Handbolti

Díana Dögg slapp naum­lega við fall

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Landsliðskonan Díana Dögg hélt sæti sínu í þýsku úrvalsdeildinni.
Landsliðskonan Díana Dögg hélt sæti sínu í þýsku úrvalsdeildinni. Vísir/Hulda Margrét

Díana Dögg Magnúsdóttir og stöllur hennar í þýska handboltaliðinu Zwickau sluppu naumlega við fall úr þýsku úrvalsdeildinni eftir eins marks tap gegn Göppingen í dag. Um var að ræða síðari leik liðanna í umspil um sæti í deildinni á næstu leiktíð.

Zwickau vann fyrri leikinn með fjögurra marka mun, 25-21, og var því í fínum málum fyrir leik dagsins. Þar reyndist Göppingen sterkari aðilinn og vann á endanum með eins marks mun. Það dugði ekki til og Zwickau vann einvígið því 51-48 samanlagt.

Díana Dögg skoraði þrjú mörk í dag og tvö mörk í fyrri leiknum. Hún átti því stóran þátt í að Zwickau hélt sæti sínu í efstu deild.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.