Handbolti

„Tímabil sem byrjaði vel og endaði vel“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aðalsteinn Eyjólfsson náði frábærum árangri í vetur.
Aðalsteinn Eyjólfsson náði frábærum árangri í vetur. Kadetten

Aðalsteinn Eyjólfsson segist hafa lært mikið af þarsíðasta tímabili en hann stýrði liði sínu Kadetten til sigurs í svissnesku úrvalsdeildinni í handbolta í ár. Aðalsteinn hefur þjálfað liðið frá 2020 en hann hefur verið þjálfari erlendis frá árinu 2008.

Aðalsteinn er hér á landi vegna MasterCoach-námskeiðs en um er að ræða hæstu gráðu handboltaþjálfunar. Flestir ef ekki allir af færustu þjálfurum Íslands eru á landinu vegna námskeiðsins. Ræddi Aðalsteinn við Stöð 2 og Vísi um nýafstaðið tímabil.

„Í grunninn er þetta tímabil sem byrjaði vel og endaði vel, og allt þess á milli. Voðalega auðvelt að segja það núna. Við áttum mjög erfitt síðasta tímabil, lærðum mikið af því og gátum breytt mörgu í okkar nálgun á marga hluti. Lærdómsríkt ferli og góður vetur sem verður gott veganæsti í næsta tímabil.“

„Lentum illa í kórónuveirunni í fyrra og lentum í að þurfa að spila ótrúlega marga leiki á stuttum tíma, misstum marga leikmenn í meiðsli og yfirálag á þeim tíma. Var ákveðinn lærdómur sem við gátum tekið út úr því.“

„Svo sömuleiðis hvernig við settum upp hópinn, vera bæði með yngra lið og breiðari hóp. Svo er það oft þannig að þegar maður er á öðru ári verður conceptið allt léttara og menn ganga betur að sínum hlutverkum.“

Markmið Aðalsteins og Kadetten er alltaf að verða meistarar í Sviss og komast langt í Evrópu.

„Samkeppnin verður þéttari á næstu ári. Fleiri lið að koma inn og margir að leggja mikið í þetta þannig þetta verður alltaf erfiðara og erfiðara miðað við hvernig deildin er að þróast,“ sagði Aðalsteinn að lokum.


Tengdar fréttir

Ólafur til Sviss en meistararnir voru of seinir

Landsliðsmaðurinn Ólafur Guðmundsson mun leika í Sviss næsta vetur en hann hefur samið við Amicitia Zürich um að spila með liðinu. Þar með bætist enn í hóp íslensks handboltafólks hjá félaginu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.