Warriors í kjörstöðu eftir annan sigurleikinn í röð Atli Arason skrifar 21. maí 2022 09:27 Kevon Looney, leikmaður Golden State Warriors, kemur boltanum ofan í körfuna á meðan Luka Doncic, leikmaður Dallas Mavericks, fylgist með. Getty Images Golden State Warriors vann öflugan 9 stiga endurkomu sigur á heimavelli gegn Dallas Mavericks í nótt, 117-126. Golden State leiðir nú úrslitaseríuna í vesturdeild NBA með tveimur sigrum gegn engum. Vinna þarf fjóra leiki til að komast í sjálfan úrslitaleik NBA þar sem mótherjinn verður annaðhvort Boston Celtics eða Miami Heat. Mavericks byrjaði leikinn í nótt mun betur. Byrjunarlið Mavs setti 14 af 18 þriggja stiga tilraunum sínum í fyrri hálfleik og forysta Mavericks var mest 19 stig en í hálfleik leiddu gestirnir með 14 stigum, 72-58. Þriðji leikhluti varð Mavericks að falli. Gestirnir hættu að hitta úr þriggja stiga tilraunum sínum en aðeins tvö af 13 þriggja stiga skotum Mavs fóru ofan í körfuna og sóknarleikur liðsins varð ráðvilltur. Á sama tíma var Warriors, sem er þekkt fyrir að skjóta villt og galið fyrir utan þriggja stiga línuna að keyra meira inn á körfuna en oft áður. Heimamenn snéru leiknum við og náðu í fyrsta skipti yfirhöndinni í upphafi fjórða leikhluta. Kevon Looney, miðherji Warriors, fær flestar fyrirsagnir vestanhafs fyrir frábæran leik. Looney var með tvöfalda tvennu, gerði 21 stig og tók 12 fráköst en álíka leikur frá miðherja Warriors í úrslitakeppni hefur ekki sést lengi, besti leikur Looney á NBA ferli sínum. Stephen Curry var aftur sem áður stigahæsti leikmaður Warriors með 32 stig. Curry gaf einnig fimm stoðsendingar og tók átta fráköst. Luka Doncic var lang stigahæstur á vellinum með 42 stig. Þrátt fyrir þetta mikla stigaskor Slóvenans þá voru Mavericks -12 stigum undir þær 38 mínútur sem Doncic spilaði. Eitthvað sem hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Jason Kidd og hans menn í Dallas Mavericks. Næsti leikur liðanna er í Dallas, aðfaranótt 22. maí. Mavericks ættu ekki að óttast þrátt fyrir að vera 2-0 undir en liðið var í sömu stöðu gegn Phoenix Suns í síðasta einvígi en náðu samt að koma til baka og vinna þá seríu. NBA Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira
Mavericks byrjaði leikinn í nótt mun betur. Byrjunarlið Mavs setti 14 af 18 þriggja stiga tilraunum sínum í fyrri hálfleik og forysta Mavericks var mest 19 stig en í hálfleik leiddu gestirnir með 14 stigum, 72-58. Þriðji leikhluti varð Mavericks að falli. Gestirnir hættu að hitta úr þriggja stiga tilraunum sínum en aðeins tvö af 13 þriggja stiga skotum Mavs fóru ofan í körfuna og sóknarleikur liðsins varð ráðvilltur. Á sama tíma var Warriors, sem er þekkt fyrir að skjóta villt og galið fyrir utan þriggja stiga línuna að keyra meira inn á körfuna en oft áður. Heimamenn snéru leiknum við og náðu í fyrsta skipti yfirhöndinni í upphafi fjórða leikhluta. Kevon Looney, miðherji Warriors, fær flestar fyrirsagnir vestanhafs fyrir frábæran leik. Looney var með tvöfalda tvennu, gerði 21 stig og tók 12 fráköst en álíka leikur frá miðherja Warriors í úrslitakeppni hefur ekki sést lengi, besti leikur Looney á NBA ferli sínum. Stephen Curry var aftur sem áður stigahæsti leikmaður Warriors með 32 stig. Curry gaf einnig fimm stoðsendingar og tók átta fráköst. Luka Doncic var lang stigahæstur á vellinum með 42 stig. Þrátt fyrir þetta mikla stigaskor Slóvenans þá voru Mavericks -12 stigum undir þær 38 mínútur sem Doncic spilaði. Eitthvað sem hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Jason Kidd og hans menn í Dallas Mavericks. Næsti leikur liðanna er í Dallas, aðfaranótt 22. maí. Mavericks ættu ekki að óttast þrátt fyrir að vera 2-0 undir en liðið var í sömu stöðu gegn Phoenix Suns í síðasta einvígi en náðu samt að koma til baka og vinna þá seríu.
NBA Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Sjá meira