Tónlist

Framlög Úkraínu, Noregs og Hollands klífa alþjóðlegan vinsældarlista hjá Spotify

Dóra Júlía Agnarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa
Framlag Úkraínu í ár, lagið Stefania, situr í 32. sæti á vinsældarlistanum Viral 50 - Global.
Framlag Úkraínu í ár, lagið Stefania, situr í 32. sæti á vinsældarlistanum Viral 50 - Global. EBU

Lokakeppni Eurovision fer fram í Tórínó í kvöld og munu 25 lög keppa um gler hljóðnemann. Eins og vænta má eru lögin mörg hver orðin gífurlega vinsæl, bæði í Evrópu og sum um allan heim.

Framlög Úkraínu, Noregs og Hollands sitja öll á lagalistanum Viral 50 - Global á streymisveitunni Spotify en sá lagalisti nær utan um þau lög sem eru að slá í gegn um allan heim um þessar mundir.

Söngkonan ​​Stien den Hollander gengur undir listamannsnafninu S10 og keppir fyrir hönd Hollands með lagið Die Diepte. Lagið situr í 47. sæti Viral 50 - Global á Spotify.

S10 flytur lagið Die Diepte fyrir hönd Hollands.EBU

Gulu úlfarnir í Subwolfer eru framlag Noregs í ár og lagið þeirra Give That Wolf A Banana hefur náð til ótal margra en lagið situr í 33. sæti á sama lista.

Subwolfer og DJ Astro eru að slá í gegn.EBU

Úkraína er svo í 32. sæti á Viral 50 - Global lista Spotify með lagið Stefania, sem er framlag þeirra í ár. Laginu er spáð sigri af veðbönkunum og þykir mörgum líklegt að Kalush Orchestra beri sigur úr býtum.

Veðbankar spá úkraínsku hljómsveitinni Kalush Orchestra sigri í kvöld en atriðið þeirra er kraftmikið og lagið nær til ótal margra.EBU

Hér má nálgast lagalistann í heild sinni:


Tengdar fréttir

Þetta eru lögin sem keppa á lokakvöldi Eurovision

Eurovision keppnin nær hámarki í kvöld þegar 25 lönd keppast um að fá glerstyttuna eftirsóttu. Úkraínu er spáð öruggum sigri en sagan hefur kennt okkur að allt getur gerst í þessari keppni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×