Lausnin á húsnæðisvanda borgarinnar Thelma Rán Gylfadóttir skrifar 11. maí 2022 22:15 Það er alltaf áhugavert að fylgjast með fréttum vikuna fyrir kosningar, þegar frambjóðendur hafa sig alla við til að næla í atkvæði. Þessi kosningabarátta hefur þó verið öðruvísi fyrir mér, kannski vegna þess að ég er sjálf í framboði eða kannski vegna þess að í vikunni varð ég vitni að því hversu langt sumir virðast virkilega vera tilbúnir að ganga til að næla sér í atkvæði. Viku fyrir kosningar þegar góð ráð eru dýr virðast Vinstri græn nefnilega hafa fundið lausnina á húsnæðisvanda borgarinnar. Lausnin er einfaldlega að taka upp stefnu annars flokks í húsnæðismálum. Sósíalistaflokkurinn á nefnilega mjög vandaða og flotta stefnu þegar kemur að því að vinna á húsnæðisvandanum í Reykjavík en húsnæðismálin í borginni hafa lengi verið stórt vandamál, vandamál sem borgarbúar vilja láta laga. Ég vildi að ég gæti fagnað aukinni samstöðu um lausnir í húsnæðismálum en það er erfitt þegar meirihlutinn, þar með talið Vinstri græn hafa ítrekað kosið gegn tillögum Sósíalista um að borgin byggi, síðast fyrir nokkrum dögum þegar fulltrúi Sósíalista lagði fram tillögu um að Félagsbústaðir byggi 3000 íbúðir. Það stöðvaði þá þó ekki í að taka upp nauðalíkt slagorð og Sósíalistar aðeins viku fyrir kosningar. En Vinstri græn héldu sem sagt fund um síðustu helgi, fund um húsnæðismál, fund með yfirskriftinni „Borgin byggir” en slagorð Sósíalista hefur verið „Borgin á að byggja”. Ég velti fyrir mér hvort þeim hefði snúist hugur á þessum nokkru dögum en svo mundi ég síðustu borgarstjórnarkosningarnar árið 2018. Þá talaði flokkurinn fyrir því að "útrýma" biðlistum, endurreisa verkamannabústaðakerfið, og fjölga félagslegum leiguíbúðum með 600 nýjum íbúðum. Það er ekki hægt að sjá að neitt hafi orðið að þessum kosningaloforðum enda virðist sem Vinstri græn í meirhluta borgarstjórnar hafi kosið gegn eigin kosningarloforðum. Árið 2018 var tillaga um undirbúning að stofnun Byggingarfélags Reykjavíkur felld. Árið 2019 var tillaga Sósíalista um stofnun íbúðafélags svæfð, en það félag hefði komið til viðbótar við Félagsbústaði. Árið 2020 felldi svo meirihlutinn tillögu um aðgerðir gegn húsnæðiskreppu sem hefði getað eytt biðlistum eftir húsnæði í borginni. Húsnæðiskreppan í Reykjavík er því greinilega vandamál sem Vinstri græn gera sér grein fyrir að þurfi laga, vandinn virðist bara sá að þau vilja ekki laga ástandið, nema þá kannski vikuna fyrir kosningar? Höfundur er frambjóðandi á J-lista Sósíalistaflokksins í borgarstjórnarkosningum 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Húsnæðismál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Það er alltaf áhugavert að fylgjast með fréttum vikuna fyrir kosningar, þegar frambjóðendur hafa sig alla við til að næla í atkvæði. Þessi kosningabarátta hefur þó verið öðruvísi fyrir mér, kannski vegna þess að ég er sjálf í framboði eða kannski vegna þess að í vikunni varð ég vitni að því hversu langt sumir virðast virkilega vera tilbúnir að ganga til að næla sér í atkvæði. Viku fyrir kosningar þegar góð ráð eru dýr virðast Vinstri græn nefnilega hafa fundið lausnina á húsnæðisvanda borgarinnar. Lausnin er einfaldlega að taka upp stefnu annars flokks í húsnæðismálum. Sósíalistaflokkurinn á nefnilega mjög vandaða og flotta stefnu þegar kemur að því að vinna á húsnæðisvandanum í Reykjavík en húsnæðismálin í borginni hafa lengi verið stórt vandamál, vandamál sem borgarbúar vilja láta laga. Ég vildi að ég gæti fagnað aukinni samstöðu um lausnir í húsnæðismálum en það er erfitt þegar meirihlutinn, þar með talið Vinstri græn hafa ítrekað kosið gegn tillögum Sósíalista um að borgin byggi, síðast fyrir nokkrum dögum þegar fulltrúi Sósíalista lagði fram tillögu um að Félagsbústaðir byggi 3000 íbúðir. Það stöðvaði þá þó ekki í að taka upp nauðalíkt slagorð og Sósíalistar aðeins viku fyrir kosningar. En Vinstri græn héldu sem sagt fund um síðustu helgi, fund um húsnæðismál, fund með yfirskriftinni „Borgin byggir” en slagorð Sósíalista hefur verið „Borgin á að byggja”. Ég velti fyrir mér hvort þeim hefði snúist hugur á þessum nokkru dögum en svo mundi ég síðustu borgarstjórnarkosningarnar árið 2018. Þá talaði flokkurinn fyrir því að "útrýma" biðlistum, endurreisa verkamannabústaðakerfið, og fjölga félagslegum leiguíbúðum með 600 nýjum íbúðum. Það er ekki hægt að sjá að neitt hafi orðið að þessum kosningaloforðum enda virðist sem Vinstri græn í meirhluta borgarstjórnar hafi kosið gegn eigin kosningarloforðum. Árið 2018 var tillaga um undirbúning að stofnun Byggingarfélags Reykjavíkur felld. Árið 2019 var tillaga Sósíalista um stofnun íbúðafélags svæfð, en það félag hefði komið til viðbótar við Félagsbústaði. Árið 2020 felldi svo meirihlutinn tillögu um aðgerðir gegn húsnæðiskreppu sem hefði getað eytt biðlistum eftir húsnæði í borginni. Húsnæðiskreppan í Reykjavík er því greinilega vandamál sem Vinstri græn gera sér grein fyrir að þurfi laga, vandinn virðist bara sá að þau vilja ekki laga ástandið, nema þá kannski vikuna fyrir kosningar? Höfundur er frambjóðandi á J-lista Sósíalistaflokksins í borgarstjórnarkosningum 2022.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar