúða reit í Vogabyggð. Þar er nú að myndast blómleg byggð fjölda íbúa. Hverfið er í göngufæri við bæði Elliðaárdal og Laugardal. En hverfið er líka þannig í sveit sett, að börnin í hverfinu þurfa daglega að fara yfir Sæbrautina til að sækja skóla, frístundir, heimsækja vini o.s.frv. Börnum beint á hættulegustu gatnamót borgarinnar Það er skemmst frá því að segja að gatnamótin sem börnin þurfa að fara yfir, Skeiðarvogur/Kleppsmýrarvegur/Sæbraut, verða að teljast hættulegustu gatnamót borgarinnar fyrir gangandi eða hjólandi vegfarendur. Sérstaklega að teknu tilliti til þess fjölda gangandi vegfarenda, sem um gatnamótin fara á degi hverjum, með tilkomu hins nýja íbúðahverfis. Ekki þarf að fjölyrða um hraðann og umferðina á Sæbrautinni eða þungaflutningana, til og frá hafnar-, byggingar- og iðnaðarsvæðum hverfisins. Við þetta bætist að á gatnamótunum eru engin vegrið, ekkert skjól, fyrir gangandi vegfarendur. Sjálfur leita ég skjálfandi skjóls í falskri trú bak við umferðaljósastaur, þegar ég hafna á lófastórum fleti á miðjum gatnamótunum, með eða án barnanna minna. Á meðan brunar umferðin hjá á 70 – 90 km/klst í fáeinna sentimetra fjarlægð, fyrir framan mig og aftan. Þá má ekkert fara úrskeiðis. Umferðaljósin á þessum gatnamótunum bila líka óvenju oft og þá hef ég séð litla fætur sæta lagi og taka á sprett til að komast yfir götuna, áður en næsti bíll brunar hjá. Borgin gengur þvert á eigin áform Þetta er auðvitað galið og óverjandi ástand. Það vill engin vera borgarfulltrúi eða embættismaður þegar stórslys verður við svona kringumstæður. Hér liggur ábyrgðin. Samt er borgaryfirvöldum fullkunnugt um aðstæður og aðhafast ekki, í trássi við eigin skjalfestu áform og yfirlýsingar. Hér má fyrst vísa í þinglýstan samning við lóðahafa Vogabyggðar frá 2017. Samkvæmt honum hefði göngubrú yfir Sæbrautina átt að rísa 2019. Ekki er að finna neinn fyrirvara um að Sæbrautin færi fyrst í stokk eða annað í þá veruna. Þessu til viðbótar greinir mbl.is (23.6.2019) frá því að þegar uppbygging Vogabyggðar var kynnt 2015, hafi samhliða verið kynnt áform um göngubrú yfir Sæbraut; einnig að á fundi Skipulagsráðs í febrúar 2017 hafi verið kynnt frumdrög að göngubrú eða undirgöngum. Þessi áform ættu ekki að koma neinum á óvart. Öllum hefur verið ljóst, þá eins og nú, að uppbygging stórs íbúðahverfis austan Sæbrautar stofnar lífum vegfarenda í stórkostlega hættu við núverandi aðstæður. Það eina sem kemur á óvart er að í júní 2022 er engin göngubrú og ekkert bólar á slíkum framkvæmdum. Göngubrú strax Krafa íbúa í Vogabyggð er skýr og afdráttarlaus. Hún kom fram í nýlegri undirskriftasöfnun: Göngubrú yfir Sæbraut strax! Krafan er skilyrðis- og fölskvalaus. Hún er ekki pólitísk, hún er pólitíska forsendan sjálf. Hún er bæði öryggi og frelsi. Það skiptir nákvæmlega engu máli hversu vel borgaryfirvöld standa sig í að fjölga nýjum byggingarlóðum, skreyta svæði eða halda hátíðir, á meðan þetta er ekki gert. Það fylgir því kristaltær ábyrgð á öryggi íbúa að skipuleggja hverfi þúsunda, sem þurfa að sækja þjónustu og tómstundir yfir stofnbraut. Reykjavíkurborg og fulltrúar hennar, eiga tilveru sína og umboð undir því að setja öryggi barna í Vogabyggð í fyrsta forgang, að þeim sé ekki stofnað í stórkostlega hættu daglega. ALLT annað kemur þar á eftir. Höfundur er þriggja barna faðir í Dugguvogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Börn og uppeldi Umferðaröryggi Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Sjá meira
Hvers vegna erum við með opinbert yfirvald? Stutta svarið er að yfirvaldinu er ætlað að tryggja öryggi einstaklinga, sem undir það heyra. Ein grunnstoða lýðræðisins er sú tilhögun að einstaklingar framselji takmarkaðan hluta af frelsi sínu í skiptum fyrir meira öryggi, til að auka velferð sína. Yfirvald sem missir sjónar á þessu grefur undan tilverurétti sínum og tapar honum. Þetta eru valdhafar Reykjavíkurborgar að gera núna, að því er virðist, með fullri meðvitund. Borgaryfirvöld skipulögðu 1100-1300 íbúða reit í Vogabyggð. Þar er nú að myndast blómleg byggð fjölda íbúa. Hverfið er í göngufæri við bæði Elliðaárdal og Laugardal. En hverfið er líka þannig í sveit sett, að börnin í hverfinu þurfa daglega að fara yfir Sæbrautina til að sækja skóla, frístundir, heimsækja vini o.s.frv. Börnum beint á hættulegustu gatnamót borgarinnar Það er skemmst frá því að segja að gatnamótin sem börnin þurfa að fara yfir, Skeiðarvogur/Kleppsmýrarvegur/Sæbraut, verða að teljast hættulegustu gatnamót borgarinnar fyrir gangandi eða hjólandi vegfarendur. Sérstaklega að teknu tilliti til þess fjölda gangandi vegfarenda, sem um gatnamótin fara á degi hverjum, með tilkomu hins nýja íbúðahverfis. Ekki þarf að fjölyrða um hraðann og umferðina á Sæbrautinni eða þungaflutningana, til og frá hafnar-, byggingar- og iðnaðarsvæðum hverfisins. Við þetta bætist að á gatnamótunum eru engin vegrið, ekkert skjól, fyrir gangandi vegfarendur. Sjálfur leita ég skjálfandi skjóls í falskri trú bak við umferðaljósastaur, þegar ég hafna á lófastórum fleti á miðjum gatnamótunum, með eða án barnanna minna. Á meðan brunar umferðin hjá á 70 – 90 km/klst í fáeinna sentimetra fjarlægð, fyrir framan mig og aftan. Þá má ekkert fara úrskeiðis. Umferðaljósin á þessum gatnamótunum bila líka óvenju oft og þá hef ég séð litla fætur sæta lagi og taka á sprett til að komast yfir götuna, áður en næsti bíll brunar hjá. Borgin gengur þvert á eigin áform Þetta er auðvitað galið og óverjandi ástand. Það vill engin vera borgarfulltrúi eða embættismaður þegar stórslys verður við svona kringumstæður. Hér liggur ábyrgðin. Samt er borgaryfirvöldum fullkunnugt um aðstæður og aðhafast ekki, í trássi við eigin skjalfestu áform og yfirlýsingar. Hér má fyrst vísa í þinglýstan samning við lóðahafa Vogabyggðar frá 2017. Samkvæmt honum hefði göngubrú yfir Sæbrautina átt að rísa 2019. Ekki er að finna neinn fyrirvara um að Sæbrautin færi fyrst í stokk eða annað í þá veruna. Þessu til viðbótar greinir mbl.is (23.6.2019) frá því að þegar uppbygging Vogabyggðar var kynnt 2015, hafi samhliða verið kynnt áform um göngubrú yfir Sæbraut; einnig að á fundi Skipulagsráðs í febrúar 2017 hafi verið kynnt frumdrög að göngubrú eða undirgöngum. Þessi áform ættu ekki að koma neinum á óvart. Öllum hefur verið ljóst, þá eins og nú, að uppbygging stórs íbúðahverfis austan Sæbrautar stofnar lífum vegfarenda í stórkostlega hættu við núverandi aðstæður. Það eina sem kemur á óvart er að í júní 2022 er engin göngubrú og ekkert bólar á slíkum framkvæmdum. Göngubrú strax Krafa íbúa í Vogabyggð er skýr og afdráttarlaus. Hún kom fram í nýlegri undirskriftasöfnun: Göngubrú yfir Sæbraut strax! Krafan er skilyrðis- og fölskvalaus. Hún er ekki pólitísk, hún er pólitíska forsendan sjálf. Hún er bæði öryggi og frelsi. Það skiptir nákvæmlega engu máli hversu vel borgaryfirvöld standa sig í að fjölga nýjum byggingarlóðum, skreyta svæði eða halda hátíðir, á meðan þetta er ekki gert. Það fylgir því kristaltær ábyrgð á öryggi íbúa að skipuleggja hverfi þúsunda, sem þurfa að sækja þjónustu og tómstundir yfir stofnbraut. Reykjavíkurborg og fulltrúar hennar, eiga tilveru sína og umboð undir því að setja öryggi barna í Vogabyggð í fyrsta forgang, að þeim sé ekki stofnað í stórkostlega hættu daglega. ALLT annað kemur þar á eftir. Höfundur er þriggja barna faðir í Dugguvogi.
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar