Tæknilausnir og sjálfbærni í ferðaþjónustu Inga Rós Antoníusdóttir og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifa 18. maí 2022 19:56 Ferðaþjónustan er vöknuð til lífsins! Eftir baráttu upp á líf og dauða sjá íslensk ferðaþjónustufyrirtæki nú flest aftur fram á blómleg viðskipti og glaða gesti á hlaðinu. Síðustu ár hafa einkennst af endurskipulagningu rekstursins, oft með undraverðum hætti, og ferðaþjónustan hefur sannað seiglu sinn og styrk. Breytt viðskiptaumhverfi og áskoranir kalla á nýjar lausnir. Margar af þeim eru tæknilegar og gerðar til að auka hagkvæmni sem og samkeppnishæfni í rekstri. Megináhersla íslenskrar ferðaþjónustu er á sjálfbærni. Reksturinn þarf að vera sjálfbær, náttúran þarf að geta borið þann fjölda ferðamanna sem við bjóðum velkomin til Íslands og að sjálfsögðu þurfa tæknilausnirnar sem notaðar eru einnig að hafa þetta að leiðarljósi. Sumar eru hreinlega til þess gerðar að auka sjálfbærni í ferðaþjónustu með einum eða öðrum hætti. Nýsköpun gegnir lykilhlutverki í öllum breytingum og er mikilvæg hverri grein sem vill dafna og vaxa. Nýsköpun gegnir ekki bara mikilvægu hlutverki á þróunar og vaxtaskeiði fyrirtækja heldur getur verið úrslitaþátturinn í því hvort eldri fyrirtæki lifi af nýja samkeppni eður ei. Ný tækni og bætt hæfni í notkun hennar bætir því ekki eingöngu skilvirkni og þjónustu heldur er rekstrarlegur ábati óumdeilanlegur. Ferðamálastofa og Íslenski ferðaklasinn standa fyrir Iceland Travel Tech ráðstefnunni í Grósku 19.maí. þar sem m.a. verða kynntar tæknislausnir sem eru að nýtast íslenskum ferðaþjónum vel á ýmsum stigum rekstursins. Fjallað verður m.a. um nýja tækni í bálkakeðjum og rafmyntum og hvert hún getur leitt okkur, hvernig bílaleiga og tæknifyrirtæki sameinuðust um að smíða miðlæga greiðslugátt sem sparar bílaleigum allt að heilt stöðugildi, hvernig Bláa lónið nýtir sér tækni og hringrásarhagkerfið til þess að efla forrystu og samkeppnisforskot og hvernig við auðveldum ferðamönnum og ferðaþjónum í sameiningu að auka sjálfbærni á ferðalögum með deilihagkerfi rafmagnsbíla. Viðburðurinn er ókeypis og opinn öllum en mikilvægt er að skrá sig: Iceland Travel Tech // 2022 (google.com) Inga Rós er verkefnastjóri stafrænnar þróunnar hjá Ferðamálastofu. Ásta Kristín er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Inga Rós Antoníusdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan er vöknuð til lífsins! Eftir baráttu upp á líf og dauða sjá íslensk ferðaþjónustufyrirtæki nú flest aftur fram á blómleg viðskipti og glaða gesti á hlaðinu. Síðustu ár hafa einkennst af endurskipulagningu rekstursins, oft með undraverðum hætti, og ferðaþjónustan hefur sannað seiglu sinn og styrk. Breytt viðskiptaumhverfi og áskoranir kalla á nýjar lausnir. Margar af þeim eru tæknilegar og gerðar til að auka hagkvæmni sem og samkeppnishæfni í rekstri. Megináhersla íslenskrar ferðaþjónustu er á sjálfbærni. Reksturinn þarf að vera sjálfbær, náttúran þarf að geta borið þann fjölda ferðamanna sem við bjóðum velkomin til Íslands og að sjálfsögðu þurfa tæknilausnirnar sem notaðar eru einnig að hafa þetta að leiðarljósi. Sumar eru hreinlega til þess gerðar að auka sjálfbærni í ferðaþjónustu með einum eða öðrum hætti. Nýsköpun gegnir lykilhlutverki í öllum breytingum og er mikilvæg hverri grein sem vill dafna og vaxa. Nýsköpun gegnir ekki bara mikilvægu hlutverki á þróunar og vaxtaskeiði fyrirtækja heldur getur verið úrslitaþátturinn í því hvort eldri fyrirtæki lifi af nýja samkeppni eður ei. Ný tækni og bætt hæfni í notkun hennar bætir því ekki eingöngu skilvirkni og þjónustu heldur er rekstrarlegur ábati óumdeilanlegur. Ferðamálastofa og Íslenski ferðaklasinn standa fyrir Iceland Travel Tech ráðstefnunni í Grósku 19.maí. þar sem m.a. verða kynntar tæknislausnir sem eru að nýtast íslenskum ferðaþjónum vel á ýmsum stigum rekstursins. Fjallað verður m.a. um nýja tækni í bálkakeðjum og rafmyntum og hvert hún getur leitt okkur, hvernig bílaleiga og tæknifyrirtæki sameinuðust um að smíða miðlæga greiðslugátt sem sparar bílaleigum allt að heilt stöðugildi, hvernig Bláa lónið nýtir sér tækni og hringrásarhagkerfið til þess að efla forrystu og samkeppnisforskot og hvernig við auðveldum ferðamönnum og ferðaþjónum í sameiningu að auka sjálfbærni á ferðalögum með deilihagkerfi rafmagnsbíla. Viðburðurinn er ókeypis og opinn öllum en mikilvægt er að skrá sig: Iceland Travel Tech // 2022 (google.com) Inga Rós er verkefnastjóri stafrænnar þróunnar hjá Ferðamálastofu. Ásta Kristín er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans.
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar