Parker og stöllur hennar í Chicago Sky eru ríkjandi meistarar og tróna þær sem stendur á toppi Austurdeildarinnar. Mótstaðan í nótt var ekki mikil og var leikurinn svo gott sem búinn í hálfleik, staðan þá 54-25 Chicago Sky í vil.
Leiknum lauk með þægilegum 23 stiga sigri Chicago-liðsins og Parker skráði sig á sama tíma á spjöld sögunnar. Með því að skora 10 stig, gefa 10 stoðsendingar og taka 14 fráköst er Parker orðin þrennuhæsti leikmaður WNBA-deildarinnar frá upphafi.
Candace Parker tonight:
— Bleacher Report (@BleacherReport) June 24, 2022
10 PTS
14 REB
10 AST
She now has the most triple-doubles in WNBA HISTORY @HighlightHER pic.twitter.com/1iMYcGrmbp
Þessi 1.93 metra hái miðherji hefur fór illa með fyrrum samherja sína en hún lék með Sparks frá 2008 til 2020. Skipti hún yfir til Chicago á síðasta ári og varð meistari með liðinu.
Parker hefur tvívegis unnið WNBA-deildina, einu sinni verið kosin besti leikmaður úrslitaeinvígisins og tvisvar verið kosin besti leikmaður deildarinnar í heild sinni.
Hún bætir nú enn einni rósinni í hnappagatið með nýjasta afreki sínu.