Enn þá týnd: Nóra gerir þarfir sínar í blómabeð þrátt fyrir háþróaðar varnir Snorri Másson skrifar 14. júní 2022 19:50 Læðan Nóra er enn ófundin eftir þriggja daga leit í Laugardalnum. Nóra slapp úr haldi Dýraþjónustu Reykjavíkur á laugardaginn eftir að hafa verið numin á brott úr einkagarði án þess að eigandinn væri látinn vita. Eigandinn, Guðmundur Felixson leikari, er miður sín. Á myndskeiði sem má sjá hér að ofan er ljóst að Nóra lét það ekki trufla sig að nágranninn hafði komið upp háþróuðum vörnum gegn framferði hennar í garðinum. Nágranninn er að reyna að rækta upp garð og hafði fengið sig fullsadda af úrgangi Nóru í beðinu. Því fangaði hann köttinn og afhenti dýraþjónustunni, sem svo týndi honum. Nóra, nefnd eftir Nóru í Brúðuheimili Ibsen, er köttur leikaraparsins Guðmundar Felixsonar og Þuríðar Blævar Jóhannsdóttur. Guðmundur segir í samtali við fréttastofu að enginn hefði verið látinn vita af því þegar Nóra var tekin í varðhald. Nóra var grandalaus, og vissi vafalaust ekki að hún væri í mynd, þegar hún gerði þarfir sínar í beð nágranna síns í Vesturbæ á föstudaginn var. Það var ekki í fyrsta sinn sem Nóra fór fram með þeim hætti og nágranninn fékk sig fullsaddan. Degi síðar var Nóra veidd í búr og svo fönguð af Dýraþjónustu Reykjavíkur - sem svo týndi henni. Alveg án þess að láta eigendur hennar vita að hún hefði verið numin á brott.Aðsend mynd „Það er ekki fyrr en við á mánudegi förum að spyrja Reykjavíkurborg, er kisan okkar hjá ykkur, að við komumst að því að hún hefur semsagt sloppið úr þeirra haldi, sólarhring fyrr,“ segir Guðmundur. „Þetta er náttúrulega bara hræðilegt.“ Dýraþjónusta Reykjavíkur segir þetta hörmuleg mistök og leitar Nóru logandi ljósi í Laugardal. Nágranninn sem kvartaði, sem fréttastofa hefur rætt við, harmar líka að svona hafi farið; ætlunin hafi ekki verið að kötturinn týndist, að eigendurnir lærðu lexíu. Nágranninn kveðst engan veginn hata ketti, hún sé að reyna að rækta upp beð og kötturinn spilli fyrir. Eftir ítrekaðar árangurslausar kvartanir við nágranna sína, hafi hún orðið að grípa inn í og blanda yfirvöldum í málið. Guðmundur segir í samtali við fréttastofu að auðvitað sé ekki tækt að Nóra skíti í beðið hjá nágrannanum og heitir því að þegar Nóra kemur aftur heim verði henni kennd önnur leið niður af svölunum. „Já, auðvitað, auðvitað reynum við okkar besta,“ segir Guðmundur. Dýr Kettir Reykjavík Gæludýr Nágrannadeilur Tengdar fréttir Nýtti tækifærið og stökk út um glugga Deildarstjóri og umsjónarmaður Dýraþjónustu Reykjavíkur harmar það að kötturinn Nóra hafi sloppið úr haldi þjónustunnar. Verið sé að fara yfir verkferla sem varða notkun á gildrum. 14. júní 2022 13:23 Borgin fjarlægði og týndi heimiliskettinum Nóra, köttur leikaraparsins Guðmundar Felixsonar og Þuríðar Blævar Jóhannsdóttur, er týndur. Nágranni þeirra hafði ítrekað kvartað yfir Nóru en á laugardag höfðu starfsmenn Reykjavíkurborgar fjarlægt hana og komið fyrir í kattageymslu Reykjarvíkurborgar, án þess að láta eigendur vita. 13. júní 2022 18:54 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Á myndskeiði sem má sjá hér að ofan er ljóst að Nóra lét það ekki trufla sig að nágranninn hafði komið