Verkefnið var nú ekki ýkja flókið og þurfti aðeins að sparsla í göt í veggnum heima hjá Eddu.
Dóri og Edda áttu aftur á móti nokkuð athyglisverð samtöl í þættinum og barst talið að heimatilbúnu klámefni sem sumir stunda að framleiða hér á landi og jafnvel selja aðgang að í gegnum miðla eins og OnlyFans.
„Ég myndi aldrei gera þetta sjálf. Ég dæmi ekki fólk sem vill gera þetta en ég persónulega myndi ekki gera þetta,“ segir Edda og heldur áfram.
„Ég er líka þannig að ég myndi ekkert endilega vilja að dóttir mín eða sonur minn væri að þessu. En á sama tíma ef dóttir mín myndi koma til mín og segja að þetta væri það sem hana langaði að gera þá myndi ég reyna að styðja hana í því.“
Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins.