Handbolti

Haukur skoraði eitt er Ki­elce fór á­farm í úr­slit Meistara­deildarinnar

Atli Arason skrifar
Haukur Þrastarson leikur til úrslita í Meistaradeildinni á sunnudaginn.
Haukur Þrastarson leikur til úrslita í Meistaradeildinni á sunnudaginn. fréttablaðið/eyþór

Haukur Þrastarson, Sigvaldi Guðjónsson og félagar í pólska liðinu Vive Kielce eru komnir áfram í úrslitaleik Meistaradeild Evrópu eftir tveggja marka sigur á Veszprém í Köln í dag, 35-37.

Veszprém var yfir í hálfleik, 18-16, en frábær síðari hálfleikur hjá Kielce tryggði þeim sigurinn. Haukur Þrastarson skoraði eitt mark úr tveimur skotum en Sigvaldi spilaði ekki í dag vegna meiðsla.

Arkadiusz Moryto, leikmaður Kielce, var markahæstur í dag en hann skoraði úr öllum átta skotum sínum í leiknum.

Kielce mun mæta annaðhvort Kiel eða ríkjandi evrópumeisturum Barcelona í úrslitaleiknum á sunnudaginn næsta.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.