Samskipti og þjónusta við íbúa - Gerum betur Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir skrifar 13. maí 2022 09:00 Í nýju sameinuðu sveitarfélagi er að mörgu að hyggja. Við þurfum að stilla saman strengi eftir þessa breytingu. Eitt af því sem leggja þarf áherslu á að mínu mati er þjónustan við íbúa, aðgengi þeirra að upplýsingum og aðstoð við að fá úrlausn sinna mála. Þegar samfélög stækka þá vilja boðleiðir oft lengjast og verða erfiðari. En við getum unnið að því að svo verði ekki hjá nýju sveitarfélagi með því að vinna markvisst að því að bæta þjónustu og að allir íbúar, starfsmenn sveitarfélagsins og sveitarstjórnarfulltrúar rói í sömu átt varðandi það. Ég er fædd og uppalin í Skagafirði og bjó hér fram undir tvítugt, þá flutti ég suður og vann þar í 20 ár. Árið 2019 flutti ég heim að nýju í fjörðinn og samfélagið sem ég hef þekkt frá fæðingu, í fallegasta fjörð landsins. Að keyra niður Vatnsskarðið á björtu vorkvöldi er alltaf jafn fallegt. Að horfa til suðurs og sjá fram fjörð, Mælifellshnjúkinn, yfir í Blönduhlíð út fjörð og sjá sólina á bak við eyjarnar okkar. Þetta er eitthvað annað. Þegar fólk hugsar sér til hreyfings út á land er samkeppnin mikil. Atvinna, húsnæði, leikskólapláss og hvernig samfélagið tekur á móti skiptir miklu máli og þar spila allir íbúar sveitarfélagsins inn í. Þjónustustefna Sveitarfélagið Skagafjörður er fjölmennur og fjölbreyttur vinnustaður, með íbúa sem eru um 4300 dreifðir um allan fjörð og því má segja að þarfir þeirra sé misjafnar þó að grunnþarfir séu þær sömu. Þjónusta er mikilvæg í okkar lífi og því þarf alltaf að vera á tánum gagnvart því að hún sé veitt og að viðskiptavinir séu ánægðir. Með því að veita góða þjónustu eru auknar líkur á því að fólk komi aftur og láti gott orð berast út. En það skiptir líka máli hvernig hún er veitt. Við höfum trúlega öll upplifað lélega þjónustu einhversstaðar og heitið því að koma aldrei þangað aftur. Því er það mjög mikilvægt að allir geri sér grein fyrir hlutverki sínu og til hvers er ætlast. Að boðleiðir séu skýrar og að íbúar, já og starfsfólkið, viti hvert á að beina viðkomandi til að fá úrlausn sinna mála, leiðbeiningar eða aðstoð. Í kerfum almennt eru miklar torleiðir og oft held ég að fólk hætti við að sækja sér upplýsingar og þjónustu því að allt ferlið er svo flókið. Svo ekki sé minnst á hvernig þetta sé fyrir fólk af erlendum uppruna sem flytur hingað. Það þarf að hlúa að þeim hópi sérstaklega og tryggja að þau fái þá aðstoð sem þarf, sérstaklega ef um börn er að ræða varðandi skóla- og tómstundamál. Því er mikilvægt fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð að setja sér þjónustustefnu og fylgja henni eftir. Með sama fyrirkomulagi og í fyrra Hugsa þarf hlutina eins og að enginn viti neitt, því enginn veit allt. Hvernig á fólk sem er nýflutt í samfélagið að vita hvernig hlutirnir voru í fyrra? Viðburður verður með sama fyrirkomulagi og undanfarin ár. Þessu þurfum við sem samfélag að breyta og taka vel á móti fólki sem flytur í fallegasta og skemmtilegasta fjörð landsins. Þessu viljum við Sjálfstæðismenn breyta því þetta er ekki boðlegt í nútímasamfélagi þar sem samskiptamáti er hraðari og auðveldar en oft áður. Vilji og samvinna er það sem þarf. Við viljum öll búa í samfélagið þar sem hlutirnir ganga vel og að íbúar séu ánægðir og geti stoltir sagt frá því að þjónustan heima sé til fyrirmyndar. Stuttar og hnitmiðaðar boðleiðir auðveldar líf allra. Ef þú kjósandi góður vilt sjá breytingar er snúa að þjónustu hjá Sveitarfélaginu Skagafirði þá hvet ég þig til að mæta á kjörstað og setja x við D. Höfundur skipar 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Skagafjörður Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Sjá meira
Í nýju sameinuðu sveitarfélagi er að mörgu að hyggja. Við þurfum að stilla saman strengi eftir þessa breytingu. Eitt af því sem leggja þarf áherslu á að mínu mati er þjónustan við íbúa, aðgengi þeirra að upplýsingum og aðstoð við að fá úrlausn sinna mála. Þegar samfélög stækka þá vilja boðleiðir oft lengjast og verða erfiðari. En við getum unnið að því að svo verði ekki hjá nýju sveitarfélagi með því að vinna markvisst að því að bæta þjónustu og að allir íbúar, starfsmenn sveitarfélagsins og sveitarstjórnarfulltrúar rói í sömu átt varðandi það. Ég er fædd og uppalin í Skagafirði og bjó hér fram undir tvítugt, þá flutti ég suður og vann þar í 20 ár. Árið 2019 flutti ég heim að nýju í fjörðinn og samfélagið sem ég hef þekkt frá fæðingu, í fallegasta fjörð landsins. Að keyra niður Vatnsskarðið á björtu vorkvöldi er alltaf jafn fallegt. Að horfa til suðurs og sjá fram fjörð, Mælifellshnjúkinn, yfir í Blönduhlíð út fjörð og sjá sólina á bak við eyjarnar okkar. Þetta er eitthvað annað. Þegar fólk hugsar sér til hreyfings út á land er samkeppnin mikil. Atvinna, húsnæði, leikskólapláss og hvernig samfélagið tekur á móti skiptir miklu máli og þar spila allir íbúar sveitarfélagsins inn í. Þjónustustefna Sveitarfélagið Skagafjörður er fjölmennur og fjölbreyttur vinnustaður, með íbúa sem eru um 4300 dreifðir um allan fjörð og því má segja að þarfir þeirra sé misjafnar þó að grunnþarfir séu þær sömu. Þjónusta er mikilvæg í okkar lífi og því þarf alltaf að vera á tánum gagnvart því að hún sé veitt og að viðskiptavinir séu ánægðir. Með því að veita góða þjónustu eru auknar líkur á því að fólk komi aftur og láti gott orð berast út. En það skiptir líka máli hvernig hún er veitt. Við höfum trúlega öll upplifað lélega þjónustu einhversstaðar og heitið því að koma aldrei þangað aftur. Því er það mjög mikilvægt að allir geri sér grein fyrir hlutverki sínu og til hvers er ætlast. Að boðleiðir séu skýrar og að íbúar, já og starfsfólkið, viti hvert á að beina viðkomandi til að fá úrlausn sinna mála, leiðbeiningar eða aðstoð. Í kerfum almennt eru miklar torleiðir og oft held ég að fólk hætti við að sækja sér upplýsingar og þjónustu því að allt ferlið er svo flókið. Svo ekki sé minnst á hvernig þetta sé fyrir fólk af erlendum uppruna sem flytur hingað. Það þarf að hlúa að þeim hópi sérstaklega og tryggja að þau fái þá aðstoð sem þarf, sérstaklega ef um börn er að ræða varðandi skóla- og tómstundamál. Því er mikilvægt fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð að setja sér þjónustustefnu og fylgja henni eftir. Með sama fyrirkomulagi og í fyrra Hugsa þarf hlutina eins og að enginn viti neitt, því enginn veit allt. Hvernig á fólk sem er nýflutt í samfélagið að vita hvernig hlutirnir voru í fyrra? Viðburður verður með sama fyrirkomulagi og undanfarin ár. Þessu þurfum við sem samfélag að breyta og taka vel á móti fólki sem flytur í fallegasta og skemmtilegasta fjörð landsins. Þessu viljum við Sjálfstæðismenn breyta því þetta er ekki boðlegt í nútímasamfélagi þar sem samskiptamáti er hraðari og auðveldar en oft áður. Vilji og samvinna er það sem þarf. Við viljum öll búa í samfélagið þar sem hlutirnir ganga vel og að íbúar séu ánægðir og geti stoltir sagt frá því að þjónustan heima sé til fyrirmyndar. Stuttar og hnitmiðaðar boðleiðir auðveldar líf allra. Ef þú kjósandi góður vilt sjá breytingar er snúa að þjónustu hjá Sveitarfélaginu Skagafirði þá hvet ég þig til að mæta á kjörstað og setja x við D. Höfundur skipar 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar