Körfubolti

Skógar­birnirnir verða lík­lega að klára úr­slita­keppni NBA án stór­stjörnunnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 Ja Morant sést hér sárþjáður á bekknum þegar sjúkraþjálfari Memphis Grizzlies skoðar hnémeiðslin hans.
 Ja Morant sést hér sárþjáður á bekknum þegar sjúkraþjálfari Memphis Grizzlies skoðar hnémeiðslin hans. Getty/Thearon W. Henderson

Útlitið er ekki gott fyrir Ja Morant, leikstjórnanda NBA-liðs Memphis Grizzlies eftir að hann meiddist í einvíginu á móti Golden State Warriors.

Morant meiddist á hné í þriðja leiknum og Grizzlies liðið lék án hans í leik fjögur sem tapaðist.

Bandarískir fjölmiðlar segja frá því að Morant sé með beinmar og því ekki miklar líkur á því að hann spili meira í þessari úrslitakeppni.

Golden State komst í 3-1 í einvíginu með sigri í síðasta leik og tryggir sig áfram í úrslit Vesturdeildarinnar með sigri í nótt.

Memphis fólk segir að Morant hafi meiðst í fjórða leikhluta þegar Jordan Poole ætlaði að komast í boltann en greip í hné Ja Morant í staðinn. NBA refsaði Poole ekkert fyrir atvikið.

Morant hefur skorað 42 stig í brakinu í þessari úrslitakeppni sem er það mesta af öllum leikmönnum en hann var með 38,3 stig, 8,3 fráköst og 6,7 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu þremur leikjunum í einvíginu.

Grizzlies stóð sig samt vel án hans í vetur en liðið vann 20 af 25 leikjum sem hann missti af. Í síðasta leik tapaði liðið hins vegar með þremur stigum þar sem leikmenn þess klikkkuðu á sex af síðustu átta skotum sínum í leiknum. Hans var því sárt saknað þá.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×