Körfubolti

Isabella Ósk með flest fráköst í Ástralíu

Atli Arason skrifar
Isabella Ósk lék með Breiðablik hér heima.
Isabella Ósk lék með Breiðablik hér heima. S2 Sport

Isabella Ósk Sigurðardóttir skoraði fimm stig og tók heil tólf fráköst á 32 mínútum í 20 stiga tapi South Adelaide Panthers gegn Norwood Flames í áströlsku NBL deildinni í körfubolta í nótt.

Íslandsmethafinn í fráköstum tók tvöfalt fleiri fráköst en næst frákastahæsti samherji hennar en Isabella var með flest fráköst allra á leikvellinum. Ásamt því þá stal hún tveimur boltum og varði eitt skot.

Þetta var einungis annað tap Panthers á tímabilinu en þær eru í þriðja sæti deildarinnar eftir átta sigra í fyrstu tíu umferðunum.

Næsti leikur Isabellu og South Adelaide Panthers er gegn Eastren Mavericks næsta laugardag klukkan 9 að morgni á íslenskum tíma.

Tölfræðilegar upplýsingar fengust á heimasíðu NBL deildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.