Handbolti

Vals­menn ráða ríkjum í úr­vals­liði úr­slita­keppninnar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Björgvin Páll, markvörður Vals, var í úrvalsliði HB Statz.
Björgvin Páll, markvörður Vals, var í úrvalsliði HB Statz. Vísir/Hulda Margrét

Tölfræðivefurinn HB Statz tók saman úrvalslið úrslitakeppni Olís deildar karla í handbolta. Það ætti ekki að koma mikið á óvart að leikmenn Íslandsmeistara Vals eru allsráðandi.

Í byrjunarliðinu eru fjórir leikmenn Vals, tveir frá ÍBV og einn frá Haukum. Þá er einn Valsar á bekknum ásamt leikmanni Hauka.

Björgvin Páll Gústavsson stendur í markinu, í vinstra horninu er Stiven Tobar Valencia, Magnús Óli Magnússon er í vinstri skyttu og Arnór Snær Óskarsson á miðjunni. Líkt og Benedikt Gunnar Óskarsson sem situr á bekk úrvalsliðsins þá leika þeir allir með Val.

Línumaðurinn Róbert Sigurðarson og hægri skyttan Rúnar Kárason eru Eyjamennirnir sem um er ræðir í úrvalsliði HB Statz. Þá er Haukamaðurinn Brynjólfur Snær Brynjólfsson í hægra horninu og samherji hans Ólafur Ægir Ólafsson er á bekknum.

Valur lagði ÍBV í úrslitaeinvígi Olís deildar karla og því kemur ekki á óvart að þessi tvö lið eigi alls sjö af níu leikmönnum úrvalsliðsins.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×