Erlent

Ein elsta íslenska álftin felld í Wales

Bjarki Sigurðsson skrifar
Álftin var 29 ára þegar dýralæknar þurftu að aflífa hana.
Álftin var 29 ára þegar dýralæknar þurftu að aflífa hana. RSPCA Cymru

Í byrjun apríl fannst tæplega þrítug íslensk álft í Pembroke-héraði í Wales. Álftin var særð og þurftu dýraverndunarsamtök að fella hana.

ITV greinir frá þessu og fjallaði DV um málið fyrr í kvöld. Flestar íslenskar álftir dvelja í Bretlandi yfir veturinn og var álftin hluti af hóp sem líklegast var á leiðinni aftur til Íslands. Þegar hún fannst fyrir neðan raflínur var hópurinn enn á sveimi yfir henni.

Álftin var færð á Tinker‘s Hill Bird of Prey & Swan Resque Centre í Amroth þar sem hún gekkst undir skoðun. Röntgenmyndir sýndu að álftin væri með brotin rifbein og brotinn hrygg.

Álftin var fyrst merkt af íslenskum vísindamönnum árið 1996 þegar hún var þriggja ára gömul. Elsta íslenska álftin er talin hafa náð 30 ára aldri, einu ári meira en hún sem fannst í Wales. Meðal líftími íslensku álftarinnar er einungis 9 ár.

Merkingin sem gaf upp aldur álftarinnar.RSPCA Cymru

Samkvæmt Fuglavefnum eru verpa 6.000 álftapör hér að staðaldri og eru fuglarnir 34.000 talsins að hausti til.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.