Á vef Balkan-Handball er greint frá því að fjárhagsvandræði stórliðs Vardar séu til skoðunar hjá Handknattleikssambandi Evrópu, EHF.
Til stendur að útiloka Vardar frá keppnum á vegum EHF á næstu leiktíð en Vardar hefur verið með sterkari liðum Evrópu undanfarin ár og vann Meistaradeildina tvívegis á þriggja ára tímabili frá 2017 til 2019.
Huge blow in the world of handball! According to information of @BalkanHandball the European Handball Federation has decided to ban the Champions League winners of 2017 and 2019, RK Vardar 1961, from next season s @ehfcl due to financial issues.https://t.co/pUknztQNAX#handball
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) June 20, 2022
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem EHF stendur í hótunum sem þessum í garð Vardar en fyrir ári síðan var félagið í sömu vandræðum. Félagið skuldaði EHF þá dágóða summu vegna þátttöku sinnar í Meistaradeild Evrópu.
Þá náði Vardar að semja við EHF en nú ári síðar er sama staðan komin upp. Samkvæmt frétt Balkan-Handball vill sambandið – líkt og í fyrra – fá eina milljón evra sem skilyrði fyrir þátttöku í Meistaradeild Evrópu.
Kórónufaraldurinn fór illa með Vardar sem hefur átt í gríðarlegum fjárhagsvandræðum undanfarin ár. Búist er við að EHF tilkynni ákvörðun sína í málinu undir lok vikunnar.