upp háþróuðum vörnum gegn framferði hennar í garðinum. Nágranninn er að reyna að rækta upp garð og hafði fengið sig fullsadda af úrgangi Nóru í beðinu. Því fangaði hann köttinn og afhenti dýraþjónustunni, sem svo týndi honum. Nóra, nefnd eftir Nóru í Brúðuheimili Ibsen, er köttur leikaraparsins Guðmundar Felixsonar og Þuríðar Blævar Jóhannsdóttur. Guðmundur segir í samtali við fréttastofu að enginn hefði verið látinn vita af því þegar Nóra var tekin í varðhald. Nóra var grandalaus, og vissi vafalaust ekki að hún væri í mynd, þegar hún gerði þarfir sínar í beð nágranna síns í Vesturbæ á föstudaginn var. Það var ekki í fyrsta sinn sem Nóra fór fram með þeim hætti og nágranninn fékk sig fullsaddan. Degi síðar var Nóra veidd í búr og svo fönguð af Dýraþjónustu Reykjavíkur - sem svo týndi henni. Alveg án þess að láta eigendur hennar vita að hún hefði verið numin á brott.Aðsend mynd „Það er ekki fyrr en við á mánudegi förum að spyrja Reykjavíkurborg, er kisan okkar hjá ykkur, að við komumst að því að hún hefur semsagt sloppið úr þeirra haldi, sólarhring fyrr,“ segir Guðmundur. „Þetta er náttúrulega bara hræðilegt.“ Dýraþjónusta Reykjavíkur segir þetta hörmuleg mistök og leitar Nóru logandi ljósi í Laugardal. Nágranninn sem kvartaði, sem fréttastofa hefur rætt við, harmar líka að svona hafi farið; ætlunin hafi ekki verið að kötturinn týndist, að eigendurnir lærðu lexíu. Nágranninn kveðst engan veginn hata ketti, hún sé að reyna að rækta upp beð og kötturinn spilli fyrir. Eftir ítrekaðar árangurslausar kvartanir við nágranna sína, hafi hún orðið að grípa inn í og blanda yfirvöldum í málið. Guðmundur segir í samtali við fréttastofu að auðvitað sé ekki tækt að Nóra skíti í beðið hjá nágrannanum og heitir því að þegar Nóra kemur aftur heim verði henni kennd önnur leið niður af svölunum. „Já, auðvitað, auðvitað reynum við okkar besta,“ segir Guðmundur.
Dýr Kettir Reykjavík Gæludýr Nágrannadeilur Tengdar fréttir Nýtti tækifærið og stökk út um glugga Deildarstjóri og umsjónarmaður Dýraþjónustu Reykjavíkur harmar það að kötturinn Nóra hafi sloppið úr haldi þjónustunnar. Verið sé að fara yfir verkferla sem varða notkun á gildrum. 14. júní 2022 13:23 Borgin fjarlægði og týndi heimiliskettinum Nóra, köttur leikaraparsins Guðmundar Felixsonar og Þuríðar Blævar Jóhannsdóttur, er týndur. Nágranni þeirra hafði ítrekað kvartað yfir Nóru en á laugardag höfðu starfsmenn Reykjavíkurborgar fjarlægt hana og komið fyrir í kattageymslu Reykjarvíkurborgar, án þess að láta eigendur vita. 13. júní 2022 18:54 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Nýtti tækifærið og stökk út um glugga Deildarstjóri og umsjónarmaður Dýraþjónustu Reykjavíkur harmar það að kötturinn Nóra hafi sloppið úr haldi þjónustunnar. Verið sé að fara yfir verkferla sem varða notkun á gildrum. 14. júní 2022 13:23
Borgin fjarlægði og týndi heimiliskettinum Nóra, köttur leikaraparsins Guðmundar Felixsonar og Þuríðar Blævar Jóhannsdóttur, er týndur. Nágranni þeirra hafði ítrekað kvartað yfir Nóru en á laugardag höfðu starfsmenn Reykjavíkurborgar fjarlægt hana og komið fyrir í kattageymslu Reykjarvíkurborgar, án þess að láta eigendur vita. 13. júní 2022 18:54