Handbolti

Haukur mætir Barcelona í úrslitum

Hjörvar Ólafsson skrifar
Leikmenn Barcelona fagna hér sigrinum í Köln í kvöld. 
Leikmenn Barcelona fagna hér sigrinum í Köln í kvöld.  Vísir/Getty

Barcelona vann nokkuð sannfærandi 34-30 sigur þegar liðið atti kappi við Kiel í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta karla í Lanxess-höllinni í Köln í dag.

Haukar Þrastarson og samherjar hans hjá pólska liðinu Kielce bíða Barcelona í úrslitaleiknum. Kielce bar sigurorð af Veszprém í hinum undanrúrslitaleiknum fyrr í dag. 

Haukur Þrastarson, leikstjórnandi islenska landsliðsins, skoraði eitt mark í þeim leik. 

Það var sterkur varnarleikur og góð markvarsla Perez de Vargas sem var lykillinn að sigri Katalóníuliðsins í leiknum.  

Þetta þriðja árið í röð sem Barcelona leikur til úrslita í keppninni. Raunar á spænska liðið titil að verja. 

Kielce og Barcelona leiddu saman hesta sína tvisvar sinnum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í vetur og þar fór Kielc með sigur af hólmi í báðum viðureignum. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.