Mikil fækkun búa ógnar dreifðri byggð Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. júní 2022 12:29 Gunnar Þorgeirsson er formaður Bændasamtakanna. stöð 2 Búum í landbúnaðargreinum hefur fækkað um 375 á landinu frá árinu 2008 til 2020. Formaður bændasamtakanna hefur áhyggjur af fækkun búa sem hann segir stoð dreifðari byggða. Í skýrslu Hagstofunnar kemur fram að bú voru alls 2.795 árið 2008 í landbúnaðargreinunum fimm en tólf árum síðar hafði þeim fækkað um 375 og voru alls 2.421 í árslok 2020. Með veikari byggðum fækkar fólki Gunnar Þorgeirsson, formaður bændasamtakanna, hefur áhyggjur af þróuninni og veltir því fyrir sér hvort þróunin um ókomna tíð verði sú að færri framleiði meira. „Þetta er talsvert umhugsunarefni og ég held að menn þurfi að líta aðallega til byggðarsjónarmiða í þessari fækkun. Búin hafa auðvitað verið stoð dreifðari byggða þannig þessi fækkun er alvarleg hvað það varðar,“ segir Gunnar. Hann segir þróunina að einhverju leyti afleiðingu hagræðingar í rekstri bænda. „Búum fækkar og þau stækka, það er framleitt meira á hverja einingu. Menn eru bara að reyna að lifa á því sem þeir framleiða, það er lykillinn í þessu.“ Vonast eftir aðgerðum Hvað sauðfjárbúin varðar er fækkunin hins vegar afleiðing lakra kjara bænda og stríðið í Úkraínu bætir ekki úr skák. „Það endurspeglast þá bæði í gríðarlegum hækkunum á áburði og kjarnfóðri og í raun öllum aðföngum í landbúnaði. Rekstrarvara hækkar bara viku eftir viku.“ Gunnar vonast til að sjá einhverjar aðgerðir fljótlega en matvælaráðherra skipaði í gær starfshóp sem mun skila tillögum 13. júní næstkomandi, um aðgerðir í landbúnaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. Breyttar neysluvenjur Búum fækkar í öllum greinum nema búum sem stunda garðrækt og plöntufjölgun sem Gunnar segir afleiðingu breyttra neysluvenja. „Það er verið að borða minna af kjöti og meira af grænmeti en menn gerðu áður fyrr. Það er samt umhugsunarvert af hverju við erum ekki að framleiða meira af grænmeti. Við erum í dag að framleiða um 40% af öllu grænmetinu sem við erum að borða. Þá erum framleiða um 2 prósent af því kornmeti sem við neytum. Við höfum kallað eftir aðgerðum stjórnvalda til að efla jarðræktina. “ Gunnar segir bændur þó spennta fyrir sumrinu en akrar hafa grænkað mikið á vordögum „Það er nú tiltölulega bjart yfir bændum. Það er ekki verið að glíma við kal eða seina sprettu þannig það er bjart yfir okkur bændum að þessu leyti.“ sagði Gunnar Þorgeirsson að lokum. Landbúnaður Matvælaframleiðsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Í skýrslu Hagstofunnar kemur fram að bú voru alls 2.795 árið 2008 í landbúnaðargreinunum fimm en tólf árum síðar hafði þeim fækkað um 375 og voru alls 2.421 í árslok 2020. Með veikari byggðum fækkar fólki Gunnar Þorgeirsson, formaður bændasamtakanna, hefur áhyggjur af þróuninni og veltir því fyrir sér hvort þróunin um ókomna tíð verði sú að færri framleiði meira. „Þetta er talsvert umhugsunarefni og ég held að menn þurfi að líta aðallega til byggðarsjónarmiða í þessari fækkun. Búin hafa auðvitað verið stoð dreifðari byggða þannig þessi fækkun er alvarleg hvað það varðar,“ segir Gunnar. Hann segir þróunina að einhverju leyti afleiðingu hagræðingar í rekstri bænda. „Búum fækkar og þau stækka, það er framleitt meira á hverja einingu. Menn eru bara að reyna að lifa á því sem þeir framleiða, það er lykillinn í þessu.“ Vonast eftir aðgerðum Hvað sauðfjárbúin varðar er fækkunin hins vegar afleiðing lakra kjara bænda og stríðið í Úkraínu bætir ekki úr skák. „Það endurspeglast þá bæði í gríðarlegum hækkunum á áburði og kjarnfóðri og í raun öllum aðföngum í landbúnaði. Rekstrarvara hækkar bara viku eftir viku.“ Gunnar vonast til að sjá einhverjar aðgerðir fljótlega en matvælaráðherra skipaði í gær starfshóp sem mun skila tillögum 13. júní næstkomandi, um aðgerðir í landbúnaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. Breyttar neysluvenjur Búum fækkar í öllum greinum nema búum sem stunda garðrækt og plöntufjölgun sem Gunnar segir afleiðingu breyttra neysluvenja. „Það er verið að borða minna af kjöti og meira af grænmeti en menn gerðu áður fyrr. Það er samt umhugsunarvert af hverju við erum ekki að framleiða meira af grænmeti. Við erum í dag að framleiða um 40% af öllu grænmetinu sem við erum að borða. Þá erum framleiða um 2 prósent af því kornmeti sem við neytum. Við höfum kallað eftir aðgerðum stjórnvalda til að efla jarðræktina. “ Gunnar segir bændur þó spennta fyrir sumrinu en akrar hafa grænkað mikið á vordögum „Það er nú tiltölulega bjart yfir bændum. Það er ekki verið að glíma við kal eða seina sprettu þannig það er bjart yfir okkur bændum að þessu leyti.“ sagði Gunnar Þorgeirsson að lokum.
Landbúnaður Matvælaframleiðsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira