Ólafur til Sviss en meistararnir voru of seinir Sindri Sverrisson skrifar 15. júní 2022 11:30 Ólafur Guðmundsson í leik með íslenska landsliðinu á EM í janúar. Hann missti af drjúgum hluta mótsins vegna kórónuveirusmits. Getty/Nikola Krstic Landsliðsmaðurinn Ólafur Guðmundsson mun leika í Sviss næsta vetur en hann hefur samið við Amicitia Zürich um að spila með liðinu. Þar með bætist enn í hóp íslensks handboltafólks hjá félaginu. Ólafur kemur til Zürich frá Montpellier í Frakklandi eftir erfitt tímabil hjá franska liðinu. Meiðsli settu þar stórt strik í reikninginn og Ólafur lék ekkert með Montpellier seinni hluta leiktíðar, eftir að hafa endað í 6. sæti með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í janúar. Hann stóðst hins vegar læknisskoðun hjá Zürich í dag og verður væntanlega kynntur til leiks hjá félaginu síðar í dag eða á morgun. Samkvæmt heimildum Vísis bauðst Ólafi einnig að fara til svissnesku meistaranna í Kadetten Schaffhausen, undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar, en hafnaði því enda voru viðræður við Zürich þá langt komnar. Áður en Ólafur fór til Frakklands í fyrra gerði hann garðinn frægan hjá sænska félaginu Kristianstad um árabil, þar sem hann var meðal annars fyrirliði. Hann hefur einnig leikið með Hannover-Burgdorf í Þýskalandi og Nordsjælland og AG Kaupmannahöfn í Danmörku en þessi 32 ára stórskytta hóf hins vegar ferilinn hjá FH. Ólafur verður þriðji Íslendingurinn hjá Amicitia Zürich því Harpa Rut Jónsdóttir, sem áður lék með Zug í Sviss, og markvörðurinn Sunna Guðrún Pétursdóttir úr KA/Þór sömdu báðar við félagið fyrir skömmu. Karlalið Zürich endaði í 5. sæti svissnesku úrvalsdeildarinnar í vor en komst í undanúrslit úrslitakeppninnar. Þar tapaði liðið hins vegar fyrir lærisveinum Aðalsteins Eyjólfssonar í Kadetten Schaffhausen sem svo lönduðu meistaratitlinum. Annar Íslendingur verður í herbúðum Kadetten á næstu leiktíð því Óðinn Þór Ríkharðsson, besti leikmaður Íslandsmótsins í vetur, skrifaði undir samning við félagið til þriggja ára. Handbolti Franski handboltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Sjá meira
Ólafur kemur til Zürich frá Montpellier í Frakklandi eftir erfitt tímabil hjá franska liðinu. Meiðsli settu þar stórt strik í reikninginn og Ólafur lék ekkert með Montpellier seinni hluta leiktíðar, eftir að hafa endað í 6. sæti með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í janúar. Hann stóðst hins vegar læknisskoðun hjá Zürich í dag og verður væntanlega kynntur til leiks hjá félaginu síðar í dag eða á morgun. Samkvæmt heimildum Vísis bauðst Ólafi einnig að fara til svissnesku meistaranna í Kadetten Schaffhausen, undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar, en hafnaði því enda voru viðræður við Zürich þá langt komnar. Áður en Ólafur fór til Frakklands í fyrra gerði hann garðinn frægan hjá sænska félaginu Kristianstad um árabil, þar sem hann var meðal annars fyrirliði. Hann hefur einnig leikið með Hannover-Burgdorf í Þýskalandi og Nordsjælland og AG Kaupmannahöfn í Danmörku en þessi 32 ára stórskytta hóf hins vegar ferilinn hjá FH. Ólafur verður þriðji Íslendingurinn hjá Amicitia Zürich því Harpa Rut Jónsdóttir, sem áður lék með Zug í Sviss, og markvörðurinn Sunna Guðrún Pétursdóttir úr KA/Þór sömdu báðar við félagið fyrir skömmu. Karlalið Zürich endaði í 5. sæti svissnesku úrvalsdeildarinnar í vor en komst í undanúrslit úrslitakeppninnar. Þar tapaði liðið hins vegar fyrir lærisveinum Aðalsteins Eyjólfssonar í Kadetten Schaffhausen sem svo lönduðu meistaratitlinum. Annar Íslendingur verður í herbúðum Kadetten á næstu leiktíð því Óðinn Þór Ríkharðsson, besti leikmaður Íslandsmótsins í vetur, skrifaði undir samning við félagið til þriggja ára.
Handbolti Franski handboltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Sjá meira