Boston Celtics leiðir úrslitaeinvígið þökk sé mögnuðum fjórða leikhluta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2022 07:31 Sigur í fyrsta leik og það í San Francisco. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Boston Celtics leiðir 1-0 gegn Golden State Warriors í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Eftir jafnan fyrri hálfleik virtist sem Stríðsmennirnir væru betur stemmdir og leiddu þeir með allt að 15 stigum í þriðja leikhluta. Ótrúlegur fjórði leikhluti tryggð Boston hins vegar 120-108 sigur. Gríðarleg spenna var fyrir leik kvöldsins í San Francisco, bæði Vestanhafs sem og hér heima þar sem splæst var í veglegestu NBA-útsendingu Íslandssögunnar. Segja má að fyrsti leikur hafi ekki ollið neinum vonbrigðum. Stephen Curry kom vel stemmdur til leiks og setti niður sex þriggja stiga körfur í fyrsta leikhluta. Flestir þeirra langt frá þriggja stiga línunni. Boston lét það ekki á sig fá og hélt í við sjóðandi heitan Curry. Chef Curry was cooking up in Q1 6 3PM | 21 PTS Q2 Live Now on ABC pic.twitter.com/RthSWFC83h— NBA (@NBA) June 3, 2022 Stríðsmennirnir komust allt að tíu stigum yfir í öðrum leikhluta en náðu ekki að hrista Boston af sér og Boston var yfir er flautað var til hálfleiks, 56-54. Aftur var það Golden State sem byrjaði betur eftir hálfleikshléið. Liðsfélagar Curry voru þarna farnir að setja niður hvert þriggja stiga skotið á fætur öðru og útlitið svart hjá Boston. Munurinn varð mestur 15 stig en það er eins og Boston viti ekki alveg hvenær eða hvernig eigi að leggja árar í bát. Samheldni, samstaða og gríðarleg gæði Boston-liðsins skinu í gegn á þessum tímapunkti og um miðjan fjórða leikhluta var staðan jöfn 103-103. The @celtics entered the 4th quarter down by 12 before outscoring their opponent 40-16 in Q4 to claim the Game 1 victory and take a 1-0 series lead! Game 2: Sun. 8pm/et on ABC pic.twitter.com/05LyPPvPiP— NBA (@NBA) June 3, 2022 Eftir það áttu Stríðsmennirnir ekki möguleika. Gestirnir frá Boston tóku 17-0 áhlaup á meðan heimamenn skoruðu aðeins fimm stig á síðustu fimm mínútum leiksins. Fór það svo að Boston Celtics vann á endanum örugglega, lokatölur 108-120 og gestirnir því komnir 1-0 yfir í einvíginu. Hjá Golden State var Curry stigahæstur með 34 stig ásamt því að gefa 5 stoðsendingar og taka 5 fráköst. Þar á eftir kom Andrew Wiggins með 20 stig og 5 fráköst á meðan Klay Thompson skoraði 15 stig, gaf 3 stoðsendingar og tók 2 fráköst. Hinn 36 ára gamli reynslbolti Al Horford var að spila sinn fyrsta leik í úrslitum deildarinnar og naut sín í botn. Horford skoraði 26 stig og var stigahæstur í liði Boston ásamt því að taka 6 fráköst og gefa 3 stoðsendingar. Al Horford did not disappoint in his NBA Finals debut, leading the @celtics in scoring with 26 points and setting a record for three-pointers made in a Finals debut (6)! pic.twitter.com/YKr5IQgyXm— NBA (@NBA) June 3, 2022 Jaylen Brown kom þar á eftir með 24 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Derrick White skoraði óvænt 21 stig og Marcus Smart gerði 18 stig. Jayson Tatum skoraði aðeins 12 stig en hann gaf 13 stoðsendingar og tók 5 fráköst. Það rigndi hreinlega þriggja stiga körfum í nótt en alls skoruðu liðin 40 slíkar. The Celtics and Warriors were both locked in from deep, combining for 40 3PM in Game 1 to set a new NBA Finals record! #NBAFinals presented by @YouTubeTV pic.twitter.com/iFGUT5UkAz— NBA (@NBA) June 3, 2022 Næsti leikur í einvígi liðanna fer fram á sunnudagskvöld. Upphitun hefst 23.30 en leikurinn sjálfur á miðnætti. Allt í beinni á Stöð 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Sjá meira
Gríðarleg spenna var fyrir leik kvöldsins í San Francisco, bæði Vestanhafs sem og hér heima þar sem splæst var í veglegestu NBA-útsendingu Íslandssögunnar. Segja má að fyrsti leikur hafi ekki ollið neinum vonbrigðum. Stephen Curry kom vel stemmdur til leiks og setti niður sex þriggja stiga körfur í fyrsta leikhluta. Flestir þeirra langt frá þriggja stiga línunni. Boston lét það ekki á sig fá og hélt í við sjóðandi heitan Curry. Chef Curry was cooking up in Q1 6 3PM | 21 PTS Q2 Live Now on ABC pic.twitter.com/RthSWFC83h— NBA (@NBA) June 3, 2022 Stríðsmennirnir komust allt að tíu stigum yfir í öðrum leikhluta en náðu ekki að hrista Boston af sér og Boston var yfir er flautað var til hálfleiks, 56-54. Aftur var það Golden State sem byrjaði betur eftir hálfleikshléið. Liðsfélagar Curry voru þarna farnir að setja niður hvert þriggja stiga skotið á fætur öðru og útlitið svart hjá Boston. Munurinn varð mestur 15 stig en það er eins og Boston viti ekki alveg hvenær eða hvernig eigi að leggja árar í bát. Samheldni, samstaða og gríðarleg gæði Boston-liðsins skinu í gegn á þessum tímapunkti og um miðjan fjórða leikhluta var staðan jöfn 103-103. The @celtics entered the 4th quarter down by 12 before outscoring their opponent 40-16 in Q4 to claim the Game 1 victory and take a 1-0 series lead! Game 2: Sun. 8pm/et on ABC pic.twitter.com/05LyPPvPiP— NBA (@NBA) June 3, 2022 Eftir það áttu Stríðsmennirnir ekki möguleika. Gestirnir frá Boston tóku 17-0 áhlaup á meðan heimamenn skoruðu aðeins fimm stig á síðustu fimm mínútum leiksins. Fór það svo að Boston Celtics vann á endanum örugglega, lokatölur 108-120 og gestirnir því komnir 1-0 yfir í einvíginu. Hjá Golden State var Curry stigahæstur með 34 stig ásamt því að gefa 5 stoðsendingar og taka 5 fráköst. Þar á eftir kom Andrew Wiggins með 20 stig og 5 fráköst á meðan Klay Thompson skoraði 15 stig, gaf 3 stoðsendingar og tók 2 fráköst. Hinn 36 ára gamli reynslbolti Al Horford var að spila sinn fyrsta leik í úrslitum deildarinnar og naut sín í botn. Horford skoraði 26 stig og var stigahæstur í liði Boston ásamt því að taka 6 fráköst og gefa 3 stoðsendingar. Al Horford did not disappoint in his NBA Finals debut, leading the @celtics in scoring with 26 points and setting a record for three-pointers made in a Finals debut (6)! pic.twitter.com/YKr5IQgyXm— NBA (@NBA) June 3, 2022 Jaylen Brown kom þar á eftir með 24 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Derrick White skoraði óvænt 21 stig og Marcus Smart gerði 18 stig. Jayson Tatum skoraði aðeins 12 stig en hann gaf 13 stoðsendingar og tók 5 fráköst. Það rigndi hreinlega þriggja stiga körfum í nótt en alls skoruðu liðin 40 slíkar. The Celtics and Warriors were both locked in from deep, combining for 40 3PM in Game 1 to set a new NBA Finals record! #NBAFinals presented by @YouTubeTV pic.twitter.com/iFGUT5UkAz— NBA (@NBA) June 3, 2022 Næsti leikur í einvígi liðanna fer fram á sunnudagskvöld. Upphitun hefst 23.30 en leikurinn sjálfur á miðnætti. Allt í beinni á Stöð 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins