Ertu að meina eitthvað með þessu, Dagur? Björn Kristjánsson skrifar 13. maí 2022 10:00 Bréf til borgarstjóra Sæll Dagur. Takk fyrir síðast. Það var ánægjulegt að rekast á þig utan við Leiknisvöllinn á frídegi verkalýðsins. Fallegt veður og góð stemning. Ég ákvað að inna þig ekki svara um íþróttaaðstöðuna í Laugardalnum enda hafðir þú sagt við mig nokkru áður að 1. maí væri helgur dagur, ætlaður til samstöðu en ekki í pólitískt argaþras. Því er ég sammála. Þegar við hittumst nokkrum vikum fyrr vorum við á íbúafundi fyrir íbúa Laugarneshverfis í Laugarnesskóla. Meðal þess sem þar var til umræðu var íþróttaaðstaða barna og unglinga, íþróttafélaga og skóla í hverfunum umhverfis Laugardal. Þar skýrðir þú frá hugmyndum þínum um byggingu þjóðarhallar sem þú teldir álitlegri kost en byggingu íþróttahúss fyrir félögin og skólana í hverfinu. Ég spurði þig svo hvenær fyrirætlanir um þjóðarhöll þyrftu að liggja fyrir ef ekki ætti að byggja íþróttahús fyrir Þrótt og Ármann og það stóð ekki á svörunum. Loksins fékkst skýr tímarammi og konkret svar þegar þú sagðir orðrétt: „Það er lykilplagg sem á að koma fram sirka í apríl sem heitir fjármálaáætlun ríkisins. Það er til fimm ára. Ég segi að ef það verða ekki peningar í þetta þar þá meina þau ekkert með þessu. Þannig að fyrir 1. maí þá þarf þetta að liggja fyrir annars legg ég tillögu fyrir borgarráð 5. maí [um byggingu íþróttahúss fyrir Þrótt og Ármann].“ Fjármálaáætlunin birtist reyndar nokkru fyrr en ráðgert var og þar var ekki gert ráð fyrir einni krónu í þjóðarhöll. Börn, unglingar, foreldrar og aðrir íbúar í Laugardal glöddust yfir þessu. Enda búið að vera baráttumál áratugum saman að koma aðstöðu til kennslu og æfinga innanhússíþrótta í sómasamlegt horf hér í hverfinu. Nú fengjum við loksins íþróttahúsið okkar! Svo kom 5. maí og borgarráðsfundurinn mikilvægi fór fram. Engin svör var að finna í fundargerð fundarins heldur var afgreiðsla málsins færð í trúnaðarbók. Þetta var eitthvað dularfullt. Daginn eftir kom svo skellurinn. Viljayfirlýsing um þjóðarhöll. Viljayfirlýsing. Innihaldsrýrara plagg er vandfundið. Fjármögnun er ekki tryggð, rekstrarformið er óljóst og tímaramminn fylltur útópískri bjartsýni. Enn skyldi málum barna og unglinga í Laugardalnum drepið á dreif, þau þæfð í nefndum og starfshópum og frestað um óákveðinn tíma. Þetta var ekki það sem þú sagðir okkur á fundinum í Laugarnesskóla. Það er ljóst, kæri Dagur, að þú gekkst á bak orða þinna. Þú stóðst ekki við það sem þú hafðir lofað. Þú einfaldlega sagðir ósatt og þegar maður gerir slíkt veldur maður rofi í trausti. Og nú hefur orðið slíkt rof í trausti milli þín, sem æðsta stjórnanda borgarinnar og okkar, íbúa hverfisins, sem margir upplifa vonbrigði og svik vegna þessa máls. Það góða er þó að traust er hægt að byggja upp aftur og það þurfum við að gera í sameiningu, enda bendir flest til þess að þú munir halda stöðu þinni næstu fjögur árin. Ég vil því gefa þér tækifæri til að stíga fyrstu skrefin í að endurheimta traust íbúa við Laugardal með því að svara nokkrum einföldum spurningum: Verður Laugardalshöll færð Þrótti og Ármanni til fullra umráða og afnota? Hvenær verður það gert? Hvernig verður staðið að því? Hvernig verður tryggt að æfingar og íþróttakennsla þurfi ekki að víkja fyrir viðburðahaldi í Laugardalshöll þar til og ef þjóðarhöll rís? Stendur til að draga Laugardalshöll út úr samningum við Íþrótta- og sýningarhöllina hf. sem sér um rekstur og útleigu á mannvirkinu og tekur viðburðahald fram yfir íþróttastarf? Hvenær verður það gert? Hvernig verður tryggt að umhverfi og aðstaða í risavaxinni Laugardalshöll og/eða þjóðarhöll verði með þeim hætti að iðkendur njóti sömu persónulegu, félagslegu og uppeldislegu gæða og önnur félög geta veitt í sínum eigin minni húsum? Það er auðvitað fjölmörgum öðrum spurningum ósvarað en látum þetta nægja sem fyrsta skref. Skref í átt til trausts og sátta. Íbúar hverfisins eru margbrenndir af innihaldslausum viljayfirlýsingum, loðnum svörum, starfshópum, ráðum og nefndum. Við munum ekki sætta okkar við það lengur að vera víkjandi stærð í langdregnum og furðulegum kapli borgarinnar sem aldrei virðist ganga upp. Höfundur er íbúi í Laugardal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þróttur Reykjavík Ármann Íþróttir barna Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Deilur um skólahald í Laugardal Tengdar fréttir Ekkert íþróttahús í Laugardal Þétting byggðar er einn af lyklunum að farsælli þróun borga. Með henni fæst lifandi borgarumhverfi, fjölbreyttari og öflugri þjónusta í nærumhverfi, minni bílaumferð, bætt loftgæði og þannig einfaldara og heilbrigðara hversdagslíf borgaranna. 29. október 2021 08:30 Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Bréf til borgarstjóra Sæll Dagur. Takk fyrir síðast. Það var ánægjulegt að rekast á þig utan við Leiknisvöllinn á frídegi verkalýðsins. Fallegt veður og góð stemning. Ég ákvað að inna þig ekki svara um íþróttaaðstöðuna í Laugardalnum enda hafðir þú sagt við mig nokkru áður að 1. maí væri helgur dagur, ætlaður til samstöðu en ekki í pólitískt argaþras. Því er ég sammála. Þegar við hittumst nokkrum vikum fyrr vorum við á íbúafundi fyrir íbúa Laugarneshverfis í Laugarnesskóla. Meðal þess sem þar var til umræðu var íþróttaaðstaða barna og unglinga, íþróttafélaga og skóla í hverfunum umhverfis Laugardal. Þar skýrðir þú frá hugmyndum þínum um byggingu þjóðarhallar sem þú teldir álitlegri kost en byggingu íþróttahúss fyrir félögin og skólana í hverfinu. Ég spurði þig svo hvenær fyrirætlanir um þjóðarhöll þyrftu að liggja fyrir ef ekki ætti að byggja íþróttahús fyrir Þrótt og Ármann og það stóð ekki á svörunum. Loksins fékkst skýr tímarammi og konkret svar þegar þú sagðir orðrétt: „Það er lykilplagg sem á að koma fram sirka í apríl sem heitir fjármálaáætlun ríkisins. Það er til fimm ára. Ég segi að ef það verða ekki peningar í þetta þar þá meina þau ekkert með þessu. Þannig að fyrir 1. maí þá þarf þetta að liggja fyrir annars legg ég tillögu fyrir borgarráð 5. maí [um byggingu íþróttahúss fyrir Þrótt og Ármann].“ Fjármálaáætlunin birtist reyndar nokkru fyrr en ráðgert var og þar var ekki gert ráð fyrir einni krónu í þjóðarhöll. Börn, unglingar, foreldrar og aðrir íbúar í Laugardal glöddust yfir þessu. Enda búið að vera baráttumál áratugum saman að koma aðstöðu til kennslu og æfinga innanhússíþrótta í sómasamlegt horf hér í hverfinu. Nú fengjum við loksins íþróttahúsið okkar! Svo kom 5. maí og borgarráðsfundurinn mikilvægi fór fram. Engin svör var að finna í fundargerð fundarins heldur var afgreiðsla málsins færð í trúnaðarbók. Þetta var eitthvað dularfullt. Daginn eftir kom svo skellurinn. Viljayfirlýsing um þjóðarhöll. Viljayfirlýsing. Innihaldsrýrara plagg er vandfundið. Fjármögnun er ekki tryggð, rekstrarformið er óljóst og tímaramminn fylltur útópískri bjartsýni. Enn skyldi málum barna og unglinga í Laugardalnum drepið á dreif, þau þæfð í nefndum og starfshópum og frestað um óákveðinn tíma. Þetta var ekki það sem þú sagðir okkur á fundinum í Laugarnesskóla. Það er ljóst, kæri Dagur, að þú gekkst á bak orða þinna. Þú stóðst ekki við það sem þú hafðir lofað. Þú einfaldlega sagðir ósatt og þegar maður gerir slíkt veldur maður rofi í trausti. Og nú hefur orðið slíkt rof í trausti milli þín, sem æðsta stjórnanda borgarinnar og okkar, íbúa hverfisins, sem margir upplifa vonbrigði og svik vegna þessa máls. Það góða er þó að traust er hægt að byggja upp aftur og það þurfum við að gera í sameiningu, enda bendir flest til þess að þú munir halda stöðu þinni næstu fjögur árin. Ég vil því gefa þér tækifæri til að stíga fyrstu skrefin í að endurheimta traust íbúa við Laugardal með því að svara nokkrum einföldum spurningum: Verður Laugardalshöll færð Þrótti og Ármanni til fullra umráða og afnota? Hvenær verður það gert? Hvernig verður staðið að því? Hvernig verður tryggt að æfingar og íþróttakennsla þurfi ekki að víkja fyrir viðburðahaldi í Laugardalshöll þar til og ef þjóðarhöll rís? Stendur til að draga Laugardalshöll út úr samningum við Íþrótta- og sýningarhöllina hf. sem sér um rekstur og útleigu á mannvirkinu og tekur viðburðahald fram yfir íþróttastarf? Hvenær verður það gert? Hvernig verður tryggt að umhverfi og aðstaða í risavaxinni Laugardalshöll og/eða þjóðarhöll verði með þeim hætti að iðkendur njóti sömu persónulegu, félagslegu og uppeldislegu gæða og önnur félög geta veitt í sínum eigin minni húsum? Það er auðvitað fjölmörgum öðrum spurningum ósvarað en látum þetta nægja sem fyrsta skref. Skref í átt til trausts og sátta. Íbúar hverfisins eru margbrenndir af innihaldslausum viljayfirlýsingum, loðnum svörum, starfshópum, ráðum og nefndum. Við munum ekki sætta okkar við það lengur að vera víkjandi stærð í langdregnum og furðulegum kapli borgarinnar sem aldrei virðist ganga upp. Höfundur er íbúi í Laugardal.
Ekkert íþróttahús í Laugardal Þétting byggðar er einn af lyklunum að farsælli þróun borga. Með henni fæst lifandi borgarumhverfi, fjölbreyttari og öflugri þjónusta í nærumhverfi, minni bílaumferð, bætt loftgæði og þannig einfaldara og heilbrigðara hversdagslíf borgaranna. 29. október 2021 08:30
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar