Samskipti og þjónusta við íbúa - Gerum betur Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir skrifar 13. maí 2022 09:00 Í nýju sameinuðu sveitarfélagi er að mörgu að hyggja. Við þurfum að stilla saman strengi eftir þessa breytingu. Eitt af því sem leggja þarf áherslu á að mínu mati er þjónustan við íbúa, aðgengi þeirra að upplýsingum og aðstoð við að fá úrlausn sinna mála. Þegar samfélög stækka þá vilja boðleiðir oft lengjast og verða erfiðari. En við getum unnið að því að svo verði ekki hjá nýju sveitarfélagi með því að vinna markvisst að því að bæta þjónustu og að allir íbúar, starfsmenn sveitarfélagsins og sveitarstjórnarfulltrúar rói í sömu átt varðandi það. Ég er fædd og uppalin í Skagafirði og bjó hér fram undir tvítugt, þá flutti ég suður og vann þar í 20 ár. Árið 2019 flutti ég heim að nýju í fjörðinn og samfélagið sem ég hef þekkt frá fæðingu, í fallegasta fjörð landsins. Að keyra niður Vatnsskarðið á björtu vorkvöldi er alltaf jafn fallegt. Að horfa til suðurs og sjá fram fjörð, Mælifellshnjúkinn, yfir í Blönduhlíð út fjörð og sjá sólina á bak við eyjarnar okkar. Þetta er eitthvað annað. Þegar fólk hugsar sér til hreyfings út á land er samkeppnin mikil. Atvinna, húsnæði, leikskólapláss og hvernig samfélagið tekur á móti skiptir miklu máli og þar spila allir íbúar sveitarfélagsins inn í. Þjónustustefna Sveitarfélagið Skagafjörður er fjölmennur og fjölbreyttur vinnustaður, með íbúa sem eru um 4300 dreifðir um allan fjörð og því má segja að þarfir þeirra sé misjafnar þó að grunnþarfir séu þær sömu. Þjónusta er mikilvæg í okkar lífi og því þarf alltaf að vera á tánum gagnvart því að hún sé veitt og að viðskiptavinir séu ánægðir. Með því að veita góða þjónustu eru auknar líkur á því að fólk komi aftur og láti gott orð berast út. En það skiptir líka máli hvernig hún er veitt. Við höfum trúlega öll upplifað lélega þjónustu einhversstaðar og heitið því að koma aldrei þangað aftur. Því er það mjög mikilvægt að allir geri sér grein fyrir hlutverki sínu og til hvers er ætlast. Að boðleiðir séu skýrar og að íbúar, já og starfsfólkið, viti hvert á að beina viðkomandi til að fá úrlausn sinna mála, leiðbeiningar eða aðstoð. Í kerfum almennt eru miklar torleiðir og oft held ég að fólk hætti við að sækja sér upplýsingar og þjónustu því að allt ferlið er svo flókið. Svo ekki sé minnst á hvernig þetta sé fyrir fólk af erlendum uppruna sem flytur hingað. Það þarf að hlúa að þeim hópi sérstaklega og tryggja að þau fái þá aðstoð sem þarf, sérstaklega ef um börn er að ræða varðandi skóla- og tómstundamál. Því er mikilvægt fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð að setja sér þjónustustefnu og fylgja henni eftir. Með sama fyrirkomulagi og í fyrra Hugsa þarf hlutina eins og að enginn viti neitt, því enginn veit allt. Hvernig á fólk sem er nýflutt í samfélagið að vita hvernig hlutirnir voru í fyrra? Viðburður verður með sama fyrirkomulagi og undanfarin ár. Þessu þurfum við sem samfélag að breyta og taka vel á móti fólki sem flytur í fallegasta og skemmtilegasta fjörð landsins. Þessu viljum við Sjálfstæðismenn breyta því þetta er ekki boðlegt í nútímasamfélagi þar sem samskiptamáti er hraðari og auðveldar en oft áður. Vilji og samvinna er það sem þarf. Við viljum öll búa í samfélagið þar sem hlutirnir ganga vel og að íbúar séu ánægðir og geti stoltir sagt frá því að þjónustan heima sé til fyrirmyndar. Stuttar og hnitmiðaðar boðleiðir auðveldar líf allra. Ef þú kjósandi góður vilt sjá breytingar er snúa að þjónustu hjá Sveitarfélaginu Skagafirði þá hvet ég þig til að mæta á kjörstað og setja x við D. Höfundur skipar 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Skagafjörður Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Í nýju sameinuðu sveitarfélagi er að mörgu að hyggja. Við þurfum að stilla saman strengi eftir þessa breytingu. Eitt af því sem leggja þarf áherslu á að mínu mati er þjónustan við íbúa, aðgengi þeirra að upplýsingum og aðstoð við að fá úrlausn sinna mála. Þegar samfélög stækka þá vilja boðleiðir oft lengjast og verða erfiðari. En við getum unnið að því að svo verði ekki hjá nýju sveitarfélagi með því að vinna markvisst að því að bæta þjónustu og að allir íbúar, starfsmenn sveitarfélagsins og sveitarstjórnarfulltrúar rói í sömu átt varðandi það. Ég er fædd og uppalin í Skagafirði og bjó hér fram undir tvítugt, þá flutti ég suður og vann þar í 20 ár. Árið 2019 flutti ég heim að nýju í fjörðinn og samfélagið sem ég hef þekkt frá fæðingu, í fallegasta fjörð landsins. Að keyra niður Vatnsskarðið á björtu vorkvöldi er alltaf jafn fallegt. Að horfa til suðurs og sjá fram fjörð, Mælifellshnjúkinn, yfir í Blönduhlíð út fjörð og sjá sólina á bak við eyjarnar okkar. Þetta er eitthvað annað. Þegar fólk hugsar sér til hreyfings út á land er samkeppnin mikil. Atvinna, húsnæði, leikskólapláss og hvernig samfélagið tekur á móti skiptir miklu máli og þar spila allir íbúar sveitarfélagsins inn í. Þjónustustefna Sveitarfélagið Skagafjörður er fjölmennur og fjölbreyttur vinnustaður, með íbúa sem eru um 4300 dreifðir um allan fjörð og því má segja að þarfir þeirra sé misjafnar þó að grunnþarfir séu þær sömu. Þjónusta er mikilvæg í okkar lífi og því þarf alltaf að vera á tánum gagnvart því að hún sé veitt og að viðskiptavinir séu ánægðir. Með því að veita góða þjónustu eru auknar líkur á því að fólk komi aftur og láti gott orð berast út. En það skiptir líka máli hvernig hún er veitt. Við höfum trúlega öll upplifað lélega þjónustu einhversstaðar og heitið því að koma aldrei þangað aftur. Því er það mjög mikilvægt að allir geri sér grein fyrir hlutverki sínu og til hvers er ætlast. Að boðleiðir séu skýrar og að íbúar, já og starfsfólkið, viti hvert á að beina viðkomandi til að fá úrlausn sinna mála, leiðbeiningar eða aðstoð. Í kerfum almennt eru miklar torleiðir og oft held ég að fólk hætti við að sækja sér upplýsingar og þjónustu því að allt ferlið er svo flókið. Svo ekki sé minnst á hvernig þetta sé fyrir fólk af erlendum uppruna sem flytur hingað. Það þarf að hlúa að þeim hópi sérstaklega og tryggja að þau fái þá aðstoð sem þarf, sérstaklega ef um börn er að ræða varðandi skóla- og tómstundamál. Því er mikilvægt fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð að setja sér þjónustustefnu og fylgja henni eftir. Með sama fyrirkomulagi og í fyrra Hugsa þarf hlutina eins og að enginn viti neitt, því enginn veit allt. Hvernig á fólk sem er nýflutt í samfélagið að vita hvernig hlutirnir voru í fyrra? Viðburður verður með sama fyrirkomulagi og undanfarin ár. Þessu þurfum við sem samfélag að breyta og taka vel á móti fólki sem flytur í fallegasta og skemmtilegasta fjörð landsins. Þessu viljum við Sjálfstæðismenn breyta því þetta er ekki boðlegt í nútímasamfélagi þar sem samskiptamáti er hraðari og auðveldar en oft áður. Vilji og samvinna er það sem þarf. Við viljum öll búa í samfélagið þar sem hlutirnir ganga vel og að íbúar séu ánægðir og geti stoltir sagt frá því að þjónustan heima sé til fyrirmyndar. Stuttar og hnitmiðaðar boðleiðir auðveldar líf allra. Ef þú kjósandi góður vilt sjá breytingar er snúa að þjónustu hjá Sveitarfélaginu Skagafirði þá hvet ég þig til að mæta á kjörstað og setja x við D. Höfundur skipar 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun