„Pabbi þjálfaði mig rosalega mikið í fótbolta og eiginlega ekkert í handbolta“ Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2022 07:30 Einar Þorsteinn Ólafsson hefur sannað sig sem góður handboltamaður þrátt fyrir að vera enn ungur og fer í atvinnumennsku í sumar. Vísir/Stöð 2 Sport Einar Þorsteinn Ólafsson hafði gaman af því að rifja upp brot úr þætti af Atvinnumönnunum okkar, þar sem hann æfði fótbolta með pabba sínum, handboltagoðsögninni Ólafi Stefánssyni, á Spáni. Einar er í miðju einvígi um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta með Val gegn ÍBV og næsti leikur er í Eyjum á laugardag. Fyrir þriðja leikinn á milli liðanna ræddi Einar, sem er svo á leið í atvinnumennsku í sumar, við Stefán Árna Pálsson í Seinni bylgjunni og má sjá innslagið hér að neðan. Klippa: Viðtal við Einar Þorstein í miðju einvígi Stefán sýndi Einari myndbrot frá árinu 2009 þegar Einar bjó á Spáni með fjölskyldu sinni, þar sem hann var ósjaldan að leika sér með bolta en var þá með hugann við að verða fótboltamaður. „Ég man eftir þessu. Ég var góður sko. Pabbi þjálfaði mig rosalega mikið í fótbolta og eiginlega ekkert í handbolta,“ sagði Einar sem æfði svo einnig körfubolta og hefur sagt að það eigi sinn þátt í því hversu góður varnarmaður hann sé. „Ég prófaði allar íþróttir og ef að ég eignast barn þá mun ég láta það æfa eins margar íþróttir og ég get. Ég vil meina að maður geti bara grætt á því að prófa svona margt.“ Vissi að hann þyrfti að langa til að mæta á hverja einustu æfingu En af hverju endaði hann svo í handboltanum, eins og pabbi sinn? „Það er góð spurning. Ég fann það innst inni að þetta væri það skemmtilegasta sem ég geri. Ég elska að horfa á körfubolta og leika mér í körfu en ég hafði alltaf áhuga á að mæta á hverja einustu æfingu í handbolta. Ég vissi að ef ég ætlaði að verða atvinnumaður þá þyrfti mig að langa til að mæta á hverja einustu æfingu,“ segir Einar. Hann er þegar byrjaður að vera viðloðandi landsliðið og er á leið í atvinnumennsku hjá Fredericia í Danmörku, undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar landsliðsþjálfara. Lærði af pabba sínum að vera yfirvegaður En hvaða áhrif hefur Ólafur pabbi hans aðallega haft á hann? „Bara að vera alltaf „cool“ á því, jarðbundinn og yfirvegaður. Ekki fara of hátt í neinu sem maður gerir,“ segir Einar. Eins og fyrr segir var viðtalið tekið upp fyrir leik Vals og ÍBV í gærkvöld en fjórði leikur einvígisins verður í Eyjum á laugardaginn þar sem Íslandsmeistarabikarinn fer á loft. Einar nýtur þess í botn að spila í úrslitakeppninni: „Ég er ekkert eðlilega spenntur. Ég er búinn að bíða lengi eftir því að prófa fimm leikja seríu. Ég hef aldrei gert það áður. Í yngri flokkunum er alltaf bara einn og einn leikur. Það er líka geggjað að fá ÍBV í úrslitum. Það þekkja allir stuðningsmennina og það gefur manni auka að það sé mikið af fólki á leikjum,“ segir Einar en innslagið má sjá hér að ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Handbolti Valur Seinni bylgjan Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
Einar er í miðju einvígi um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta með Val gegn ÍBV og næsti leikur er í Eyjum á laugardag. Fyrir þriðja leikinn á milli liðanna ræddi Einar, sem er svo á leið í atvinnumennsku í sumar, við Stefán Árna Pálsson í Seinni bylgjunni og má sjá innslagið hér að neðan. Klippa: Viðtal við Einar Þorstein í miðju einvígi Stefán sýndi Einari myndbrot frá árinu 2009 þegar Einar bjó á Spáni með fjölskyldu sinni, þar sem hann var ósjaldan að leika sér með bolta en var þá með hugann við að verða fótboltamaður. „Ég man eftir þessu. Ég var góður sko. Pabbi þjálfaði mig rosalega mikið í fótbolta og eiginlega ekkert í handbolta,“ sagði Einar sem æfði svo einnig körfubolta og hefur sagt að það eigi sinn þátt í því hversu góður varnarmaður hann sé. „Ég prófaði allar íþróttir og ef að ég eignast barn þá mun ég láta það æfa eins margar íþróttir og ég get. Ég vil meina að maður geti bara grætt á því að prófa svona margt.“ Vissi að hann þyrfti að langa til að mæta á hverja einustu æfingu En af hverju endaði hann svo í handboltanum, eins og pabbi sinn? „Það er góð spurning. Ég fann það innst inni að þetta væri það skemmtilegasta sem ég geri. Ég elska að horfa á körfubolta og leika mér í körfu en ég hafði alltaf áhuga á að mæta á hverja einustu æfingu í handbolta. Ég vissi að ef ég ætlaði að verða atvinnumaður þá þyrfti mig að langa til að mæta á hverja einustu æfingu,“ segir Einar. Hann er þegar byrjaður að vera viðloðandi landsliðið og er á leið í atvinnumennsku hjá Fredericia í Danmörku, undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar landsliðsþjálfara. Lærði af pabba sínum að vera yfirvegaður En hvaða áhrif hefur Ólafur pabbi hans aðallega haft á hann? „Bara að vera alltaf „cool“ á því, jarðbundinn og yfirvegaður. Ekki fara of hátt í neinu sem maður gerir,“ segir Einar. Eins og fyrr segir var viðtalið tekið upp fyrir leik Vals og ÍBV í gærkvöld en fjórði leikur einvígisins verður í Eyjum á laugardaginn þar sem Íslandsmeistarabikarinn fer á loft. Einar nýtur þess í botn að spila í úrslitakeppninni: „Ég er ekkert eðlilega spenntur. Ég er búinn að bíða lengi eftir því að prófa fimm leikja seríu. Ég hef aldrei gert það áður. Í yngri flokkunum er alltaf bara einn og einn leikur. Það er líka geggjað að fá ÍBV í úrslitum. Það þekkja allir stuðningsmennina og það gefur manni auka að það sé mikið af fólki á leikjum,“ segir Einar en innslagið má sjá hér að ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Handbolti Valur Seinni bylgjan Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira