„Að yfirburðirnir yrðu svona miklir lét ég mig ekki dreyma um“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2022 12:01 Guðjón Valur er þjálfari Gummersbach en liðið vann sér inn sæti í þýsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Twitter@vfl_gummersbach Guðjón Valur Sigurðsson náði fantaárangri í vetur sem þjálfari Gummersbach í þýsku B-deildinni í handbolta. Hann er á sínu öðru tímabili með liðið og mun stýra liðinu í þýsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. „Við unnum deildina nokkuð örugglega og náðum okkar markmiðmiðum og ég er bara mjög ánægður með það,“ sagði Guðjón Valur í viðtali við Stöð 2 og Vísi. Guðjón Valur er staddur hér á landi vegna MasterCoach-námskeiðs en um er að ræða hæstu gráðu handboltaþjálfunar. „Yfirburðirnir voru kannski meiri en ég gerði ráð fyrir. Það voru fjögur lið sem féllu niður í fyrra, ég vonaðist til að við myndum vera í toppbaráttunni og spila um annað tveggja sæta til að komast upp um deild. En að yfirburðirnir yrðu svona miklir lét ég mig ekki dreyma um. Það var sætt, við vorum komnir upp fyrir rúmum mánuði síðan en það voru önnur vandamál sem tóku við þá.“ Guðjón Valur var valinn þjálfari ársins. Hann segir þjálfarastarfið býsna ólíkt því að vera leikmaður. „Það er mjög gaman á sinn fallega hátt líka verð ég að segja. Ég hef virkilega gaman af þessu. Maður var duglegur að skrifa niður og punkta hjá sér þegar maður var sjálfur að spila. Ég hef ákveðna hugmynd um hvernig handbolta ég vill spila og hvernig leikmenn ég vill hafa í mínu liði en það eru alltaf einhverjar hraðahindranir á leiðinni og hvaða leiðir eru bestar til að ná árangri eru ótrúlega margar þannig.“ „Ég veit hversu vitlaus ég er.“ „Svo er ég heppinn, ég er með góða lærifeður sem ég hef leyfi að hringja í og spyrja spurninga þegar maður er í vandræðum. Þetta er lærdómur á hverjum degi, það er það skemmtilega við þetta. Ég er langt því frá að vita allt saman og vonandi einn af mínum styrkjum að ég veit af því, ég veit hversu vitlaus ég er.“ Stökkið er stórt úr B-deild upp í stærstu deild Evrópu, þýsku úrvalsdeildina. Guðjón Valur kveðst þó ekki vera farast úr áhyggjum. „Við erum búnir að loka leikmannahópnum fyrir næsta tímabil. Sumarfríið eru einhverjir dagar, skipulagning á undirbúningi er búin. Við erum búnir að festa alla okkar æfinga-, leiki, mót, búðir og svo framvegis. Svo kemur bara hitt í ljós síðar, hvar við stöndum og hversu góðir við erum,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson, þjálfari Gummersbach, að lokum. Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Í beinni: Ísland - Þýskaland | Úrslitaleikur í Innsbruck Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fleiri fréttir Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Í beinni: Ísland - Þýskaland | Úrslitaleikur í Innsbruck Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum Sjá meira
„Við unnum deildina nokkuð örugglega og náðum okkar markmiðmiðum og ég er bara mjög ánægður með það,“ sagði Guðjón Valur í viðtali við Stöð 2 og Vísi. Guðjón Valur er staddur hér á landi vegna MasterCoach-námskeiðs en um er að ræða hæstu gráðu handboltaþjálfunar. „Yfirburðirnir voru kannski meiri en ég gerði ráð fyrir. Það voru fjögur lið sem féllu niður í fyrra, ég vonaðist til að við myndum vera í toppbaráttunni og spila um annað tveggja sæta til að komast upp um deild. En að yfirburðirnir yrðu svona miklir lét ég mig ekki dreyma um. Það var sætt, við vorum komnir upp fyrir rúmum mánuði síðan en það voru önnur vandamál sem tóku við þá.“ Guðjón Valur var valinn þjálfari ársins. Hann segir þjálfarastarfið býsna ólíkt því að vera leikmaður. „Það er mjög gaman á sinn fallega hátt líka verð ég að segja. Ég hef virkilega gaman af þessu. Maður var duglegur að skrifa niður og punkta hjá sér þegar maður var sjálfur að spila. Ég hef ákveðna hugmynd um hvernig handbolta ég vill spila og hvernig leikmenn ég vill hafa í mínu liði en það eru alltaf einhverjar hraðahindranir á leiðinni og hvaða leiðir eru bestar til að ná árangri eru ótrúlega margar þannig.“ „Ég veit hversu vitlaus ég er.“ „Svo er ég heppinn, ég er með góða lærifeður sem ég hef leyfi að hringja í og spyrja spurninga þegar maður er í vandræðum. Þetta er lærdómur á hverjum degi, það er það skemmtilega við þetta. Ég er langt því frá að vita allt saman og vonandi einn af mínum styrkjum að ég veit af því, ég veit hversu vitlaus ég er.“ Stökkið er stórt úr B-deild upp í stærstu deild Evrópu, þýsku úrvalsdeildina. Guðjón Valur kveðst þó ekki vera farast úr áhyggjum. „Við erum búnir að loka leikmannahópnum fyrir næsta tímabil. Sumarfríið eru einhverjir dagar, skipulagning á undirbúningi er búin. Við erum búnir að festa alla okkar æfinga-, leiki, mót, búðir og svo framvegis. Svo kemur bara hitt í ljós síðar, hvar við stöndum og hversu góðir við erum,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson, þjálfari Gummersbach, að lokum.
Handbolti Þýski handboltinn Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Í beinni: Ísland - Þýskaland | Úrslitaleikur í Innsbruck Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fleiri fréttir Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Í beinni: Ísland - Þýskaland | Úrslitaleikur í Innsbruck Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik