Léleg lagerstaða í Blóðbankanum: „Staðan er grafalvarleg“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. júní 2022 21:42 Ína Björg Hjálmarsdóttir deildarstjóri Blóðbankans hefur áhyggjur af stöðunni. Sér í lagi þar sem reynslan hefur sýnt að færri mæta til að gefa blóð yfir sumartímann. Vísir/Arnar Blóðgjöfum hefur fækkað á síðustu árum sem hefur haft þau áhrif að birgðir Blóðbankans eru nú undir öryggismörkum. Deildarstjóri bankans hefur áhyggjur af komandi sumri. Landspítalinn sendi í dag frá sér ákall til fólks um að koma í Blóðbankann og gefa blóð vegna slæmrar birgðastöð í bankanum. „Staðan er grafalvarleg. Lagerstaðan er bara mjög léleg og þetta stefnir öryggi sjúklinga í hættu og þetta er staða sem við þurfum að vinna upp á næstu dögum til þess að geta annað þeirri eftirspurn sem upp kemur,“ segir Ína Björg Hjálmarsdóttir deildarstjóri Blóðbankans. Um helmingi meira þarf að vera til á lagernum að mati Ínu til að öryggi sé tryggt. „Við eigum svona sirka kannski tvö hundruð og sjötíu einingar hér í húsi. Við viljum eiga fjögur hundruð, fjögur hundruð og fimmtíu, fjögur hundruð og fimmtíu þá erum við nokkuð sátt. Þannig að við erum langt undir því.“ Ína hefur áhyggjur af komandi sumri. „Það er ekki gott að byrja svona í júníbyrjun með mjög lélegan lager.“ Nokkuð var að gera í Blóðbankanum í dag eftir að ákallið var sent út en margir þar eru fastagestir. „Blóðbílinn ég bara eitthvað villtist inn í hann og síðan bara er eitthvað sem er auðvelt að gera, þannig að það er bara minnsta mál,“ segir Tómas Albert Holton einn þessara fastagesta. Ína segir að í kringum átta þúsund blóðgjafar komi í bankann á hverju ári en erfiðlega hefur gengið að fá nýja blóðgjafa. „Við erum náttúrulega með minnkandi hóp blóðgjafa því að við höfum ekki getað farið í blóðsöfnunarferðir. Við höfum aðallega verið að fá blóðgjafa af stór Reykjavíkursvæðinu og í kringum Akureyri. Við höfum ekki getað notað blóðbankabílinn vegna Covid. Þannig að tvö ár án þess að fá inn marga nýja það hefur áhrif á blóðgjafahópinn.“ Ína segir að blóðið sem safnist fari að mestu leyti til krabbameinssjúklinga, þeirra sem fari í aðgerðir og þeirra sem lendi í slysum. „Nú er fólk að fara í ferðalög. Bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn. Þannig að þá fáum við fleiri slys. Þá fáum við meiri notkun og þá þurfum við að eiga nóg.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Blóðgjöf Tengdar fréttir Blóðbirgðir komnar niður fyrir öryggismörk í Blóðbankanum Síðustu þrír mánuðir hafa verið erfiðir hjá Blóðbankanum og eru öryggisbirgðir blóðs nú undir viðmiðunarmörkum. Hlutfallslega færri konur gefa blóð hérlendis en í nágrannalöndunum og telur bankinn þar leynast mikilvægt sóknarfæri til framtíðar. 31. janúar 2022 17:28 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Landspítalinn sendi í dag frá sér ákall til fólks um að koma í Blóðbankann og gefa blóð vegna slæmrar birgðastöð í bankanum. „Staðan er grafalvarleg. Lagerstaðan er bara mjög léleg og þetta stefnir öryggi sjúklinga í hættu og þetta er staða sem við þurfum að vinna upp á næstu dögum til þess að geta annað þeirri eftirspurn sem upp kemur,“ segir Ína Björg Hjálmarsdóttir deildarstjóri Blóðbankans. Um helmingi meira þarf að vera til á lagernum að mati Ínu til að öryggi sé tryggt. „Við eigum svona sirka kannski tvö hundruð og sjötíu einingar hér í húsi. Við viljum eiga fjögur hundruð, fjögur hundruð og fimmtíu, fjögur hundruð og fimmtíu þá erum við nokkuð sátt. Þannig að við erum langt undir því.“ Ína hefur áhyggjur af komandi sumri. „Það er ekki gott að byrja svona í júníbyrjun með mjög lélegan lager.“ Nokkuð var að gera í Blóðbankanum í dag eftir að ákallið var sent út en margir þar eru fastagestir. „Blóðbílinn ég bara eitthvað villtist inn í hann og síðan bara er eitthvað sem er auðvelt að gera, þannig að það er bara minnsta mál,“ segir Tómas Albert Holton einn þessara fastagesta. Ína segir að í kringum átta þúsund blóðgjafar komi í bankann á hverju ári en erfiðlega hefur gengið að fá nýja blóðgjafa. „Við erum náttúrulega með minnkandi hóp blóðgjafa því að við höfum ekki getað farið í blóðsöfnunarferðir. Við höfum aðallega verið að fá blóðgjafa af stór Reykjavíkursvæðinu og í kringum Akureyri. Við höfum ekki getað notað blóðbankabílinn vegna Covid. Þannig að tvö ár án þess að fá inn marga nýja það hefur áhrif á blóðgjafahópinn.“ Ína segir að blóðið sem safnist fari að mestu leyti til krabbameinssjúklinga, þeirra sem fari í aðgerðir og þeirra sem lendi í slysum. „Nú er fólk að fara í ferðalög. Bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn. Þannig að þá fáum við fleiri slys. Þá fáum við meiri notkun og þá þurfum við að eiga nóg.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Blóðgjöf Tengdar fréttir Blóðbirgðir komnar niður fyrir öryggismörk í Blóðbankanum Síðustu þrír mánuðir hafa verið erfiðir hjá Blóðbankanum og eru öryggisbirgðir blóðs nú undir viðmiðunarmörkum. Hlutfallslega færri konur gefa blóð hérlendis en í nágrannalöndunum og telur bankinn þar leynast mikilvægt sóknarfæri til framtíðar. 31. janúar 2022 17:28 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Blóðbirgðir komnar niður fyrir öryggismörk í Blóðbankanum Síðustu þrír mánuðir hafa verið erfiðir hjá Blóðbankanum og eru öryggisbirgðir blóðs nú undir viðmiðunarmörkum. Hlutfallslega færri konur gefa blóð hérlendis en í nágrannalöndunum og telur bankinn þar leynast mikilvægt sóknarfæri til framtíðar. 31. janúar 2022 17:28