Brúum bilið – svona er planið! Skúli Helgason skrifar 13. maí 2022 11:41 Samfylkingin hefur leitt vinnu undanfarin ár við að búa til áætlun um uppbyggingu í leikskólamálum til að koma til móts við foreldra yngstu barna í borginni. Þessi áætlun var fyrst lögð fram og samþykkt 2018 og eftir henni hefur verið unnið síðan. Við höfum opnað nýjan leikskóla í Úlfarsárdal (Dalskóli), 2 til viðbótar í vor við Eggertsgötu og Bríetartún, stækkað 6 leikskóla víðs vegar um borgina, opnað 31 ungbarnadeild og fjölgað plássum hjá sjálfstætt starfandi leikskólum. Alls hefur nýjum plássum fjölgað um 450 með þessum aðgerðum. Á þessu ári bætast við fimm nýir leikskólar, við Nauthólsveg hjá Hlíðarenda, á Kleppsvegi, í Ármúla, í Vogabyggð og á Barónsstíg á lóð Vörðuskóla. Framkvæmdir standa yfir á öllum þessum stöðum eða eru í lokaundirbúningi. Með þessu munu bætast við 800 leikskólapláss í borginni á árinu og það þýðir að við getum byrjað að taka á móti 12 mánaða börnum fyrir áramótin. Rétt er að taka fram að meirihlutinn í borgarstjórn hefur allur tekið þátt í og stutt dyggilega þessa vinnu og m.a.s. Sjálfstæðisflokkurinn hefur samþykkt þessa áætlun í borgarstjórn, ekki bara einu sinni heldur tvisvar – seinast 3. mars þegar við kynntum og staðfestum að við myndum fjölga leikskólaplássum um helming fram til 2025 til að mæta fjölgun fæðinga og barna á leikskólaaldri í borginni. Allt í allt mun plássunum fjölga um nærri 1700 fram til 2025. Hvað gerist á næstu árum? Til viðbótar þeim nýju leikskólum sem opna í ár munum við opna nýjan leikskóla í Safamýri í byrjun næsta árs, ungbarnaleikskóla við Kirkjusand og nýjan leikskóla Miðborgar við Njálsgötu á stórri lóð bak við gamla góða Austurbæ. Á árunum 2024-2026 bætast svo við nýir leikskólir í Völvufelli í Breiðholti, í Vogabyggð og í Skerjafirði. Til viðbótar koma viðbyggingar við eftirsótta leikskóla í borginni, s.s. Hof, Kvistaborg og Sæborg, auk þess sem leikskólinn Laugasól mun stækka verulega með gagngerum endurbótum á húsnæði leikskólans. Við hyggjumst líka bæta við húsnæði við leikskólana Hagaborg og Fálkaborg til að mæta þörfum foreldra í Vesturbæ og Breiðholti. Þá höfum við samþykkt óskir sjálfstætt starfandi leikskóla um fjölgun plássa hjá þeim og munum gera það áfram – þannig mun plássum fjölga um allt að 250 miðað við núverandi áætlanir. Hvernig á að manna nýju leikskólana? Það er vissulega áskorun að manna leikskóla þessi misserin, sérstaklega af fagfólki þar sem færri leikskólakennarar útskrifast en fara á eftirlaun eftir að kennaranámið var lengt í 5 ár að frumkvæði Sjálfstæðisflokksins og ný lög menntamálaráðherra Framsóknarflokksins um eitt leyfisbréf hafa haft þær afleiðingar að verulegur fjöldi leikskólakennara hefur flutt sig yfir í grunnskóla. Engu að síður höfum við bætt við 350 starfsmönnum í leikskóla borgarinnar sl. 4 ár í tengslum við fjölgun starfsfólks á elstu deildum leikskólanna og þörfin á nýjum stöðugildum til að manna nýju leikskólana er af svipaðri stærðargráðu eða um 400 stöðugildi sem dreifast á næstu 4 ár. Vel hefur gengið að manna þá leikskóla sem opnað hafa á þessu ári. Við erum stolt af því að hafa samið um launahækkanir við starfsfólk leikskóla en Sjálfstæðisflokkurinn hefur því miður ekki treyst sér til að gera það. Samfylkingin setur leikskólamál í forgang Í hnotskurn er staðan sú að skýr áætlun hefur verið samþykkt í borgarstjórn um uppbyggingu leikskóla til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Þessi áætlun hefur verið samþykkt án mótatkvæða í borgarstjórn, hún er fjármögnuð að fullu leyti og komin til framkvæmda eins og rakið hefur verið í þessari grein. Samfylkingin hefur leitt þessa vinnu allan tímann og við munum ef við fáum stuðning í kosningunum á laugardag tryggja að uppbygging í leikskólum verði áfram forgangsmál rétt eins og vinnan við að bæta starfsumhverfi leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs í borginni. Samfylkingin setur menntamál í forgang, ekki bara í orði heldur líka á borði. Kjósum áframhaldandi sókn í menntamálum – XS! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Samfylkingin hefur leitt vinnu undanfarin ár við að búa til áætlun um uppbyggingu í leikskólamálum til að koma til móts við foreldra yngstu barna í borginni. Þessi áætlun var fyrst lögð fram og samþykkt 2018 og eftir henni hefur verið unnið síðan. Við höfum opnað nýjan leikskóla í Úlfarsárdal (Dalskóli), 2 til viðbótar í vor við Eggertsgötu og Bríetartún, stækkað 6 leikskóla víðs vegar um borgina, opnað 31 ungbarnadeild og fjölgað plássum hjá sjálfstætt starfandi leikskólum. Alls hefur nýjum plássum fjölgað um 450 með þessum aðgerðum. Á þessu ári bætast við fimm nýir leikskólar, við Nauthólsveg hjá Hlíðarenda, á Kleppsvegi, í Ármúla, í Vogabyggð og á Barónsstíg á lóð Vörðuskóla. Framkvæmdir standa yfir á öllum þessum stöðum eða eru í lokaundirbúningi. Með þessu munu bætast við 800 leikskólapláss í borginni á árinu og það þýðir að við getum byrjað að taka á móti 12 mánaða börnum fyrir áramótin. Rétt er að taka fram að meirihlutinn í borgarstjórn hefur allur tekið þátt í og stutt dyggilega þessa vinnu og m.a.s. Sjálfstæðisflokkurinn hefur samþykkt þessa áætlun í borgarstjórn, ekki bara einu sinni heldur tvisvar – seinast 3. mars þegar við kynntum og staðfestum að við myndum fjölga leikskólaplássum um helming fram til 2025 til að mæta fjölgun fæðinga og barna á leikskólaaldri í borginni. Allt í allt mun plássunum fjölga um nærri 1700 fram til 2025. Hvað gerist á næstu árum? Til viðbótar þeim nýju leikskólum sem opna í ár munum við opna nýjan leikskóla í Safamýri í byrjun næsta árs, ungbarnaleikskóla við Kirkjusand og nýjan leikskóla Miðborgar við Njálsgötu á stórri lóð bak við gamla góða Austurbæ. Á árunum 2024-2026 bætast svo við nýir leikskólir í Völvufelli í Breiðholti, í Vogabyggð og í Skerjafirði. Til viðbótar koma viðbyggingar við eftirsótta leikskóla í borginni, s.s. Hof, Kvistaborg og Sæborg, auk þess sem leikskólinn Laugasól mun stækka verulega með gagngerum endurbótum á húsnæði leikskólans. Við hyggjumst líka bæta við húsnæði við leikskólana Hagaborg og Fálkaborg til að mæta þörfum foreldra í Vesturbæ og Breiðholti. Þá höfum við samþykkt óskir sjálfstætt starfandi leikskóla um fjölgun plássa hjá þeim og munum gera það áfram – þannig mun plássum fjölga um allt að 250 miðað við núverandi áætlanir. Hvernig á að manna nýju leikskólana? Það er vissulega áskorun að manna leikskóla þessi misserin, sérstaklega af fagfólki þar sem færri leikskólakennarar útskrifast en fara á eftirlaun eftir að kennaranámið var lengt í 5 ár að frumkvæði Sjálfstæðisflokksins og ný lög menntamálaráðherra Framsóknarflokksins um eitt leyfisbréf hafa haft þær afleiðingar að verulegur fjöldi leikskólakennara hefur flutt sig yfir í grunnskóla. Engu að síður höfum við bætt við 350 starfsmönnum í leikskóla borgarinnar sl. 4 ár í tengslum við fjölgun starfsfólks á elstu deildum leikskólanna og þörfin á nýjum stöðugildum til að manna nýju leikskólana er af svipaðri stærðargráðu eða um 400 stöðugildi sem dreifast á næstu 4 ár. Vel hefur gengið að manna þá leikskóla sem opnað hafa á þessu ári. Við erum stolt af því að hafa samið um launahækkanir við starfsfólk leikskóla en Sjálfstæðisflokkurinn hefur því miður ekki treyst sér til að gera það. Samfylkingin setur leikskólamál í forgang Í hnotskurn er staðan sú að skýr áætlun hefur verið samþykkt í borgarstjórn um uppbyggingu leikskóla til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Þessi áætlun hefur verið samþykkt án mótatkvæða í borgarstjórn, hún er fjármögnuð að fullu leyti og komin til framkvæmda eins og rakið hefur verið í þessari grein. Samfylkingin hefur leitt þessa vinnu allan tímann og við munum ef við fáum stuðning í kosningunum á laugardag tryggja að uppbygging í leikskólum verði áfram forgangsmál rétt eins og vinnan við að bæta starfsumhverfi leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs í borginni. Samfylkingin setur menntamál í forgang, ekki bara í orði heldur líka á borði. Kjósum áframhaldandi sókn í menntamálum – XS! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun