Hamla lífeyrissjóðir samkeppni? Aðalbjörn Sigurðsson skrifar 20. júní 2022 11:31 Hvað er hægt að gera til að hægja á verðhækkunum á vöru og þjónustu og þar með sporna við hækkun verðbólgu? Þáttastjórnendur Morgunútvarpsins á Rás 2 fengu Pál Gunnar Pálsson, framkvæmdastjóra Samkeppniseftirlitsins, til að ræða þess spurningu á dögunum. Það verður að segjast að Páll Gunnar hafði fá svör á takteinunum í viðtalinu - eða eiginlega bara eitt. Sem var að benda á lífeyrissjóði landsins og segja að þeir ættu að beita sér til að auka samkeppni á smásölumarkaði. Páll Gunnar kom reyndar ekki með dæmi um hvað sjóðirnir ættu að gera. Hvernig þeir ættu að beita sér. Skilaboðin voru eiginlega þau að ef þeir gerðu það væri hægt að leysa málið eins og fyrir galdra. Ég vil taka sérstaklega fram að Páll Gunnar nefndi ekki heldur dæmi um hvernig núverandi eignarhald sjóðanna í smásölufyrirtækjum eða öðrum fyrirtækjum á íslenskum hlutabréfamarkaði hamli samkeppni. Ef staðan væri allt önnur Horfum nú stuttlega fram hjá þeirri staðreynd að verðbólga á Íslandi er að stórum hluta keyrð áfram af verðhækkunum á húsnæðismarkaði. Einnig að vegna stríðsátaka í Úkraínu og rofa í framleiðslukeðju heimsins í kjölfar heimsfaraldurs hefur verð á hrávöru um allan heim snarhækkað síðustu misseri. Sem leiðir til þess að verðbólga í Bandaríkjunum og Evrópu er sambærileg þeirri sem mælist í dag á Íslandi. Horfum fram hjá þessu öllu og segjum að verðhækkanir séu tilkomnar vegna skorts á samkeppni á íslenskum markaði. Aðallega vegna kröfu eigenda stærstu smásölufyrirtækja landsins um hagnað. Sem er auðvitað fullkomlega fráleitt. En gott og vel. Uppskipting markaðar Ef það væri raunin – hvernig ættu lífeyrissjóðir landsins þá að beita sér? Ættu framkvæmdastjórar þeirra að hringja í stjórnendur einstakra félaga að biðja þá um að lækka verð á papriku, lambalærum og Pepsí einn daginn? Grísasnitseli, gulrótum og mjólk þann næsta? Varla. Hvað ef sjóðirnir sammælast um að eiga bara hlut í einu smásölufyrirtæki hver, eins og Páll Gunnar hefur gefið í skyn að myndi hjálpa til við að auka samkeppni? Segjum að það verði niðurstaðan – hvernig á að framkvæma það? Ef ákvörðunin yrði í höndum hvers sjóðs fyrir sig gæti sú staða komið upp allir myndu ákveða að eiga áfram í t.d. Högum en selja sig út úr Skel og Festi. Það þyrfti væntanlega að koma í veg fyrir það – en hvernig? Eiga stjórnir stærstu lífeyrissjóða landsins að setjast niður og skipta markaðnum á milli sín? Halda fund þar sem ákveðið væri að Gildi einbeiti sér að Högum, LSR fái að eiga hlut í Festi og Live í Skel? Eftir stendur samt sú spurning hvernig sú staða að hver sjóður ætti aðeins í einu þessara félaga myndi auka sjálfkrafa samkeppni og þar með lækka vöruverð. Þolinmótt fjármagn Þá standa eftir óljós skilaboð um að lífeyrissjóðirnir geri það stranga kröfu um hagnað að smásölufyrirtæki í eigu þeirra geti ekki lækkað verð til neytenda. Sem aftur er fráleitt. Lífeyrissjóðir gera margvíslegar kröfur til fyrirtækja sem þeir fjárfesta í. Þeir leggja að sjálfsögðu áherslu á að þau séu vel rekin en ekki síður að þau sýni samfélagslega ábyrgð. Um slíkt er til dæmis fjallað í hluthafastefnu Gildis þar sem segir í fimmtu grein: Gildi-lífeyrissjóður leggur áherslu á að þau félög sem hann fjárfestir í fylgi lögboðnum og góðum stjórnarháttum… fylgi lögum og reglum og gæti að samfélagslegri ábyrgð, umhverfismálum og viðskiptasiðferði. Lífeyrissjóðir hafa efni á að fjárfesta í fyrirtækjum sem huga að samfélagslegri ábyrgð enda eru þeir bæði öflugir og þolinmóðir fjárfestar. Ef smásölufyrirtæki gæfi út að það ætli að lækka tímabundið verð til neytenda meðan mestu verðhækkanir dynja á landanum þá myndu lífeyrissjóðirnir ekki kippa sér upp við það. Enda hlyti það að teljast gott viðskiptasiðferði og væri einmitt dæmi um þá samfélagslegu ábyrgð sem sjóðirnir hvetja til. Lífeyrissjóðir myndu ekki beita sér fyrir að þeirri ákvörðun yrði hnekkt vegna kröfu um aukna arðsemi. Þeir myndu ekki selja sig út úr fyrirtækinu í mótmælaskyni. Frekar en að þeir sporni á einhvern hátt gegn samkeppni. Höfundur er forstöðumaður Samskipta hjá Gildi lífeyrissjóði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Samkeppnismál Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Hvað er hægt að gera til að hægja á verðhækkunum á vöru og þjónustu og þar með sporna við hækkun verðbólgu? Þáttastjórnendur Morgunútvarpsins á Rás 2 fengu Pál Gunnar Pálsson, framkvæmdastjóra Samkeppniseftirlitsins, til að ræða þess spurningu á dögunum. Það verður að segjast að Páll Gunnar hafði fá svör á takteinunum í viðtalinu - eða eiginlega bara eitt. Sem var að benda á lífeyrissjóði landsins og segja að þeir ættu að beita sér til að auka samkeppni á smásölumarkaði. Páll Gunnar kom reyndar ekki með dæmi um hvað sjóðirnir ættu að gera. Hvernig þeir ættu að beita sér. Skilaboðin voru eiginlega þau að ef þeir gerðu það væri hægt að leysa málið eins og fyrir galdra. Ég vil taka sérstaklega fram að Páll Gunnar nefndi ekki heldur dæmi um hvernig núverandi eignarhald sjóðanna í smásölufyrirtækjum eða öðrum fyrirtækjum á íslenskum hlutabréfamarkaði hamli samkeppni. Ef staðan væri allt önnur Horfum nú stuttlega fram hjá þeirri staðreynd að verðbólga á Íslandi er að stórum hluta keyrð áfram af verðhækkunum á húsnæðismarkaði. Einnig að vegna stríðsátaka í Úkraínu og rofa í framleiðslukeðju heimsins í kjölfar heimsfaraldurs hefur verð á hrávöru um allan heim snarhækkað síðustu misseri. Sem leiðir til þess að verðbólga í Bandaríkjunum og Evrópu er sambærileg þeirri sem mælist í dag á Íslandi. Horfum fram hjá þessu öllu og segjum að verðhækkanir séu tilkomnar vegna skorts á samkeppni á íslenskum markaði. Aðallega vegna kröfu eigenda stærstu smásölufyrirtækja landsins um hagnað. Sem er auðvitað fullkomlega fráleitt. En gott og vel. Uppskipting markaðar Ef það væri raunin – hvernig ættu lífeyrissjóðir landsins þá að beita sér? Ættu framkvæmdastjórar þeirra að hringja í stjórnendur einstakra félaga að biðja þá um að lækka verð á papriku, lambalærum og Pepsí einn daginn? Grísasnitseli, gulrótum og mjólk þann næsta? Varla. Hvað ef sjóðirnir sammælast um að eiga bara hlut í einu smásölufyrirtæki hver, eins og Páll Gunnar hefur gefið í skyn að myndi hjálpa til við að auka samkeppni? Segjum að það verði niðurstaðan – hvernig á að framkvæma það? Ef ákvörðunin yrði í höndum hvers sjóðs fyrir sig gæti sú staða komið upp allir myndu ákveða að eiga áfram í t.d. Högum en selja sig út úr Skel og Festi. Það þyrfti væntanlega að koma í veg fyrir það – en hvernig? Eiga stjórnir stærstu lífeyrissjóða landsins að setjast niður og skipta markaðnum á milli sín? Halda fund þar sem ákveðið væri að Gildi einbeiti sér að Högum, LSR fái að eiga hlut í Festi og Live í Skel? Eftir stendur samt sú spurning hvernig sú staða að hver sjóður ætti aðeins í einu þessara félaga myndi auka sjálfkrafa samkeppni og þar með lækka vöruverð. Þolinmótt fjármagn Þá standa eftir óljós skilaboð um að lífeyrissjóðirnir geri það stranga kröfu um hagnað að smásölufyrirtæki í eigu þeirra geti ekki lækkað verð til neytenda. Sem aftur er fráleitt. Lífeyrissjóðir gera margvíslegar kröfur til fyrirtækja sem þeir fjárfesta í. Þeir leggja að sjálfsögðu áherslu á að þau séu vel rekin en ekki síður að þau sýni samfélagslega ábyrgð. Um slíkt er til dæmis fjallað í hluthafastefnu Gildis þar sem segir í fimmtu grein: Gildi-lífeyrissjóður leggur áherslu á að þau félög sem hann fjárfestir í fylgi lögboðnum og góðum stjórnarháttum… fylgi lögum og reglum og gæti að samfélagslegri ábyrgð, umhverfismálum og viðskiptasiðferði. Lífeyrissjóðir hafa efni á að fjárfesta í fyrirtækjum sem huga að samfélagslegri ábyrgð enda eru þeir bæði öflugir og þolinmóðir fjárfestar. Ef smásölufyrirtæki gæfi út að það ætli að lækka tímabundið verð til neytenda meðan mestu verðhækkanir dynja á landanum þá myndu lífeyrissjóðirnir ekki kippa sér upp við það. Enda hlyti það að teljast gott viðskiptasiðferði og væri einmitt dæmi um þá samfélagslegu ábyrgð sem sjóðirnir hvetja til. Lífeyrissjóðir myndu ekki beita sér fyrir að þeirri ákvörðun yrði hnekkt vegna kröfu um aukna arðsemi. Þeir myndu ekki selja sig út úr fyrirtækinu í mótmælaskyni. Frekar en að þeir sporni á einhvern hátt gegn samkeppni. Höfundur er forstöðumaður Samskipta hjá Gildi lífeyrissjóði.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun