Er kjarnorkuafvopnun á dagskrá ríkisstjórnarinnar? Guttormur Þorsteinsson skrifar 22. júní 2022 08:30 Í vikunni stendur yfir fyrsti fundur aðildarríkja að sáttmála Sameinuðu Þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum í Vín. Þetta er tímamótasamningur, sá fyrsti sem hefur öðlast gildi sem alþjóðalög og kveður á um algjört bann við notkun, framleiðslu og flutningi á kjarnorkuvopnum. Þrjú lönd bættust í hóp þeirra landa sem hafa fullgilt sáttmálann í tilefni fundarins, Grænhöfðaeyjar, Austur-Tímor og Grenada og þau eru því orðin 65 talsins. Ásamt þeim þjóðum sem hafa fullgilt sáttmálann mættu á fundinn áheyrnarfulltrúar frá Noregi, Þýskalandi, Belgíu, Hollandi og Ástralíu. Það gefur von um að það sé að kvarnast úr þeirri samstöðu sem Nató og önnur bandalagsríki Bandaríkjanna hafa sýnt gegn kjarnorkuafvopnun. Kjarnorkuveldin hafa auðvitað gert lítið úr þessum sáttmála sem beinist gegn valdi þeirra til að gjöreyða allri siðmenningu á Jörðinni. Þessi sömu kjarnorkuveldi skýla sér á bak við sáttmálann um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna sem þau hafa mörg hver fullgilt um leið og þau hunsa ákvæði hans um að þau skuli sjálf stefna að því að leggja niður vopnabúr sín. Nató hefur ekki tekið opinberlega afstöðu gegn sáttmálanum um bann við kjarnorkuvopnum en það má öllum vera ljóst að miklum þrýstingi hefur verið beint til þess að aðildarríki bandalagsins undirriti hann ekki. Þannig hefur t.d. fyrrverandi utanríkisráðherra líst því yfir að Ísland muni bara beita sér fyrir kjarnorkuafvopnun í samráði við ríki sem búa yfir kjarnorkuvopnun, þó að ljóst sé að það hefur ekki skilað neinum árangri síðustu ár. Á þessari öld hafa kjarnorkuveldin þvert á móti undið ofan af þeim árangri sem náðist í kjarnorkuafvopnun í kringum lok Kalda stríðsins. Samningurinn um bann við kjarnorkuvopnum er því besta leiðin til þess að vinna að kjarnorkuafvopnun og á sér fyrirmynd í sáttmálum um bann við jarðsprengjum og klasasprengjum. Hann er enn mikilvægari núna þegar kjarnorkuveldið Rússland heyir stríð nálægt landamærum kjarnorkuvopnabandalagsins Nató. Það er því ánægjulegt að sjá fulltrúa frá ríkjum Nató í samtali við aðildarríki sáttmálans en það er líka sorglegt að Ísland skuli ekki hafa verið þar á meðal. Hagsmunir Íslands af kjarnorkuafvopnun eru augljósir og hættan á kjarnorkuslysum í íslenskri lögsögu eða kjarnorkustríði er raunveruleg. Það er von Samtaka hernaðarandstæðinga að utanríkisráðuneytið, flokkar á Alþingi og ríkistjórnin fari að berjast af krafti fyrir yfirlýstri stefnu sinni um kjarnorkuvopnalaust land og frið á norðurslóðum með undirritun sáttmálans í samstarfi við þau lönd sem hafa tekið af skarið og bannað kjarnorkuvopn. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guttormur Þorsteinsson Kjarnorka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í vikunni stendur yfir fyrsti fundur aðildarríkja að sáttmála Sameinuðu Þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum í Vín. Þetta er tímamótasamningur, sá fyrsti sem hefur öðlast gildi sem alþjóðalög og kveður á um algjört bann við notkun, framleiðslu og flutningi á kjarnorkuvopnum. Þrjú lönd bættust í hóp þeirra landa sem hafa fullgilt sáttmálann í tilefni fundarins, Grænhöfðaeyjar, Austur-Tímor og Grenada og þau eru því orðin 65 talsins. Ásamt þeim þjóðum sem hafa fullgilt sáttmálann mættu á fundinn áheyrnarfulltrúar frá Noregi, Þýskalandi, Belgíu, Hollandi og Ástralíu. Það gefur von um að það sé að kvarnast úr þeirri samstöðu sem Nató og önnur bandalagsríki Bandaríkjanna hafa sýnt gegn kjarnorkuafvopnun. Kjarnorkuveldin hafa auðvitað gert lítið úr þessum sáttmála sem beinist gegn valdi þeirra til að gjöreyða allri siðmenningu á Jörðinni. Þessi sömu kjarnorkuveldi skýla sér á bak við sáttmálann um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna sem þau hafa mörg hver fullgilt um leið og þau hunsa ákvæði hans um að þau skuli sjálf stefna að því að leggja niður vopnabúr sín. Nató hefur ekki tekið opinberlega afstöðu gegn sáttmálanum um bann við kjarnorkuvopnum en það má öllum vera ljóst að miklum þrýstingi hefur verið beint til þess að aðildarríki bandalagsins undirriti hann ekki. Þannig hefur t.d. fyrrverandi utanríkisráðherra líst því yfir að Ísland muni bara beita sér fyrir kjarnorkuafvopnun í samráði við ríki sem búa yfir kjarnorkuvopnun, þó að ljóst sé að það hefur ekki skilað neinum árangri síðustu ár. Á þessari öld hafa kjarnorkuveldin þvert á móti undið ofan af þeim árangri sem náðist í kjarnorkuafvopnun í kringum lok Kalda stríðsins. Samningurinn um bann við kjarnorkuvopnum er því besta leiðin til þess að vinna að kjarnorkuafvopnun og á sér fyrirmynd í sáttmálum um bann við jarðsprengjum og klasasprengjum. Hann er enn mikilvægari núna þegar kjarnorkuveldið Rússland heyir stríð nálægt landamærum kjarnorkuvopnabandalagsins Nató. Það er því ánægjulegt að sjá fulltrúa frá ríkjum Nató í samtali við aðildarríki sáttmálans en það er líka sorglegt að Ísland skuli ekki hafa verið þar á meðal. Hagsmunir Íslands af kjarnorkuafvopnun eru augljósir og hættan á kjarnorkuslysum í íslenskri lögsögu eða kjarnorkustríði er raunveruleg. Það er von Samtaka hernaðarandstæðinga að utanríkisráðuneytið, flokkar á Alþingi og ríkistjórnin fari að berjast af krafti fyrir yfirlýstri stefnu sinni um kjarnorkuvopnalaust land og frið á norðurslóðum með undirritun sáttmálans í samstarfi við þau lönd sem hafa tekið af skarið og bannað kjarnorkuvopn. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun