Handbolti

Erlingur: Hann dæmir einhvern óskiljanlegan ruðning

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Erlingur Richardsson var undrandi á nokkrum dómum í leiknum á Hlíðarenda í kvöld.
Erlingur Richardsson var undrandi á nokkrum dómum í leiknum á Hlíðarenda í kvöld. vísir/hulda margrét

„Eitt mark,“ sagði Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, aðspurður hvað hefði skilið að í leiknum gegn Val í kvöld. Eyjamenn töpuðu 31-30 í hörkuleik.

Valsmenn voru afar öflugir í upphafi leiks og skoruðu tíu mörk á fyrstu tíu mínútum en eftir það náðu Eyjamenn betri takti í vörninni.

„Það er voðalega erfitt að segja. Við skoruðum líka slatta,“ sagði Erlingur er hann var spurður hvað hefði vantað upp á í byrjun leiks.

ÍBV átti frábæran kafla um miðbik seinni hálfleiks þar sem liðið skoraði sex mörk í röð og komst fjórum mörkum yfir, 23-27.

„Við náðum að keyra aðeins og þeir voru í undirtölu. Svo fengum við þrisvar tvær mínútur á þessu augnabliki sem var dálítið klúður af okkar hálfu og það fór svolítið með þá stöðu,“ sagði Erlingur.

Arnór Snær Óskarsson kom Val yfir, 31-30, en ÍBV fékk rúmar tuttugu sekúndur til að jafna metin. En ruðningur var dæmdur á Elmar Erlingsson í lokasókn gestanna.

„Ekkert, við fengum bara færi í horninu. Hann dæmir einhvern óskiljanlegan ruðning,“ sagði Erlingur sem var ekki sáttur með hvernig dómarar leiksins mátu ruðninga í kvöld.

„Við fengum voðalega fáa ruðninga dæmda á okkur. Ég kvartaði yfir því og vildi fá dæmt fríkast því það var dæmdur ruðningur. Ég bað hann um að vernda leikmennina því menn eru að grípa utan um menn og toga þá í gólfið. Það er ekki ruðningur. Það er bara stórhættulegur varnarleikur.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.