Bíó og sjónvarp

Stærsta frumsýningarhelgi á ferli Tom Cruise

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Tom Cruise á sýningu Top Gun: Maverick í London.
Tom Cruise á sýningu Top Gun: Maverick í London. Getty/David M. Benett

Top Gun var ekki aðeins vinsæl í bíóhúsum hér á landi um helgina heldur um allan  heim. Í Bandaríkjunum var miðasalan yfir 134 milljónir dollara en myndin var sýnd í 4.732 kvikmyndahúsum í Norður-Ameríku. 

Myndin halaði inn 124 milljónum dollara annars staðar í heiminum þrátt fyrir að vera ekki sýnd á stórum markaðssvæðum eins og Kína og Rússlandi samkvæmt frétt Variety.

Top Gun: Maverick er fyrsta Tom Cruise kvikmyndin sem nær yfir hundrað milljón dollurum á opnunarhelginni á fjörtíu ára ferli leikarans. Á heimsvísu hefur myndin náð 248 alls milljónum í miðasölu á einni helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×